Afturelding - 01.04.1981, Page 24

Afturelding - 01.04.1981, Page 24
Vænlegt til blessunar! Á hvítasunnudag 7. júní 1981 birtist heilsiðugrein í útbreiddasta blaði íslendinga, Morgunblaðinu, sem bar nafnið Náðargjafavakning. Umsjónar- menn: séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavík, séra Karl Sig- urbjörnsson, sóknarprestur við Hallgrímskirkju í Reykjavík og Sigurður Pálsson námstjóri og fram- kvæmdastjóri KFUM í Reykjavík. Þar sem hér virðist vera skrif í vinsemd og reynt að hafa það er sannara reynist, þá leyfum við okkur að taka orðrétta pósta úr greininni. Finnst okkur er að þessu blaði standa, koma hér fram ákveðnari og betri tónn, heldur en við stundum höfum fengið. Um 60 ár hefir Hvítasunnuhreyfingin staðið ein um þessi Biblíulegu sannindi í landi voru. Meðfylgjandi póstur er gleðileg staðreynd um að svo sé ekki lengur. Teljum við það vænlegt til blessunar. Hér hefst svo tilvitnunin: „Rætur Hvítasunnuhreyfingarinnar eru í USA, þ.e. í þeim vakningum, sem þar voru fyrir síðustu aldamót. Samfara vakningunni fór viss andúð á öllu kirkjulegu. Öllu formi (rituali) var hafnað, en leitast við að láta andann stjórna guðsþjónustunum og öðrum trúarlegum samkomum. Eitt af því sem festi þessa frjálsu hreyfingu í sessi, var sú barátta, sem hún þurfti að eiga í við „frjáls- lyndu guðfræðina“, sem óð uppi um síðustu aldamót. Til þess að sýna nýguðfræðinni og vísundunum fram á, að trúin væri áþreifanleg reynsla, voru yfimáttúrlegir hlutir, eins og lækningar fyrir bæn og handayfirlagningu svo og tungutal notað sem sönnunargagn. Það er því nokkuð Ijóst, að það var þessi mikla löngun og þrá eftir táknum, þ.e. vissu fyrir því að kristindómurinn væri ekki „grá fræði“, heldur „dynamiskur“ veruleiki, sem liggur á bak við áhuga Hvítasunnumanna á yfirnáttúrlegum náðargáfum. Hvítasunnuhreyfingin er í dag mjög öflug og hefir unnið á í mörgum löndum, en starf hennar hefir fengið ákveðið form og skipulag. Þeir hafa byggt sam- komuhús, stofnað Biblíuskóla o.s.frv. Þeir eru framarlega í öllu sem viðkemur söng og tónlist og nota það mikið í sínu starfi. Áhuginn fyrir náðargáfum hefir lengi verið bundinn við Hvítausnnuhreyfinguna. Á síðustu árum hefir merkilegur „hvítasunnuvindur“ blásið um fjölmargar kirkjudeildir og trúarsamfélög. Nú þykir ekki lengur til- tökumál, að heyra tungutal í hinum ýmsu kirkjudeildum og menn hafa í auknum mæli gefið náðargáfunum gaum. Og það er sameiginleg löngun og þrá allra kristinna manna að Guð fylli þá krafti Heilags Anda til þjónustu og átaka fyrir ríki hans. Náðargáfurnar eru margar og Guð notar þær eftir sínum vilja“. Ritstjórinn Andlegur viöbúnaður fyrir endurkomu Krists Höfundur þessarar greinar, Corrie Ten Boom, er háöldruð trúarhetja frá Hollandi sem hœtti lífi sínu til að hjarga Gyðingum úr klóm nasista í seinni heims- styrjöld. Hún er andlegt stórmenni í hinum kristna heimi, hefur ritað fjölda bóka og kunnasta bók hennar — Fylgsnið, kom út hér á landi fyrir fjórum árum. Samnefnd kvikmynd hefur verið gerð eftir bókinni. Á þessum dögum þegar ótryggt ástand í heims- málum færist stöðugt í aukana, opnar Drottinn fleiri og fleiri nýjar dyr. Biblían fræðir okkur mikið um það sem koma skal. Við kristnir menn erum þeir einu sem höfum einhverja vitneskju um það sem framtíðin ber í skauti sér, vegna þess að við þekkj- um Hann sem hefur framtíðina í hendi sinni. Getum við vænst þess að Jesús komi brátt aftur? Ég tel að við getum vænst þess og ég lít með mikilli eftirvæntingu til þeirrar miklu stundar. Hví- líkur fögnuður og gleði verður þegar Jesús fram- kvæmir það, sem hann gaf fyrirheit um í Opinber- unarbókinni 21:5: „Sjá, éggjöri alla hluti nýja“. Mun lýður Guðs þurfa að ganga í gegnum þrenginguna miklu? Fjölmargir vænta þess að við, sem fylgjum Jesú, verðum tekin í burtu af jörðunni áður en hún gengur í garð. En nú þegar stendur yfir og geisar ógurlegt stríð, milli ríkis ljóssins og veldis myrkursins. Er ekki sérhver kristinn, endurfæddur maður meira eða minna að berjast á þeim víg- stöðvum? En við vitum að þeir sem eru með okkur eru langtum sterkari og fjölmennari, en þeir sem berjast gegn okkur. Það er gleðilegt að vita til þess að Jesús sagði: „í heiminum hafið þér þrenging en verið hughraustir, ég hefi sigrað heiminn.“ Og þegar ástandið verður verra og verra, og okkur liggur við að örmagnast af ótta og skelfingu er þá ekki sú stund runnin upp, „að þér réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd“? (Lúkas 21:28.) Heimurinn þarfnast sterkra og traustra kristinna manna á öllum aldri, sérstaklega á þrengingartím- um. Hann er í þörf fyrir kristið fólk sem eygir með augum trúarinnar, raunveruleikann í áformi Guðs og sigur Jesú Krists. „Þar sem engar vitranir (hugsjónir), eru kemst fólkið á glapstigu“, (Orðsk. 29:18.)

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.