Afturelding - 01.04.1982, Page 25
að hafa hemil á tilfinningum
okkar, beiskjan og hefndin í
okkur gýs stundum upp og heit
reiðin flæðir út. Við verðum að fá
hjálp frá Guði. Það er varla til-
viljun, að Jesús segir okkur að
hiðja fyrir þeirn sem ofsækja
okkur, því dásamlegir hlutir ger-
ast þegar við biðjum fyriróvinum
okkar.
Ég talaði við ungan mann, sem
nýlega hafði tekið trúarákvörðun
og afhent Guði stjórntauma lífs
síns. Hann hafði alist upp mun-
aðarlaus, hafði fá tækifæri átt í
lífinu og var alltaf í varnarstöðu.
„Mér lynti aldrei við yfirmenn
mína,“ sagði hann. „og ég þoldi
ekki verkstjórann minn. Hann
ætlaði örugglega að ná sér niðri á
mér, og ég þráði að hefna mín.
En fyrst ég var að reyna að vera
kristinn, ákvað ég að biðja á
hverjum degi. Ég bað fyrir fjöl-
skyldu minni, bað fyrir nágrönn-
um mínum, síðan beit ég á jaxl-
inn og bað fyrir verkstjóranum.
Og viti menn, eftir að ég tók upp
á þessu gerðist eitthvað með ná-
ungann! Það liðu bara nokkrar
vikur og hann var gerbreyttur
maður, og nú erum við bestu
vinir.“
„Ég býst við,“ sagði hann
brosandi, „að ég hafi kannski
breyst mest sjálfur.“
Guð getur breytt þér ef þú
biður hann um það. Ef rninnis-
bankinn í þínum heila er fullur af
beiskju, hefnd og illgirni, þá vill
Jesús fá að komast að og þurrka
það allt út og gefa þér kærleika í
staðinn.
Jesús er sérfræðingur hvað
varðar fyrirgefningu. Það var
Hann sem sagði: „Faðir fyrirgef
þeim, því þeir vita ekki hvað þeir
gjöra.“ Þýtt H.E.S.
HJALPRÆÐI
GUÐS
Kristur Jesús kom í heiniinn til
þess að frelsa synduga menn. Það er
hinn klári og skíri boðskapur Fagn-
aðarerindisins. Hann kom ekki til
þess að tortíma mannslífum, eða að
fordæma heiminn, heldur til þess að
heimurinn skyldi frelsast fyrirhann.
Engillinn sagði við hirðana, sem
gættu hjarðar sinnar i högum Betle-
hems: „Verið óhræddir, því sjá, ég
hoða yður mikinn fögnuð. sem veit-
ast mun öllum lýðum; því að yðurer
i dag frelsari fæddur, sem er Kristur
•Jrottinn. í horg Davíðs". Hann er
Frelsarinn mikli!
Griska orðið sozo, sem i okkar
hihlíu er þýtt frelsi, þýðir einnig:
bjarga, endurieysa, hjálpa og
lcekna. En er nú nokkur þörf á þessu
"frelsi" sem Fagnaðarerindið talar
urn, spyrja suinir, - og hvað er það
eiginlega sem er verið að frelsast frá?
J il þess að sjá þörfina, er nauð-
synlegt að skilja alvöruþunga synda-
fallsins. Syndin er komin inn í heim-
'nn vegna yfirtroðslu Adams, og þar
;,f leiðandi dauðinn. Dauðinn þýðir
aðskilnaður! Syndin og afleiðing
hennar er því runnin sem arfur til
allra manna. Og þessi aðskilnaður
þýðir, að vera afskorinn frá Guði,
hér í lífi og eftir dauðann, ef ekki
eitthvað grípur inn. Jesús kom til
þess að bjarga okkur frá því að týnast
í eilíft myrkur. Það versta sem getur
skeð með manninn, er að glatast um
eilífð. En Hann kom til að leita að
hinu týnda, og bjarga því! Fyrir því
leið hann píslardauða á krossinum,
og bar þannig syndina og dauðann, í
okkar stað.
Guð meðhöndlaði syndafallið í
Kristi Jesú, hinum síðari Adam. Og
nú er tilboðið um björgun og frelsi
veitt öllum mönnum, í Kristi! Hann
er árnaðarmaðurinn, meðalgöngu-
maðurinn milli Guðs og manna. Þeir
sem vilja koma til Guðs, verða því að
koma til Jesú, sem er einasti tengi-
liðurinn.
Hver sem ákallar nafn Drottins,
mun frelsast og bjargast frá valdi
syndarinnar. öllum er veitt loforð
um bænheyrslu, sem biðja til Guðs í
Jesú nafni.
Sá sem vaknar upp, fyrir áhrif
Heilags Anda í boðuninni, hrópar á
hjálp. Bænasvarið kemur, og í trú
meðtekur sálin fullvissu um fyrir-
gefningu og náð. Hjálpræðisvissan
gefur frið og öryggi. og skapar lífs-
gleði og kraft, sent er þörf hvers ein-
staka manns, til þess að lifa lífinu
lifandi. Einnig til þess að mæta
dauðanum og eilífðinni, eins og Guð
vill það. Hann vill ekki, að nokkur
inaður glatist, heldur að allir menn
alls staðar, komist til iðrunar og
afturhvarfs, og eignist trúna og
hjálpræðið í Kristi Jesú.
Garðar Ragnarsson
Garðar Raunarss«n cr
forstöðumaður Hvita-
sunnusafnaðarins f
Odensc, Danmðrku.
Hann hefur starfað
mikið við trúboð, hieði
ínnanlands og utan.