Afturelding - 01.04.1982, Side 27

Afturelding - 01.04.1982, Side 27
Stjórnmálalegar skoðanir foreldra minna og Þorgils, féllu mjög vel saman. Síðar var Þorgils starfsmaður Rafveitunnar í Eyjum og hafði þann starfa árum saman að lesa af öllum niælum í kaupstaðnum. Þorgils var ákveðinn bindindismaður, söngelsk- ur og söng bæði í Kirkjukór Landa- kirkju og Vestmannakór undir stjórn Brynjólfs heitins Sigfússonar kaup- mannsogorganista. Nú var Séra Nils Ramselíus kominn til Eyja og vann hann hugi og traust fólksins er kynntist honum. Fljótt fengu flestir að vita deili á honum. Þar á meðal Þorgils, er heyrði þetta beint af vör- um móður minnar, sem þá var ný- skírður meðlimur í Betelsöfnuð- inum. Þorgils flutti séra Jes Gíslasyni á Hóli þær fréttir að nú væri kominn alvöru-prestur i Betel. Hvorki hálf- né kvart-prestur. Þess skal og getið að núverandi eigandi og ábúandi, með stórri fjölskyldu sinni, að Hóli, er Hjálmar Guðnason frá Vegamót- um í Eyjum. Um áratugi setti séra Jes svip sinn á bæjarlíf í Eyjum. Hann var með hávaxnari mönnum. Mikill ræðu- maður og var ávallt með á manna- mótum eins og Þjóðhátíð. Séra Jes var „goodtemplar“ og starfaði mikið að bindindismálum til mikillar blessunar fyrir yngri og eldri. Hann var sóknarprestur í prestaköllum sunnanlands, þráði alltaf Eyjar og fór þangað. Gerðist hann trúnaðar- maður í miklum umsvifum fyrir- tækja Gísla Johnsen og sfðar barna- kennari við Barnaskólann í Eyjum. Séra Jes ákvað að kanna hvort sögnin um Ramselíus væri rétt. Hitt- ust þeir brátt á förnum vegi. Séra Jes heilsar kollega sínum og kynnir sig sem „pastor emeritus." Jafnframt býður hann séra Ramselíusi í heimili sitt til kaffidrykkju, á vissum degi og stundu. — Hér fer ekkert milli mála. Séra Jes, góður kennari minn, greindi sjálfur frá því sem eftir fylgir. Tilefni kaffi- drykkjunnar á Hóli, var ekki aðeins gestrisni þeirra hjóna, séra Jes og konu hans, heldur skyldi nú úr því skorið, hvort hér væri um ekta guð- fræðing að ræða, eða kvartara eins og hinir voru nefndir. Ættargripur var í eigu fjölskyld- unnar. Bikar, með áletrun á einu af fornmálum Biblíunnar. Séra Þór- hallur biskup hafði visiterað Eyjarog þýtt og lesið áletrunina á bikarnum. Þar við bættist svo þekking og menntun séra Jes. Gesturinn og húsfaðirinn voru báðir ræðnir og fór vel á með þeim. Óvænt og snögglega réttir séra Jes bikarinn að séra Ramselíusi og bendir á það sem grafið er á bikar- inn. Orð fyrir orð les gesturinn forn- málið og stemmdi það allt við út- leggingu Þórhallar biskups. Meira þurfti séra Jes ekki. Vingott var með þeim uppgjafaprestunum úrþessu og mundu báðir hvor annan fram á elliár. Árið 1955 var haldið alheimsmót Hvítasunnumanna í Stokkhólmi. Vorum við þar mörg frá íslandi. Hjónin Gyða og Nils buðu okkur til miðdegisverðar. Spurði húsfaðirinn margs úr Eyjum og þá um séra Jes. Notaði ég tækifærið og spurði um fyrstu kaffidrykkju hans að Hóli í Eyjum og bikarinn umskrifaða. Jú, jú, séra Ramselíus mundi það allt saman. „Veistu hvers vegna þú varst beð- inn um að lesa áletrunina á bikarn- um?“ ,,Nei,“ svaraði Ramselíus um hæl. „Letur bikarsins átti að skera úr um hvort þú værir al-prestur eða kvart-prestur.“ Séra Ramselíus hló hjartanlega og hafði gaman af. Er rétt að segja um kristna menn, að þeir séu hálfir eða kvart í trú eða þjónustu. Ekki ef þeir eru heil- steyptir. En um menntun má mæla máli einkunnastigans i fjórðungum, þriðjungum eða helmingum. Um hinn almenna kristna mann, í samtíð sinni, segir Símon Pétur í I. Péturs- bréfi, 2:9: „Þér eruð útvalin kynslóð, kon- unglegt prestafélag, — til þess að þér skulið víðfrægja dáðir Hans.“ Æðstuprestar og fræðimenn Gyð- inga komust að raun um að postular Jesú Krists væru „ólærðir menn og leikmenn." En það voru mennimir sem Jesús útvaldi öðrum fremur til þess að flytja fagnaðarerindið með sér. Með mikilli virðingu og djúpri lotningu, þá er mér ljúft að minnast Islandsvinarins og trúboðans séra Nils Ramselíusar. Mynd hans fyrir hugarsjónum mínum er slík, að þar fór maður er stóðst prófið við skóla- bekk, en umfram allt í skóla lífsins. Einar J. Gíslason. Orð og breytni í dómkirkjunni í Lúbeck er gömul altaristafla, þar sem þetta er skráð: „Drottinn Kristur talar þannig til vor: Þér kallið mig meistara - og spyrjið mig ekki Þér kallið mig ljósið — og sjáið mig ekki Þér kallið mig veginn - ogfylgið mér ekki Þér kallið mig lífið — og práið mig ekki Þér kallið mig vitran - og heyrið mig ekki Þér kallið mig fagran - og elskið mig ekki Þér kallið mig ríkan — og biðjið mig ekki Þér kallið mig sannorðan - og trúið mér ekki Þér kallið inig göfugan - og pjónið mér ekki Þér kallið mig almáttugan - og dvrkið mig ekki Þér kallið mig réttlátan - og óttist mig ekki Þótt dæmdir þér verðið - pá undrist pér ekki. “

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.