Afturelding - 01.04.1982, Page 26

Afturelding - 01.04.1982, Page 26
Nfls Ramselíus og fjölskylda. Hann stóðst prófið! Um mánaðamótin janúar— febrúar var haldið í Oslo, Noregi, 75 ára afmælismót norskrar Hvíta- sunnuhreyfingar. Lítill tími frá mótinu var aflögu. Þó gafst tími rétt við hlé að heim- sækja vini og trúarsystkini og þar á meðal Bjarna Ásbö, einkason Eriks Ásbö, brautryðjanda Hvítasunnu- starfsins á íslandi. Færði hann mér að gjöf Biblíu föður síns, eina af mörgum. Auk hennar fylgdi með „Islandsfárd", rit eftir séra Nils Ramselíus, útgefið á „Facklans förlag, Stockholm 1930. Ritiðerprýtt fjölda mynda og prentað á vandaðan pappír. — Þá óljósu hugmynd sem ég hafði haft um rit, þetta, höfðu öldur tímans sljóvgað og svæft. Ritið er hin merkilegasta heimild um upphaf Betelsafnaðarins og þá Hvítasunnu- hreyfingarinnar á íslandi. Á hverri síðu andar mikilli virðingu og vináttu til lands og þjóðar. Séra Nils Ramselíus, fyrrum þjón- andi prestur í sænsku þjóðkirkjunni, dvaldi í Vestmannaeyjum árin 1925—1928, eða um 2'A ár. — Það þarf ekki svo langan tíma til að kynnast Eyjum og Eyjamönn- um. Önnur er sú saga hvers vegna Ramselíus var sviptur kjóli og kalli. Það var vegna ágreinings við erfi- kenningar kirkjunnar og svo Biblí- unnar sjálfrar um skírnina. Ramse- líus var gagnmenntaður guðfræð- ingur frá háskólanum í Lundi. Hélt hann fornmálunum alla tíð við og las jafnan Biblíuna á hebresku, grísku og svo latneskar þýðingar. Ramselíus var hafsjór þekkingar og vits. Hann flutti ræður á íslensku blaðalaust, eftir sex mánaða veru hérlendis. Gyða og Nils Ramselíus voru þau fyrstu er bjuggu í Betel, Faxastíg 6, þá nýbyggðu í Eyjum. Það var fyrri part vetrar 1925. Talsverðar trú- málahreyfingar voru þá að festa rætur í Eyjum. Á skömmum tíma voru byggð þrjú Guðshús, Hvíta- sunnumanna, Aðventista og K.F.U.M. Fásinni og einangrun Eyjanna skapar og skapaði vissa stemningu og margt var sér til gam- ans gert. Eins og víða, þá voru stytt- ingar, viðurnefni og uppnefni á ntönnum algeng. Þeir er stóðu í fylk- ingarbrjósti viðkomandi trúarfélaga, fóru ekki varhluta af slíku. Vegna skorts á prófunt og guðfræðimennt- un frá háskólanum voru slíkir nefndir kvart- eða hálf-prestar, til aðgreiningar frá þeim, sem voru al— prestar. Á þessum árum var hvorki til sjónvarp né útvarp og þá voru blöð ekki eins áhrifamikill miðill í fréttum og síðar varð. Menn fýsti þó eins og ávallt að heyra eða sjá eitthvað nýtt. Kunningi æskuheimilis míns, Þor- gils Þorgilsson, þá starfsmaður í Kaupfélaginu Fram, kom oft > heimili foreldra minna, enda sat þá faðir minn í stjórn fyrirtækisins.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.