Afturelding - 01.04.1981, Page 26

Afturelding - 01.04.1981, Page 26
Vernd í víglínu Afturelding birtir hér athyglisverða grein um engla- vernd trúaðra hermanna. Nauðugir viljugir urðu þeir að hlýða landslögum og taka þátt í þeim viðbjóði er styrjöld heitir. Afturelding styður eindregið friðar- boðskap Jesú Krists og brœðralag allra manna. Eitt af stórkostlegustu fyrirheitum Biblíunnar er hjá Jesaja 2:4: „Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð og ekki skulu þœr temja sér hernað framar. “ I styrjöld Finna og Rússa frá árunum 1940-1944, fengum við að reyna ýmsa atburði, alveg óskiljan- lega, sem ekki var hægt að taka öðruvísi en að æðri máttarvöld væru þar á bak við. Iðulega kom það fyrir, að gjöreyðing virtist blasa við, sem skyndilega breyttist til björgunar og undankomu, fyrir tilstilli engla og Guðs miskunnar. Persónulega fékk sá er þetta ritar, að reyna slíkt, sem ekki verður skilið öðruvísi en yfirnáttúrleg kraftaverk, á réttum augnablikum. Ég bjargaðist án öra, eða sára, úr fremstu víglínu þessa hildarleiks. Var ég þó allan tímann af og til í fremstu viglínu. Ég hafði tekið þá ákvörðun, vegna trúar minnar, að deyða aldrei mann, hvorki vin eða óvin. Fannst mér velþóknun Guðs sterklega hvíla yfir þeirri ákvörð- un. Orðin í Davíðssálmum 91, 7. vers, urðu bók- stafleg reynsla mín. „Þótt þúsund falli þér við hlið og tíuþúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín.“ Ég var skipaður í stórskotaliðið, með það hlut- verk að miða 6 tommu Bofors fallbyssum. Við vor- um neyddir til að vera eins framarlega og mögulegt var, vegna yfirsýnar yfir línur andstæðinganna. Fllutverk mitt og manna minna, var því ekki fót- gönguliðans. Áhersla var lögð á að þegar við hæf- umst handa, yrði unnið markvisst. Því var það oft hlutverk okkar að vera hljóðir og koma andstæð-

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.