Afturelding - 01.04.1982, Qupperneq 28
ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDA«
ERLENDAR FRÉTTIR -
Að minnsta kosti 38 þjóðlönd, í hverj-
um helmingur jarðarbúa býr, hafa bann-
að kristniboð innan landamæra sinna.
Oddamenn kristniboðs hvetja því kristni-
boða til að verða „sérfræðinga". Sum
þessara lokuðu landa eru opin fyrir sér-
fræðiaðstoð og þiggja að fá lækna, verk-
fræðinga og kennara til starfa. Mörg Mú-
hameðstrúarlönd greiða vel fyrir slíka
aðstoð.
CL582
Kaþólsku biskuparnir í El Salvador
hafa i sameiginlegu hirðisbréfi auglýst
eftir fósturforeldrum fyrir 100 000 böm.
Þessi börn eru munaðarlaus vegna borg-
arastyrjaldarinnar í landinu.
Biskuparnir skrifa, að verði þessum
börnum ekki sinnt, þá leiði það til mikilla
unglingavandamála siðar meir. Aðeins
„heilbrigt fjölskyldulíf" getur leitt landið
aftur til friðar.
Hið kristna hjónaband getur orðið, vegna
fordæmis makanna, til grundvallar nýrri
samfélagsskipan, segir í niðurlagi
biskupabréfsins.
EH 1582
Fyrsta sinni frá stofnun Kínverska al-
þýðulýðveldisins 1949, hefur Peking-út-
varpið sagt frá kristinni skirn. Sagt var frá
því er 46 létu skírast í Shanghai og að í
fimm kirkjum, sem leyft var að starfa eftir
lagabreytingu 1979, hafi 240 verið skírðir.
Það fylgdi með í frétt Peking-útvarpsins
að aðeins ein kirkja væri i Kína. „Hreyf-
ing Þrí-sjálf Föðurlandsvina."
Einnig starfa óskráðar húskirkjur og á
þeirra vegum voru 4452 skírðir árið 1980 í
sjö héruðum sunnan Yangtse-árinnar.
EH 1582
Japönsk leirmunagerð. sem hefur 5000
starfsmenn, býður þeim óvenjuleg
hlunnindi. Kyoto fyrirtækið hefur orðið
sér úti um grafhýsi, sem rúmar 2000
verkamenn ásamt fjölskyldum þeirra.
Talsmaður fyrirtækisins sagði: „Við til-
heyrunt öll einni fjölskyldu, svo það er
eðlilegt að við höldum hópinn, einnig
eftir dauðann."
Eternity 382
Meira en ein milljón kristinna manna í
Austur- og Vestur-Þýskalandi kom á
hverju kvöldi til bæna í heila viku í
janúar. Það var Evangelíska sambandið,
sem stóð að baki þessari bænaviku, sem
ERLENDAR FRÉTTIR
haldin var á 4.600 stöðum í Þýskalandi,
beggja vegna járntjaldsins. Mikil þátttaka
var af ungu fólki. Forsvarsmenn bæna-
vikunnar skýra þessa miklu aðsókn með
því að fólk finni að ráðamenn séu að
missa tökin á heimsmálunum. Jesús
Kristur sé máttugur að grípa inn og leysa
vanda mannanna.
Charisma 482
Leiðtogar þriggja lútherskra kirkju-
deilda í Bandaríkjunum stefna að sam-
einingu kirkjudeildanna árið 1988. Sam-
kvæmt áætlun þeirra munu „the
Lutheran Church in America", „the
American Lutheran Church“ og „the
Association of Evangelical Lutheran
Churches" greiða atkvæði á þingum sín-
um í september um sameiningartillög-
urnar. Aftur verða kosningar um samein-
inguna 1984 og 1986. Ef allt fer að óskum
leiðtoganna hefur hin nýja kirkjudeild
göngu sína 1. janúar 1988. Þá sameinast
5,5 milljónir Lútherstrúarfólks undir einn
hatt og verður kirkjan þar með þriðja
stærsta kirkjudeild mótmælenda í
Bandaríkjunum.
