Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 3
Óbreytt almúgafólk steig fram fyrir skjöldu, gerði stórar játning- arog kvað upp þunga dóma. Það boðaði bráðan heimsendi og var í því efni að minnsta kosti hálfri öld á undan samtíð okkar, sem hugsar til sprengjunnar kvölds og morgna. Nú á hálfrar aldar afmæli AFTURELDINGAR, er aftur talað um kröpp kjör á íslandi. V íst er að margir búa við þrengri kost, en dæmi eru til um hin síð- ari ár, og von að úr rætist hið fyrsta. En þess má einnig minn- ast að fjöldi fólks ber mikið úr býtum og býr samt við kreppu, -sálarkreppu. Þjóðarlíkaminn ber ýmis sjúk- dómsmerki, sem benda til rangs verðmætamats og skakkrar lífs- stefnu of margra. Mörg þessi sjúkdómseinkenni kallast félags- leg vandamál, en heita á máli Biblíunnar synd. Erfiðleikar í efnahagsmálum og minnkandi fiskgengd eru vissulega vanda- mál, en syndin er mun alvarlegra þjóðfélagsmein. Marga óham- ingjuna má rekja beint til syndar og afleiðinga hennar. Hún sundrar heimilum og sviptir börnin öryggi og fótfestu. Hún tortímir fólki í blóma lifsins og fórnar því á altari lífsflóttans. Orð Biblíunnar sannast, þar sem segir að syndin sé þjóðanna böl. Aftur er heimsendir á dagskrá. Svo virðist sem valdamenn heimsins vinni jafnt og þétt að „endanlegum friði“, því vissu- Cuðni Einarsson er framkvæmdastjóri Fíladelfíu-Forlags og liefur gegnt því starfi frá því í febrúar 1978. lega verður friðsælt í eimyrju tortímingarinnar eftir hrunadans allra megatonnanna. Og nú eru það ekki aðeins „ofsatrúar- menn“ og „brennisteinspredik- arar“ sem tala um heimsendi. Þekktir vísindamenn, helstu forfeður og frændlið sprengju- gerðarmanna, safna undirskrift- um, fjölmennar friðarhreyfingar leggja land undir fót með spjöld og flögg í hendi. Það er hrópað eftir friði og framtíð, því engum blandast hugur um að mannkyn fetar tæpt á brún hengiflugsins. Heimsendaklukka banda- rískra vísindamanna á nú aðeins eftir um þrjár mínútur til mið- nættis, á þeirri klukku er ekkert til sem heitir „daginn eftir“, hún stoppará miðnætti. ,, Vökumaður hvað líður nótt- inni?“ Vökumaður svarar: „Morguninn kemur, og þó er nótt. Komið út með vatn á móti hinum þyrstu! og... fœrið Jlótta- mönnunum brauð Þessi tilvitnun úr Jesajabók var yfirskrift AFTURELDING- AR fyrstu árin.Eftir svartnættið og næturkuldann eldar aftur af degi, morguninn kemur. Þessa trú hefur AFTURELDING boð- að, það er bjart framundan, nýr himinn og ný jörð. Ný framtíð. Tilgangur blaðsins var og er að benda á leiðina inn í þessa fögru framtíð, að miðla fagnaðarerind- inu um Jesúm Krist, þrauð og vatn Lífsins, já ljós heimsins. Jesús Kristur kom til að leysa vanda mannsins. Jesús einn er fær um að fyrirgefa og afmá synd. Þeim, sem leita hans og lúta leið- sögn Biblíunnar, opnast leið til eilífrar framtíðar. Þeim gefst von, sem aldrei bregst. í fyrsta tölublaðinu var rit- stjórnarstefnan gefin. AFTUR- ELDING skyldi „flytja greinar andlegs efnis, smásögur og vitn- isburði, ásamt fréttum frá starf- inu á ýmsu stöðum á landinu og bréf frá vinum víðsvegar að“. Fyrsta blaðinu fylgdu og bænir um blessun lesendum til handa. Enn fylgja blessunarbænir AFTURELDINGU og ritstjórn- arstefnan er í stórum dráttum hin sama. Á þessu útgáfuári munum við aftur taka til við birtingu frétta af innlendum vettvangi og eru ábendingar um fréttnæma viðburði vel þegnar. Einnig munum við birta bréf frá vinum og lesendum blaðsins ef efni standa til. Ætlunin er að AFTURELDING komi fimm sinnum þetta ár og sex sinnum frá og með næsta árangi, ef Guð lofar. Það fer þó ihijög eftir undir- tektuin lesenda. Til að gefa lésehdum kost á að tjá sig um efni blaðsins og út- gáfutíðni, höfum við útbúið spurningalista, sem við biðjum ykkur vinsamlegast um að út- fylla og senda okkur. AFTURELDING verðureftir sem áður opin fyrir innlendu efni í anda blaðsins, þó verðum við að áskilja okkur rétt til að velja og hafna í mestu góðsemi. Fimmtíu ára afmælisins verð- ur sérstaklega minnst með end- urbirtingu valinna greina úr eldri blöðum, auk þess sem minnst verður nokkurra atriða úr sögu þess. Við, sem að AFTURELD- INGU stöndum, óskum öllum lesendum Guðs blessunar og biðjum Guð að blessa og hafa hönd um útgáfu blaðsins. Megi ljós heimsins, Jesús Kristur, lýsa vegferð okkarallra. gé.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.