Afturelding - 01.04.1982, Qupperneq 22
MMl®
Ari Guðmundsson:
I dag er
náðardagur
Mig langar að hverfa 10 ár
aftur í tímann, rétt um og eftir
hvítasunnu 1972. Ég minnist þess
að ég fór á samkomu í fríkirkj-
unni og þegar henni lauk var
farið fylktu liði upp í hús
K.F.U.M. og K. við Amtmanns-
stíg, og á leiðinni var sunginn,
Guði til dýrðar, söngurinn Hal-
lelúja. Ekki man ég svo glöggt
hvað fram fór þarna, en skömmu
síðar var ég staddur á annarri
samkomu og hún var í Bústaða-
kirkju — þar var mér helst
minnisstæður ungur sænskur
maður. Hann sagði: „Jesús gaf
okkur aðeins eitt boðorð, að við
skyldum elska hvert annað á
sama hátt og hann elskaði
okkur.“ Þetta snart mig á sér-
stakan hátt. Skömmu síðar fór ég
á samkomu í Fíladelfíu og eftir
samkomuna var mér ásamt fleira
fólki boðið að koma í hús í
Kópavogi, — þar var margt fólk
samankomið og mikið sungið.
Síðan var spurt, hvort einhverjir
vildu taka á móti Jesú. Ég gaf mig
fram og það var beðið fyrir mér.
Þetta kvöld tel ég að ég hafi tekið
á móti Jesú og frelsast fyrir hans
náð, því ég varð var við seinna
um kvöldið, þegar ég var kominn
heim, að ég hafði á einhvern hátt
breyst og einnig fannst mér allt
umhverfið vera breytt, himinn-
inn skærari og allt inni í herberg-
inu mínu bjartara. Jesús er veg-
urinn, sannleikurinn og lífið og
enginn kemur til föðurins nema
fyrir hann. Ég lofa Guð, faðir
Drottins vors Jesú Krist, sem með
mikilli miskunn sinni hefur
endurfætt oss til lifandi vonar,
fyrir Jesúm Krist sem er hinn eini
meðalgangari milli Guðs og
manna. Fyrir hans blóð erum við
hólpin orðin, ef við trúum að
Jesús sé Kristur. Við erum þannig
ekki keypt með forgengilegum
hlutum eins og gulli eða silfri
heldur með dýrmætu blóði Jesú
Krists, hins réttláta. Ég er kross-
festur með Kristi, sjálfur lifi ég
ekki framar, heldur lifir Kristur í
mér.
Það eru til tvær leiðir, önnur
er sú að trúa á nafn Jesú Krists og
fylgja honum og helga honum líf
sitt. Þá leið vil ég velja og ég vona
að þú sem lest þessar línur viljir
líka velja þá leið, hafir þú ekki
þegar valið hana. Hin leiðin er að
hafna Kristi Jesú, en sú leið ligg-
ur til eilífrar glötunar, því að sá
sem afneitar syninum afneitar
föðurnum. Þetta er ákaflega al-
varlegt mál því Guð elskar okkur
öll sem ævarandi elsku og þráir
að allir menn komist til þekking-
ar á honum. Hann er mjög lang-
lyndur, en einn dag kann lang-
lyndi hans að ljúka og þá gengur
dómur yfir þennan heim. En
áður kemur Jesús í skýjum him-
ins með mætti og mikilli dýrð og
tekur heim sitt fólk, þá sem eru
viðbúnir og hafa olíu á lömpum
sínum. Þá munum við sjá hann
eins og hann er og vera með
honum alla tíma. Þá munum við
fagna með dýrlegum og óum-
ræðilegum fögnuði.
í dag er náðardagur, enn er
hægt að vinna sálir fyrir Drottin,
en það kemur nótt, þegar enginn
getur unnið. Guð gefi mér náð til
að vaka og biðja og vera reiðu-
búinn þegar kallið kemur og þér
sem lest þessar línur. Fyrir þér
bið ég til Guðs að þú megir vera
tilbúinn þegarJesús kemuraftur,
að þú megir vera með þeim skara
sem verður hrifinn upp til himins
og fær að lofa lambið um alla
eilífð, hann sem gaf líf sitt á
krossi til þess að þú mættir lifa.
Guð blessi þig ríkulega í Jesú
nafni.
Ari Guómundsson