Afturelding - 01.04.1981, Page 14
fljótlega háður stjömukorti sínu - og það þýðir að
hann verður háður þeim ósýnilegu öflum sem að
verki eru á bak við kortið. Og þau öfl líta ekki á
þetta sem leik. Ekki miðað við hvernig hann er
leikinn af þeirra hálfu.
Stjömuspáfræðin í ljósi Biblíunnar
1) í Biblíunni er fátt um beinar tilvitnanir í
stjömuspáfræði. En Biblían flokkar hana undir
aðrar útgáfur af spásagnakukli — spár. Sjá 5.
Mósebók 18:10—14. Biblían varar þráfaldlega við
því að reynt sé að afla vitneskju með óleyfilegum
galdraspám. Aðalumfjöllun Biblíunnar um
stjömuspáfræði erað finna hjá Jesaja 47:8-15. Þar
fordæmir Guð Babelborg og segir frá yfirvofandi
dómi hennar. Babel er sagt að stjörnuspámenn
hennar muni að engu haldi koma, við að segja fyrir
komandi dóm eða afstýra honum.
„Þú ert orðin þreytt á hinum mörgu fyrirætlunum
þínum. Lát því himnafrœðingana og stjörnuskoðar-
ana koma og hjálpa þér, þá er á mánuði hverjum
boða þér hvað yfir þig á að koma.“ (Jes. 47:13). Guð
er ekki háður gangi himintungla og náttúrulögmáli.
Stjörnuspáfræðin og aðrar keimlíkar spáfréttir eru
þann veg ekkert annað en svikamylla, sem sett er í
stað hinnar sönnu opinberunar frá Guði.
2) Jeremía spámaður sagði við Guðslýð: „Venjið
yður ekki á sið heiðingjanna og hræðist ekki him-
intáknin þótt heiðingjamir hræðist þau.“ (Jer.
10:2.) Þetta er tilvitnun í hinn forna átrúnað —
stjömuspáfræðina. Þó að stjömuspáfræðin hafi
tekið breytingum frá þessum tíma og byggi ekki
lengur á stjömudýrkun fomaldarinnar, og ekki sé
nú litið á pláneturnar sem guði, eru undirstöðuat-
riði hennar ennþá í dag af heiðnum uppruna.
3) Biblían segir að ein ástæða þess að Ísraelsríki
leið undir lok hafi veið sú, að þjóðin tók þátt í
syndsamlegri tilbeiðslu nágrannaþjóðanna er m.a.
fól í sér stjörnudýrkun. Líkt og hinar þjóðimar fóru
ísraelsmenn að dýrka „allan her himinsins."
Konungabók 17:16-18 og 21. 5-6.) ísraelsmenn
voru fyrirdæmdir vegna þess að þeir dýrkuðu
Sikkút og Kevan (Satúrnus) samanber Amos
5:25—27. Um þetta er líka talað í Postulasögunni
7:43. (Reikistjarnan Satúrnus bar heitið „Kevan“
meðal Araba og Sýrlendinga til foma.)
4) Stjörnuspáfræðin er ein tegund skurðgoða-
dýrkunar og að baki skurðgoðadýrkun leynist vald
illra anda. Sjá Opinberunarbókina 9:20 og fyrsta
Korintubréf 10:20. Stjörnuspáfræðin krefst per-
sónulegrar trúar og þokar til hliðar trú á Guð, og
tekur sköpunina fram yfir Skaparann. Hún er
trúarbragðakerfi sem útrýmir persónulegum Skap-
ara — trúkerfi sem letur menn til að treysta Guði
fyrir framtíðinni.
5) Stjömuspáfræðin hefur „umhverft sannleika
Guðs í lygi og göfgað og dýrkað skepnuna í stað
skaparans, hans sem er blessaður að eilífu.“ (Róm-
verjabr. 1:25.) í gegnum stjömuspádóma hafa
margir rænt Guð þeirri dýrð sem honum bar. Þetta
er heimskulegt þar eð þeir snúa sér til óæðri „guða.“
Guð hefur vald yfir náttúruöflunum en ekki öfugt.
Kristur situr „ofar hverri tign og valdi og mætti, ofar
öllum herradómi og sérhverju nafni sem nefnt er,
ekki aðeins í þessari veröld heldur og í hinni kom-
andi.“ (Ef. 1:21.)
Þannig er sérhver sá maður sem erán Krists þræll
á yfirráðasvæði Satans, „valdhafans í loftinu“ (Ef.
2:2.) og „höfðingja þessa heims.“ (Jóh. 12:31.) En
Jesús Kristur býður hverjum þeim manni lausn og
frelsi úr þessum fjötrum sem snýr sér til Hans í trú.
Meginhluti þessarar greinar er hirtur með leyfi
útgefanda úr bókinni Veðhjól Skyggnigáfunnar.
Orðsending til áskrifenda
Kœri áskrifandi.
Nú er yður berst í hendur annað tölublað ársins
1981, viljum við minna á greiðslu árgjaldsins. í vor
sendum við út gíróseðla til þeirra áskrifenda, sem enn
áttu ógreitt árgjald 1980 og eidri skuldir. Við viljum
hvetja alla, sem enn hafa ekki gert full skil að gera
það nú þegar. Nú eru innheimtumenn okkar farnir af
stað og munu innheimta árgjald 1981, sem er kr. 50. -.
Við biðjum yður um að taka vel á móti þeim og gera
árgjöldunum skil.
Öllum er kleift að greiða árgjaldið nú strax inn á
gíróreikning 77780-3 og stíla greiðsluna á Aftureld-
ingu/Barnablaðið eftir því sem við á. Heimilisfangið
er Pósthólf 5135, 125 Reykjavík og símar: 91-20735
og 91 -25155.
Með kveðju og þökk fyrir góðar undirtektir.
Guðni Einarsson.