Afturelding - 01.04.1981, Síða 25
DROTTINN,
GRÆÐARI ÞINN
Guð segir í dag: „Ég er Drottinn, græðari þinn“.
Á morgun meinar Hann og segir nákvæmlega hið
sama. Hann mun halda áfram að lækna þá sjúku,
sem horfa til Hans, því Hann ber hið mikla nafn,
„Ég er“. Það er ekkert „ef til vill“. Hann heldur
áfram að lækna þá sem til Hans koma og trúa á
fyrirheiti Hans: „Verði þér eins og þú trúir“. (Matt.
9:29). „Biðjið í trú, án þess að efast“. (Jakob 1:6.)
Lækning í Biblíunni er bæði fyrir líkama okkar
og anda. Synd og sjúkdómar eru tvö skeyti, sem
Satan hefur skotið að mannkyninu og þau komust
bæði inn hjá því fyrir óhlýðni Adams og Evu. Sá
sigur sem Kristur vann á krossi, veitir frelsi og
lækningu; endurlausn frá syndum og sjúkdómum,
eða m.ö.o. frelsi frá synd og veikindum, eða lækning
á synd og veikindum. Lausn frá því hvoru tveggja er
í einni friðþægingarfórn og fyrir einn meðalgang-
ara.
Það nær yfir það sama þegar við tölum um að
læknast eða frelsast. Ef við segjum „læknaður“, þá
er það fyrir sálina og líkamann. Það væri ekki eðli-
legt fyrir ófrelsaðan mann með sjúkdóm í líkama
sínum, að frelsast frá syndum sínum, en ekki sjúk-
dómum, eftir að hann hefur heyrt þennan sannleika
boðaðan. Það væri óeðlilegt fyrir syndara að lækn-
ast, en halda samt áfram í syndum sínum. Hans
andlegu mein eru fyrirgefin um leið og líkami hans
frelsast eða læknast. Af hverju? Einfaldlega vegna
þess að hann hefur tekið á móti friðþægingunni.
Hvernig gæti hann aðeins tekið á móti helming þess
sem hún hefur upp á að bjóða, eftir að hafa heyrt
sannleikann? Þar sem hann hefur nú lært að sjá
Jesú, hina blæðandi fóm, bera syndir og sjúkdóma
vora.
Hvers vegna læknast ekki allir? í Rómverjabréf-
*nu, 10:17 stendur: „Svo kemur þá trúin af boðun-
inni“. Trú kemur aldrei fyrir meðaumkun eða til-
finningu, eða þá af samræðum okkar við sjúkling
um þjáningu hans og veiki. Trúin kemur af að heyra
orð Guðs. Trúin fæðist fyrir að heyra orð sannleik-
ans. Það er nauðsynlegt að segja mönnum frá hon-
um. Jesús sagði: „Þér munuð þekkja sannleikann,
og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa“. (Jóh.
8:32.)
Jesús er sannleikurinn. Ef við eigum að sjá fjöld-
ann frelsast frá ánauð sjúkdómanna, verðum við að
predika þá hlið í orði Guðs, sem gjörir þá frjálsa.
Sannleikurinn er sá að Jesús vill að við öll séum
heilbrigð, annars hefði Hann ekki borið sjúkdóma
vora upp á Krossinn. (Sbr. Jes. 53:4—5.)
Þú spyrð því: „Hvers vegna læknast þá ekki all-
ir?“ Það er vegna skorts á predikunum og kennslu á
þessu mikla efni.« í staðinn fyrir að standa við
sjúkrabeð hinna mörgu sjúku og votta þeim samúð í
þjáningum þeirra og gefa þeim í skyn að þetta hljóti
að vera Guðs vilji með þá, eða kennsla í þolinmæði,
eða til að þrýsta þeim nær Drottni, ætti hver og einn
þjóna Drottins að segja hvaða sjúkdómi í hverri
mynd sem er, stríð á hendur og nota það vald sem
við höfum yfir öllum illum öndum, í hinu mikla og
sigrandi nafni Jesú Krists og vinna þannig að
endurlausn hinna þjáðu.
Ef frelsið er fyrir alla, þá er einnig til guðdómleg
lækning fyrir alla. Við skyldum aldrei efast um fús-
leika Drottins til að frelsa hvaða syndara sem er. Af
hverju erum við svona viss um það? Aðeins vegna
þess að okkur hefur verið kenndur sannleikurinn í
því ljósi. Okkur hefur verið kennt frá barnæsku að
frelsið sé fyrir alla, sem trúa því. (Jóh. 3:16.) Hefði
okkur verið kenndur sannleikurinn gagnvart lækn-
ingu fyrir líkamann, eins ákveðið og frelsi fyrir sálir
okkar, þá ætti fólk jafn gott með að trúa því eins og
frelsinu.
Ef Guð framkvæmdi kraftaverk og læknaði sjúka
á fyrri tímum, en gjörir ekki hið sama í dag, þá væri
hann Guð „sem var“, en ekki Guð „sem er“. En ég
hefi djörfung til að vitna um að Hann er sá máttugi
Guð „sem er“.
„Ég er Drottinn, græðari þinn“. Guð segir í dag:
„Ég er Drottinn, græðari þinn“. Á morgun mun
Hann meina nákvæmlega hið sama.
þýtt: Guðmundur Markússon