Afturelding - 01.04.1982, Side 17
w
SEM HVARF!
dæmin þar sem varfærnisleg orð
hafa leitt til sundurþykkju og
vináttuslita og þegar hinir kristnu
hafa átt í hlut hafa þau orðið til
þess að fólk hefur fráhverfst
trúna.
Hvað er þá til ráða, spyrð þú
eflaust. Ég viðurkenni að ég hef
baktalað vini mína, logið upp á
þá og öfundað, í stað þess að
samgleðjast þeim yfir velgengni
þeirra. Ég hef komið af stað ill-
indum og valdið beiskju í hjört-
um margra. Hvað get ég gert?
Jesús gefur okkur svarið: Þú skalt
elska náunga þinn eins og sjálfan
þig. Þetta boðorð kemur næst
hinu mesta allra boðorða: Þú
skalt elska Drottin Guö þinn. í
kærleikanum er ekkert sem heitir
hatur, beiskja, öfund, bakmælgi.
Af trú, von og kærleika er kær-
leikurinn mestur. Hann sigrar
allt. Kærleiki Krists slípar til
okkar mannlegu bresti. Með því
að temja sér að líkja eftir Jesú
Kristi og kærleika hans verður
maðurinn ný sköpun. Þá verður
„Maðurinn sem hvarf“ ekki ein-
ungis fyrirsögn í blaði sem ætlað
er að vekja áhuga lesandans á
efni greinar, heldur táknmynd
upp á rógberann sem lét af sinni
illu breytni og ákvað þess í stað
að sækjast eftir kærleika Krists.
Og það sem mikilvægara er:
Hefðir þú undir venjulegum
kf'ngumstæðum hlýtt með ákefð
á slúður um náunga þinn og
jafnvel prísað þig sælan (sæla)
fyir upplýsingarnar og skundað
s'ðan í næsta hús og slúðrað þar
áfram yfir kaffibolla?
Ef þú ert einn (ein) þeirra sem
ferð í heimsókn til vina þinna til
þess síðan að rægja þá við aðra
vini þína, þá er þér vissara að
endurskoða hug þinn. Þetta á við
um alla menn og þá ekki síst hina
kristnu. Maðurinn er breiskur og
honum getur orðið á, en bak-
mælgi og öfund á ekki heima í
herbúðum kristinna. Þau eru ófá
Matthias Ægisson er
blaðamaður við Aftur-
eldingu og Bamablaðið
og hefur gegnt því starfi
frá 1. júní 1981. Hann
er siglfirskur að upp-
runa, en hefur átt lög-
heimili í Reykjavík síð-
astliðin tvö ár.