Afturelding - 01.04.1982, Qupperneq 4
Hann kostaði 5 krónurog siðan voru
keyptar nauðsynjar fyrir afganginn.
Gleðin og þakklætið á litla heimil-
inu. sem vantaði svo margt af þvi,
sem í dag er talið til nauðsynja, var
ólýsanlegt. Það sem var svo áþreif-
anlegt þarna var umhyggja Guðs.
F.kki vissi Ólöf um þarfir okkar þvi
við sögðum aldrei öðrum en Drottni
okkar og frelsara frá þeim og hann
einn þekkti þær.
„Varpið aliri áhyggju yðar upp á
Drottin. því að hann ber umhyggju
fyrir yður." (1. Pétursbréf, 5:7).
Þóritildur Jóhannesdóttir
„Guð frelsaði mig og
gaf mér eilifan frið“
Sem ung stúlka bað ég Guð um
frið í hjartað og hann svaraði þeirri
bæn minni. frelsaði mig og gaf mér
eilífan frið. Það er stærsta bænasvar-
ið. Um þetta leyti vann ég sem
starfsstúlka á Kristneshæli i Eyja-
firði. Ég kunni vel við mig þar, en
vantaði sálarfrið. Hann fékk égsíðan,
þegar Guð svaraði bæn minni og
frelsaði mig.
Þannig liðu árin i friði. Ég hafði
beðið Drottin heitt og lengi um skirn
i Heilögunt anda og fannst að með
henni yrði trúarlif mitt mun auðugra
og sú varð lika raunin á. Maðurinn
niinn. Ásmundur Eiriksson. sem
frelsaðist á undan mér og vitnaði
fyrir mér um Drottin, fór utan á
Bibliuskóla og komst að raun um að
kenningin um Heilagsanda skím var
bibliuleg. Líf mitt var mjög auðugt á
meðan maðurinn minn lifði. Hann
var öðlingur sem bar mig á höndum
sér. Hann var andlega auðugur —
síauðugur í trúnni. Þegar hann kom
að utan, af afloknu námi. hvatti hann
okkur sem frelsuð voru til að sækjast
eftir Heilagsanda skírninni, því hún
væri mjög þýðingarmikil. Við gerð-
um það. Guð svaraði bæn minni og
það var dásamlegt bænasvar. Óvið-
jafnanleg og himnesk gleði gagntók
hjarta mitt og allt mitt trúarlíf varð
fyllra og auðugra og samfélag mitt
við Drottin innilegra og nánara.
Fyrstu tvöárin eftiraðég frelsaðist
var ég alein með trúna, en Drottinn
var mér undursamlega nálægur.
Fljótlega fékk ég þó að eiga samfélag
við fólk sent hafði orðið fyrir svip-
aðri reynslu og ég — sem hafði
fundið Drottin og lálið frelsast. Ég
met söfnuðinn ákaflega mikils og
elska það að vera í söfnuði Guðs. Ég
trúi þvi að ef fólk hefði hugmynd um
hversu dýrðlegt það er. þá myndu
mun fleiri sækjast eftirslíku.
Hafliði Kristinsson
„Tvö minnis-
stæðustu bænasvörin“
Það er einkum tvennt sem mér
kemur til hugar.
Annað skeði þegar ég var 7 — 8
ára gamall. Það var mjög vinsælt hjá
okkur krökkunum i Þykkvabænum
að fara á sandfjörurnar sem lágu
svona 2 — 3 kílíómetra frá bænum-
Oft var hægt að finna þar alls konar
dót, en mesta sportið var ef maður
rakst á flöskuskeyti. Ég vil taka það
strax fram að það var mjög sjaldgæft
að maður fyndi skeyti þarna. Svo
einn daginn fórum við Ási, elsti
bróðir minn, ásamt frænda okkar.
fram á fjörur og þegar við vorum
komnir alveg fram að sjó, ákváðum
við Ási að biðja Guð að hjálpa okkur
að finna flöskuskeyti. Við krupum
því niður í sandinn og báðum ein-
falda bæn. Síðan gengum við nteð-
fram ströndinni og innan klukku-
líma vorum við allir búnir að finna
flöskuskeyti. Þetta fannst okkur öll-
um merkilegt.
Minnisstæðasta bænasvarið a
mínum „eldri árum“ fékk ég í vetur
þegar Guðrún dóttir mín var með '
eyrunum. Hún varþá ekki orðin eins
árs. Ég var á Bibliuskóla í Banda-
ríkjunum í veturogfrá þvíviðhjónin
komum út, í byrjun ágúst, þurftum
við að fara ntcð hana til læknis, að
meðaltali einu sinni í viku, til að fá
handa henni meðul við kvefi og
eyrnaverk. Svona gekk þetta frant t
lok október. Þá sagði læknirinn
okkur að þetta gengi ekki lengur. Ef
svona héldi áfram gæti innra eyrað
skemmst og Guðrún tapað heyrn-
Hann sagði að það eina sem hægt
væri að gera væri að selja rör í eyrun a
henni til að þurrka upp innra eyrað. I
Ameríku er þetta mjög dýr aðgerð og
þareð við höfðum ekki mikil fjárráð
voru góð ráð dýr. Við tókum okkur
meiri tíma en áður og lögðum Guð-
rúni fram fyrir Droltin. Við gerðum
eins konar samning við hann. Við
vissum um tvær fjölskyldur sem voru
í fjárþröng. Við hétum á Drottin að
ef hann læknaði Guðrúni, ætluðum
við að gefa hvorri fjölskyldu um sig
500krónurfyrir jólin en það varca '/4
af kostnaði við aðgerðina.
Þegar við fórum aftur til læknisins
var innra eyrað hreint og þurrt og
Guðrún hefur ekki fcngið í eyrun
síðan. Eru liðnir um 7 mánuðir síðan
þetta gerðist.