Afturelding - 01.04.1981, Qupperneq 21

Afturelding - 01.04.1981, Qupperneq 21
um kristnu. „Við erum eitt í Andanum“, mun verða meira en orðin tóm, það mun verða að dýrlegum raunveruleika. 5. Ekkert á þessari jörð, né í víti, fær stöðvað þessa vakningu. Endurkoma Krists mun verða há- markið og niðurlag mestu vakningar sögunnar. Frá upphafi vega hefur Satan staðið í móti út- hellingu Andans, en ekki fengið neinu áorkað. í Topeka árið 1901 og í Los Angeles árið 1906, veltu fréttamiðlar sér upp úr hæpnum fullyrðingum um hreyfinguna en það varð einungis til að draga meira fólk að. Tilraunum „kristilegra“ fréttamiðla til að sverta hreyfingu Heilags Anda hefur einnig mis- tekist að stöðva framgang hennar. Sagan sýnir okkur að hverjir þeir einstaklingar eða stofnanir sem staðið hafa í gegn raunverulegu verki Heilags Anda, hafa að lokum staðið and- spænis andlegum dauða. Hið sama er uppi á ten- ingnum enn þann dag í dag. Það kemur sífellt betur í ljós að sá kraftur Hei- lags Anda sem braust út í Azusa-stræti 1906 og breiddist þaðan út um heim allan, er sá hinn sami og valda mun straumhvörfum fyrir Krist og söfnuð hans við lok 20. aldarinnar. Nú þegar kristnir Andans menn minnast þess að 75 ár eru liðin frá upphafi vakningarinnar í Azusa- stræti, hafa þeir menn sem mest komu við sögu hennar í upphafi, Parham, Seymour og Bartleman, löngu kvatt þetta líf og farið til fylgdar við Drottin. Litla trúboðsmiðstöðin var rifin til grunna árið 1929, eftir dauða Seymours. En sá andi vakningar- mnar sem sveif yfir „vötnum“ Azusa-strætis svífur nú yfir „vötnum" alls heimsins. Þýtt Haraldur/Matthías Logos Journal Munið að tilkynna aðsetursskipti Legg þú mér Ijóð á vör Legg þú mér ljóð á vör, Lausnarinn Jesús kær, orð þitt og andans glóð ó Drottinn kom mér nær. Tendra minn trúarkveik, treystu hið veika ker, ver þú mér vörn og skjól, vak þú og lif í mér. Legg þú mér ljóð á vör lofsöng um kærleik þinn, anda þíns góðu gjöf Guðs náð og himininn, um heimsins leiðarljós lífsvatn er svölun ljær, dýrð Guðs um eilíf ár, uppsprettu er hjartað þvær. Legg þú mér ljóð á vör. Lýsi það villtri sál, öllum það vísi veg, veki þeim bænamál, að þeir svo öðlist frið upphefji þína mynd, finni í faðmi þér frelsi og lausn frá synd. Jóhann Sigurðsson

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.