Afturelding - 01.04.1981, Page 23

Afturelding - 01.04.1981, Page 23
TIL ÍSRAEL Augu heimsbyggðarinnar beinast nú að Miðjarðar- hafsbotni og Austurlöndum nær. Heimurinn stendur á öndinni í hvert skipti sem eitthvað stórvægilegt gerist í þessum heimshluta. Enda virðist sem fjöregg heimsfrið- arins liggi þar berskjaldað og óvarið. Engum blöðum er um það að fletta að þarna eru að gerast örlagaríkir at- burðir. Þetta kemur Biblíutrúuðu fólki ekki á óvart. Spádómar Biblíunnar um efstu daga beinast mjög að endurreisn Israelsríkis og hlutskipti þess í heimsmálum. ísrael nú- tímans er eins konar spádómsklukka Guðs og hún tifar ört, spádómarnir uppfyllast. í Israel eru söguslóðir Biblíunnar og enn eru til margar og merkar minjar frá þeim tímum er Biblían var rituð. Þetta eru slóðir Jesú Krists, þarna fæddist hann, boðaði fagnaðarerindið og þarna gaf hann líf sitt. Ekki er því að undra þótt kristið fólk hópist í ferðir til Landsins helga. Bættar samgöngur og betri efnahagur hefur enda valdið straumi kristinna ferðalanga, sem fara í „pílagrímsferðir" til ísrael. Daníel Glad, sem hefur starfað hérlendis að trúboði um árabil, komst I kynni við sænsku ferðaskrifstofuna „Lingmerths“ sem sérhæfir sig I ferðum fyrir trúað fólk á söguslóðir Biblíunnar. Að skrifstofunni standa trúaðir menn og skipuleggja þeir ferðirnar þannig að Biblíu- elskandi fólk njóti fararinnar í ríkum mæli. I fyrra fór Daníel ásamt konu sinni í slíka ferð og bar hún þann árangur að í haust verður hann annar tveggja fararstjóra í ísraelsför með „Lingmerths" og hefst hún 29. október. Hér er um fjórtán daga ferð að ræða og er ferðaáætlun I grófum dráttum sem hér segir. Flogið verður frá Kaupmannahöfn til Tel Aviv. Þar hefst ökuferð og er farið til gistingar í Natanya. Síðan er ekið vítt og breitt um landið, meðal viðkomustaða má nefna Tíberías, farið er með Genesaretvatni, um Cesareu, fram hjá Karmelfjalli um hafnarborgina Haifa til Nasa- ret og Kana. Siglt er yfir Genesaretvatnið og farið yfir ána Jórdan til Kapernaum. I Jerúsalem er dvalið og sögu- staðir skoðaðir: Olíufjallið, höll Kaífasar, Getsemane, Sílóamlaug, Grátnrúrinn, Via Dolorosa, Golgata. Einnig erfarið til Betlehem, til Masada, Quamran og Jeríkó. Frá ísrael er síðan farið til Egyptalands. Gist er í Kaíró og ýmsar merkar minjar skoðaðar í því landi, svo sem pýra- mídar, sfinxar og fleira. Af þessari þulu má ráða að hér er um hina skemmti- legustu ferð að ræða. Á tiltölulega skömmum tínra eru skoðaðar helstu minjar og merkir staðir á söguslóðum Biblíunnar. Ekki skemmir fararstjórnin fyrir, en þar er um Daníel Glad að ræða, eins og fyrr segir og auk hans Hilding Fagerberg, en hann er þekktur Biblíukennari í Svíþjóð. Hilding Fagerberg er væntanlegur hingað til lands I ágúst nk. Þess má geta að þegar þessi ferð hefst I vetrarbyrjun á Islandi er loftslag með þægilegasta móti í Israel, 20°- 24°C hiti i Jerúsalem.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.