Afturelding - 01.04.1981, Side 15

Afturelding - 01.04.1981, Side 15
fl' Hefðir þú getað svarað? Einn morguninn, þar sem við vörðumst árásum óvinanna í skotgröfunum, lentum við í óvenju þéttri kúlnahríð. Yfir vígstöðvunum grúfði svart skýja- Þykkni, eins og kúlnaregn væri og sprengjubrot þeyttust í áttina til okkar. Aumingja Berti — hann féll eins og hundur. Litli Jim og annar náungi, köstuðu sér niður og reistu Berta upp, en þeir sáu strax að hann átti skammt eftir ólifað. í grennd við skotgrafirnar var enga sjúkraaðstoð að fá og því gripu Litli Jim og nokkrir aðrir náungar til tómra sandpoka og gamals jakka og lögðu Berta síðan ofan á þá á botni skotgrafarinnar. Þeir héldu síðan aftur til skotpallsins, en höfðu ekki verið þar nema stutta stund er Litla Jim varð mjög brugðið, er hann heyrði rödd að baki sér segja: ..Getur þú sagt mér hver er leiðin til himins?“ Litli Em stökk aftur niður, kraup við hlið hins deyjandi manns og sagði: „Leiðin til himins? Mér þykir það leitt. Ég þekki ekki leiðina, en ég skal spyrja hina strákana og athuga hvort þeir geti hjálpað þér.“ Hann sneri aftur til skotpallsins, gekk að næsta manni og spurði hann, en hann hafði ekkert svar. Hann hélt því áfram og spurði þann næsta en allt fór á sömu lund. Litli Jim fór því yfir til næstu liðssveitar og spurði enn einn, en hann var engu betri en við hinir. Sagan um hvað skeð hafði, og spurningin, gekk nú frá manni til manns niður eftir víglínunni og hafði hún nú verið borin upp við sextán menn. Engjnn þeirra sem spurðir voru, vissi hver væri leiðin til himins. Hugsið þið ykkur bara! Sextán ungir menn, aldir UPP í svokölluðu kristnu landi, en gátu þó ekki komið deyjandi félaga til hjálpar. Samt voru þetta heiðarlegir menn. Menn sem hafa gegnt herþjónustu saman, farið saman til ókunnra landa og staðið andspænis þeim hættum og harðindum sem fylgja í kjölfar herþjón- ustu, bindast oft kærleiksböndum og er þeir sjá gamlan vin í andaslitrunum, tekur það virkilega á að geta ekkert aðhafst. Á friðartímum hefðum við bent honum á einhverja leið, en þegar vinur manns er á vogarskálum lífs og dauða á vígvelli, þá virðast manni gilda önnur lögmál. Það sem við hugsum, búum til, eða getum okkur til um, nægir einfaldlega ekki við slíkar kringumstæður. Ó nei, þegar maður er að dauða kominn, þá vill hann hið raunverulega. Engu að síður eru margir eins og þessir sextán okk- ar. Kæri lesandi, hefðir þú getað leiðbeint Berta um leiðina til himins? Þú hefur einnig verið alinn upp í kristnu landi, en í hreinskilni, veist þú um leiðina til himins, þannig að þú gætir sagt það deyjandi manni? Gætir þú opnað Biblíuna og bent mönnum á Guðs veg til himinsins? Þar stendur svarið skrifað skýrum stöfum. Snúum okkur nú aftur að skotgröfunum. Sagan gekk áfram til sautjánda hermannsins. „Berti er nær dauða en lífi og vill fá að vita hver sé leiðin til himins. Getur þú sagt mér það?“ Hermaðurinn sneri sér við og svaraði brosandi: „Já, ég þekki leiðina, en ég get ekki farið héðan. Ég þori ekki að yfirgefa stöðvar mínar.“ Hann seildist í vasa sinn og dró þaðan upp lítið gulbrúnt testamenti. Hann fletti hratt upp í því og sagði: „Sjáðu hérna, þetta er leiðin til himins, þetta vers sem ég hef dregið hring utan um. (Jóh. 3:16) Ég brýt upp á blaðsíðuna og þú setur þumalinn á þetta vers. Segðu honum að þetta sé leiðin til himins.“ Skilaboðin ásamt testamentinu, gengu nú mann frá manni, þar til þau bárust til Litla Jims. Hann snerti axlir Berta og við það opnuðust augu hans. „Ég hef svarið, gamli félagi,“ sagði Litli Jim. „Héma er leiðin til himins: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Augu Berta voru nú galopin og hann drakk í sig hvert einasta orð. Þvílíkur viðburður! Litli Jim krjúpandi á botni skotgrafarinnar, með lítið testa- menti í annarri hendi og tár rennandi niður vanga hans, lesandi aftur og aftur þessi lífgandi orð í eyru Berta. Friður færðist yfir andlit hins deyjandi manns, þar sem hann muldraði fyrir munni sér: „hver sem er.“ Eftir að hafa síðan legið þögull nokkra stund, ljómaði andlit hans skyndilega af innri gleði og aft- ur kom: „hver sem er,“ en það voru hans lokaorð. Hann hafði yfirgefið vígvöllinn til að vera með Framhald á bls. 30

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.