Afturelding - 01.04.1982, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.04.1982, Blaðsíða 3
s ekki skeð nema Óli kæmist í búð. Og vildi láta hann fara í búð til að kaupa Biblíu handa mér. Ég fór inn á sknfstofu til hans, en hann upp á loft. ug lít upp í hillurnar í kringum mig °g skima eftir Biblíum. Allt í einu sný eg mér við og þá stendur Óli í dyr- Ur>um og segir: „Gjörðu svo vel. ^érna er Biblían sem ég ætlaði að 8efa þér.“ Ég horfði á hann og Biblíuna til skiPtist og kom ekki upp nokkru 0fði. Ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða hlægja því mér var eigin- iega hvort tveggja í huga. Ég var mj°g hrærður og glaður þegar ég tók v'ð bókinni og allt í einu gerði ég mér grein fyrir því að Guð svaraði bæn- Urr> á svona einfaldan, en stórkost- legan hátt! Ester Jakobsen ”Guð læknaði mig“ Guð hefur svo oft svarað bænum rrunum, en áþreifanlegasta bæna- Svarið fékk ég þegar ég starfaði á Uíknastofu í Noregi fyrir nokkrum arurn. Ég var búin að vinna mjög mikið. I starfi mínu þurfti ég rnikið að vinna við skýrslur. Hirslurnar sem P®r voru geymdar í voru svo háar að eg var orðin voðalega aum og þreytt í erðunum. Svona var ég allt vorið. Ur,dir lokin var ég orðin svo aum að eg gat varla hreyft höfuðið. Ég bað puð um að taka þetta frá mér. en allt °m fyrir ekkj gvo kom að hvíta- Sunnunni. Á einni samkomu var sér- ega mikil blessun, og Guðs andi mjög nálægur. Einhver kom með boðskap í tungum og í því kemur upp í huga mér: „Nú er Heilagurandi svo nálægur. Taktu nú við lækning- unni! „Ég greip þetta í trú. Þetta var eitthvað svo eðlilegt fyrir mér. Og þar sem ég sat þarna fann ég heitan straum koma yfir mig og þarna læknaðist ég algjörlega og hef ekki fundið fyrir þessu síðan. Unnur Ólafsdóttir „Hef fengið ótal bænasvör um ævina“ Ég hef fengið mörg bænasvör unt ævina, bæði stór og smá, en eitt finnst mér dálítið sérstakt. Fyrir ca. ári síðan týndum við hjónin 500 króna seðli. Unt þetta leyti þurftum við nauðsynlega á þessum peningum að halda, en gátum með engu móti komið því fyrir okkur hvar við höfð- um týnt þeim. Við leituðum og leit- uðum, en ekkert gekk. Eftir langa leit hugsaði ég með ntér: „Jæja, þetta gengur ekki lengur. Ég finn pening- inn engan veginn. Þetta er eins og að leita að nál í heystakk." Ég ákvað því að biðja fyrir þessu og sagði við Drottin að hann vissi hvar pening- arnir væru niður komnir og þvi þyrfti ég ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þeir kæntu ekki í leitirnar. Svo liðu þrír dagar. Þá þurfti ræstingar- konan á vinnustað mannsins míns að skipta unt poka í ryksugunni, eins og gengur og gerist. Þar sem hún er að fást við þetta, sér hún 500 krónu seðil í ryksugunni. Þar voru þá pening- arnir komnir í Ijós og bæninni svar- að! Guðbjörg Guðjónsdóttir „Guð ber umhyggju fyrir okkur“ Af ntörgum minnisstæðum bæna- svörunt sent ég hef fengið um ævina, kýs ég að greina frá eftirfarandi: Það var veturinn 1940. Við hjónin bjuggum þá í lítilli íbúð í bakhúsi við Hverfisgötu 32. Við áttum þá þrjú böm, tvo drengi og eina litla stúlku. nokkura mánaða gamla. Úti í hinum stóra heimi geysaði stríð og fóru fáir varhluta af því. íbúðin sem við bjuggum í var hit- uð upp með kolum. Einn hráslaga- legan dag, seinnipart vetrar, áttum við ekki kolamola í ofninn og enga peninga til að kaupa nauðsynjar fyr- ir. Þennan morgun, eins og aðra, báðum við til Guðs með litlu drengjunum okkar og nú var bætt á bænalistann að við fengjum kol í ofninn. Unt miðjan dag var barið að dyr- unt hjá okkur. Þar var komin eldri kona sem við þekktum, Ólöf Einars- dóttir, trúuð kona og mikil bænasál. Hún kom til að færa okkur 10 krónu seðil. Hún sagði að þar sem hún hafði legið á bæn heima hjá sér hafi Guð talað til hennar og sagt henni að hún ætti að færa okkur þennan seðil því að við værum í þörf fyrir hann. Þennan dag var keyptur kolapoki.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.