Afturelding - 01.04.1982, Blaðsíða 19
F. Kennedy datt niður í sætið á
opnum bílnum. Símtal þetta er
að finna í miklu safni skjala og
gagna, sem fjalla um dauða
Kennedys forseta.
Titanic
Annar draumur, sem er sígilt
dæmi um berdreymi, varðar sjó-
slysið mikla er Titanic fórst — eitt
mesta sjóslys sögunnar. Titanic
var stolt sjóferðasögunnar, há-
punktur skipasmíðanna á sínum
dma. Skipið ósökkvandi. Það
skyldi leggja í jómfrúrferðina yfir
Atlantshafið hinn 10. apríl 1912.
Meðal farþega var George
Middleton, hann pantaði far-
miðann sinn 23. mars.
Litlu seinna dreymdi Middle-
ton illa, hann fékk martröð. í
draumnum sá hann skipsbákn-
inu hvolfa uns kjölurinn vissi
upp, síðan hvarf það í hafið og
hundruð manna svömluðu
bjargarvana í sjónum og hrópuðu
á hjálp. Honum fannst hann sjá
gat á skipsbotninum. Middleton
lét drauminn sig litlu skipta, en
svo dreymdi hann sama draum-
inn næstu nótt. Hann velti því
fyrir sér hvort draumurinn hefði
einhverja merkingu — en hann
var ekki hjátrúarfullur, svo bók-
unin var látin standa. 4. apríl fékk
svo Middleton símskeyti og efni
þess neyddi hann til að breyta
ferðaáætluninni. Hann afpantaði
farið, ekki vegna hjátrúar, heldur
vegna aðkallandi starfa. Nóttina
14.—15. apríl sigldi Titanic á ís-
jaka, sem maraði í sjávarborðinu,
1.635 menn drukknuðu. 705 var
bjargað.
Margir hafa leitað skýringa á
berdreymi í aldanna rás. Sumir
telja það guðlegar viðvaranir eða
skilaboð, og aðrir leita skýringa í
undirvitundinni.
Per östlin — DAGEN 182
Við endum þessa hugleiðingu
á að birta stutta frásögn úr bók-
■nni Svipmyndir úr mannsævum,
sem Ásmundur Eiríksson skráði
(Blaða og bókaútgáfan, 1965):
Á stríðsárunum var kona ein á
Suðurlandi, sem fékk bending í
draumi, er leiddi til þess, að hún
gat forðað manni sínum frá því
að farast með skipi, er hann var
ráðinn á.
Veturinn áður hafði maður
hennar verið stýrimaður á þessu
skipi, og var ráðinn til þess að
vera það áfram. En nú var hann
um stundarsakir heima í leyfi, en
þá dreymdi hana drauminn, sem
hér verður sagður í aðalatriðum,
eftir henni sjálfri:
Henni þótti maður sinn vera
staddur í fjarlægri verstöð, og
hún þurfti endilega að ná fundi
hans. Fyrr en hún veit af, er hún
þangað komin og leitar uppi
heimilið, sem hún vissi að hann
Var í. Húsráðandi á því heimili
fannst henni að héti Sighvatur.
hegar konan óskaði eftirað ná tali
af manni sínum, sagði Sighvatur,
að hún gæti ekki komizt inn í
húsið til hans. En um leið og
hann neitaði henni um þetta, var
hún áður en hún vissi af, og með
nokkuð undarlegum hætti, kom-
in inn í húsið. Þar sér hún mann-
inn sinn sitja inni og var hann
snöggklæddur. í sömu andrá
breyttist viðhorfið í draumnum
þannig, að henni þykir hún vera
aftur komin út úr húsinu og horfa
nú út á sjóinn. Kemur hún þá
auga á skip það, sem maður
hennar var ráðinn á, og siglir það
á hvolfi niður í djúpið. Þegar hún
hafði fylgzt með skipinu sökkva
alla leið til botns, vaknaði hún.
Eins og áður segir, var maður
hennar í leyfi, þegar hana
dreymdi þennan draum. Hún
sagði ekki manni sínum draum-
inn, en hugleiddi hann með
sjálfri sér því meir. Þegar leyfið
var liðið, fór maður hennar til
skips, og skipið sigldi til hafna á
Norðurlandi. Þar átti það að taka
farm til útlanda. Konan hefur
allmikinn ugg af draumnum, en
veit þó ekki hvað til bragðs eigi
að taka, því að ólíklegt var að
mögulegt væri að fá hann til þess
að hætta við siglingar.
Dag einn hringir maður henn-
ar til hennar frá Norðurlandi.
Hann segir, að þeir séu búnir að
lesta, og sigli eftir tvo daga eða
svo. Hún hugsar um leið og hún
heldur á heyrnartólinu, að nú eða
aldrei verði hún að láta til skarar
skríða. Hún hefur því mál sitt og
leggur mjög fast að honum að fá
sig lausan af skipinu og koma
heim. Hann telur það alveg úti-
lokað að hann geti það. En við
það vex henni ásmegin og sækir
hún nú málið enn fastar en fyrr.
Hún segist ekkert hugsa um það,
þótt eitt viðtalsbilið bætist við af
öðru. Þegar maðurinn finnur,
hvað hún sækir þetta mál óskilj-
anlega fast, segir hann loks, að
hún megi gera tilraun til að tala
við útgerðarmanninn í Reykja-
vík, og vita hvort hann vilji leyfa
honum að verða eftir af skipinu
þessa ferð. Ef útgerðarmaðurinn
vilji gera það, skuli hann gera það
fyrir orð hennar að koma heim.
Hún kveður mann sinn og
hringir þegar í stað til útgerðar-
mannsins og ber fram bón sína
við hann. í fyrstu tekur hann
þessu mjög fjarri, og sagði, að
það væri engin ástæða fyrir hana
að óttast um mann sinn, því að
skipið væri búið að sigla lengi án
þess að nokkurt slys hefði hent.
Hann gat þess líka, að hann ætti
sjálfur mjög nákominn mann á
skipinu, og eins og hann óttaðist