Afturelding - 01.04.1982, Page 18

Afturelding - 01.04.1982, Page 18
Berdreymi: Talar Guð í draumum? Á nokkrum stöðum í Biblíunni er greint frá því að Guð hafi talað til manna í draumum, segir í greinargerð sænsku rannsóknar- stofnunarinnar í trúarfélags- fræði, og fólk er hvatt til að senda inn frásagnir af draumförum. Guð opinberaðist Salómon (I. Konungabók 3:5) og Jósef (Matteus 2:22). Jakob sá himna- stiga og heyrði raust Guðs í draumi (I. Mósebók 28:12). Frá því er sagt að kona Pílatusar hafi liðið í draumi vegna Jesú (Matte- us 27:1). Biblían lýsir því mörgum draumum, sem í minnum voru hafðir. Margar slíkar frásagnir eru til frá okkar tímum. Skömmu áður en Abraham Lincoln var myrtur, dreymdi hann merkilegan draum. Augljóslega vildi hann sem minnst um draum- inn tala, en hann fékk ekki gleymt honum. Berdreymi En svo spurði hann vin sinn spurningar, sem kom upp um hugsanir forsetans. Hann spurði þannan góða vin, hvort hann hefði nokkurn tíma hugsað um frásagnir Biblíunnar af ber- dreymi. — Nú líta flestir á drauma sem markleysu, nema þá helst gamlar konur og ástfangnar stúlkur, sagði Lincoln. En ef maður trúir raunverulega Biblí- unni, þá verður maður einnig að trúa því að æðri máttur hafi op- inberast fólki þessara tíma í draumum.. . — Hvers vegna ert þú að Abraham Lincoln hugsa um þetta nú? spurði frú Lincoln. Þá greindi forsetinn frá merkilegum draumi. í draumn- um fannst honum hann ganga um Hvíta húsið, þar til hann kom inn í eystri salinn. Þar stóðu her- menn vörð um svarthjúpaða kistu. Hann hafði spurt hver hinn látni væri og svarið var: — Forsetinn, hann var myrt- ur. Skömmu síðar (14. apríl 1865) gerðist það að forsetinn var myrtur í Ford-leikhúsinu í Washington. Leikari einn skaut forsetann í stúku hans, stökk síð- an niður á sviðið og hneigði sig fyrir áhorfendum. Dauði Kennedys í bók einni, sem gefin var út í Svíþjóð fyrir nokkrum árum „Mellan dröm och verlighet“ (Askild & Karnekull) segir frá því að seint að nóttu hins 22. nóvember 1963, hafi sími hringt í vaktherbergi í Hvítahúsinu. Leyniþjónustumaður svaraði símanum. Æst kvenmannsrödd baðst afsökunar á ónæðinu, á þessum tíma sólarhrings, en kvaðst hafa dreymt draum, sem hún yrði að segja starfsliði Hvítahússins frá. Vaktmaðurinn, sem var vanur alls konar skringi- legum símtölum, hlustaði áhuga- laus. — Mig dreymdi að forsetinn væri myrtur í Dallas. Ég er viss um að þetta var berdreymi. Getið þið varað hann við — getið þið komið í veg fyrir að hann fari þangað ... Ekki er vitað til þess að skila- boðin hafi komist til forsetans. Líklega frétti hann aldrei af þessu símtali. Enda hefði hann tæplega farið að breyta ferðaáætlun sinni, John F. Kennedy þótt honum hefði verið sagt af draumi konunnar. Um það bil tíu stundum síðar, kl. 12:30 daginn eftir—hljómaði skothvellurinn í Dallas og John

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.