CL482
„Vinátta okkar þróaðist í einlæga ást“
segir Joni Eareckson, og ljómar af ham-
ingju. Hún er hæfileikaríkur rithöfundur
(höfundur bókarinnar ,,JONP‘), mynd-
Joni ásamt tilvonandi eiginmanni sínum.
listarmaður, leikkona og stjómandi Joni
& Friends. Nú ætlar hún, 3. júlí næst-
komandi, að giftast Ken Tada, 35 ára
gömlum kennara og íþróttaþjálfara.
Hann þjálfar m.a. unglinga sem keppa á
Olympíuleikum fatlaðra. Eftir vígsluna í
Grace Community Church, munu þau
hjónakorn búa í sérhönnuðu heimili
Joniar í Woodland Hills í Californíu.
Joni, sem hefur vcrið lömuð í fimmtán ár,
óskar eftir fyrirbæn trúaðra. Hún sagði:
„Hjónaband er stórt skref fyrir hvem og
einn. En þegar maður er fatlaður, þá
bætast við ýmis vandamál og hindranir,
sem verður að yfirstiga. Við viljurn meina
að þessi vandamál styrki trúnaðartraust
og samvinnu með okkur. Við álítum að
þær séu til góðs fremur en hitt.“
CL582
Rúmanska leynilögreglan ryðst inn i
íbúðir þeirra, sem sakaðir eru um að
dreifa Biblium. Íbúarnir eru barðir og
persónulegir munir gerðir upptækir.
Minnir þetta á aðfarir nasista, meðan
þeir voru upp á sitt versta. Heimili Silviu
Ciota og Costel Georgescu i Búkarest var
rannsakað í fimrn og hálfan tíma. Átta
aðrir meðlimir Bræðrasafnaðarins voru
yfirheyrðir og eru undir stöðugu eftirliti.
Afbrotið: Biblíudreifing!
CL582
Sameinuðu Bibliufélögin hafa gefið út
nýjar tölur um Bibliuþýðingar í vcröld-
inni. I hcild er Biblían til á 277 tungu-
málum, Nýja tcstamenntið á 518 tungu-
málum og ritningarhlutar á 1,739
tungum.
CL582
Sama dag og byltingarleiðtoginn í
Eþíopíu hélt ræðu um trúfrelsi, voru fjórir
leiðtogar Mennoníta kirkjunnar hand-
teknir. Hingað til hafa a.m.k. 15 bygging-
ar í eigu lúthersku „Mekane Yesus“
kirkjunnar verið teknar eignarnámi.
Stjómvöld stefna augljóslega að því að
hindra blómlegt kristilegt starf í landinu.
CL582
Nýlega gaf forlagið „Oxford Press" út
uppsláttarrit um stöðu kristindómsins í
heiminum. „The World Christian
Encyclopedia" var skrifuð á 14 árum og
verkinu stýrði enskur kristniboði og rit-
höfundur David B. Barrett. Honum til
hjálpar voru 21 meðritstjórar og ráðgjaf-
ar, auk 500 aðila, sem veittu upplýsingar
um aðstæður víða um heim.
Margt forvitnilegt er að finna í verki
þessu. Um aldamótin síðustu töldust
aðeins 0,2% jarðarbúa trúlausir, eða guð-
leysingjar. Nú teljast 20% jarðarbúa í
þeim hópi. Þriðjungur jarðarbúa aðhyllist
kristna trú. Hvítasunnumenn eru fjöl-
mennastir mótmælenda. Þrátt fyrir
margskonar mótlæti hefur kristindómur-
inn náð lengra á þessari öld, en nokkru
sinni. Mikil aukning í Biblíuútgáfu og
þýðingum hefur orðið, kristilegar út-
- ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDA^