Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 26
ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR
Forseti Kenya á hvíta-
sunnusamkomu
Danicl Arap Moi, forseti Kcnya, heim-
sótti nýverið samkomu hvítasunnu-
manna í Nairobi, höfuðborg landsins.
Mikill Ijöldi blaða- og sjónvarpsmanna
var viðstaddur athöfnina. Fyrstu sex
mánuði ársins 1983 tóku 85 manns nið-
urdýfingarskírn hjá söfnuðinum sem
stofnaður var af kanadískum hvítasunnu-
trúboðum. Á sama tíma bættust við 125
nýir meðlimir. Hvcrn sunnudag sækja
samkomur um 1000 manns. Nú eru uppi
ráðagerðir um að reisa nýja kirkju sem
rúmar3000 manns.
KS 1283
Stærsta tjald í heimi!
18. febrúar síðastliðinn var vígt í
Jóhannesarborg. S-Afríku, hcimsins
stærsta tjald. Hér er hvorki um að ræða
sirkus- né stórmarkaðstjald, heldur sam-
komutjald sem rúma á um 34 000 manns.
Maðurinn á bak við þessa tjaldherferð
ertrúboðinn Richard Uonnke. I l'yrstu var
hann „gerður út“ af þýskum hvítasunnu-
mönnum en nú starfrækir hann sína eig-
in trúboðsstöð í Suður-Afríku. Hann
hyggur á tjaldsamkomur um S-Afríku
þvera og cndilanga, og þaðan norður á
bóginn. Aðrir heimshlutar koma líka vel
til greina.
Ellefu nefndir starfa af miklum krafti
við undirbúning fyrstu herferðarinnar í
Jóhannesarborg, eða nánar tiltekið, í ná-
grenni blökkumannabyggðarinnar Sow-
eto. I samstarfsliði Bonnkes eru bæði
hvítir menn og svartir.
KS 1283
Helgispjöll í Gislaved
í Gislaved, Svíþjóð, hefur hópur fólks
sem kallar sig djöfladýrkendur valdið
miklum usla. Meðal annars máluðu þeir
hakakross á kirkju staðarins, töluna
666 á kirkjuveggi, og veltu um graf-
steinum.
Nú hafa hvítasunnumenn í Gislaved
snúist til sóknar og fengið til liðs við sig
kristið æskufólk frá öðrum samfélögum.
Fyrir tveim vikum síðan gengu þeir um
götur bæjarins með skilti sem á stóð „Jes-
ús lifir". Einnig var boðið upp á kaffi og
meðlæti á einum stað þar í bæ og vitnað
fyrir fólki. Árangur þessa varð sá að tiu
komust til lifandi trúará Jesú Krist.
KS284
Joni í Póllandi
Joni Eareckson Tada, þekktur kristinn
rithöfundur og trúboði, fór nýlega í viku
heimsókn til Póllands. Hún talaði fyrir
miklum fjölda fólks í Warszawa, Wro-
claw og Katowice, um tilgang Guðs með
þjáningu. Hún á þá von að samtök þau
sem hún veitir forstöðu, Joni og vinir,
verði einnig til hjálpar fötluðu fólki bak
við járntjaldið og i þriðjaheiminum.
KS1283
Joni Karecson 'l'ada
Aðeins 500 hvítasunnumenn í
Austurríki
Austurríki er eitt þeirra landa í Evrópu
þar sem tala hvítasunnumanna er lægst.
Talið er að aðeins fimm hundruð af átta
milljónum íbúa landsins séu hvítasunnu-
menn, en einnig að nokkur hundruð
manns frá hinum ýmsu samfélögum, fylgi
náðargjafahreyfingunni að málum. Aust-
urríki er umfram allt kaþólskt land og í
heild eru mótmælendur ekki nema um
6% íbúa landsins.
KSI283
10% aukning á einum degi
Hvítasunnusöfnuðinum í Skárstad, rétt
utan við Janköpping, óx heldur betur
ásmegin nú fyrir skömmu — og það á ein-
um degi. í einni samkomu tóku tuttugu
og íjórir unglingar niðurdýfingarskím og
þar eð söfnuðurinn taldi áður 250 með-
limi, telst aukningin nærri 10%.
KSI283
Nærri 9.000 nemendur í skól-
um AOG í Bandaríkjunum
í upphafi haustmisseris á síðasta ári
voru skráðir 8934 nemendur i skólum
Assemblies of God í Bandaríkjunum.
Stærsti skólinn er Evangel College í
Springficld með 1811 nemendur en stærsti
Biblíuskólinn er Central Bible College í
sömu borg með 908 nemendur.
☆
Þess má geta að það er einmitt við
Central Bible College sem Hafliði Krist-
insson, ungur Islendingur, stundar nú
nám. Síðastliðið vor gerði hann sér lítið
fyrir og varð efstur yfir allan skólann, en
það skólaár voru nemendur einnig um
900.
☆
6.000 manns frelsast í
Malawi
Undir lok síðasta árs voru haldnar stór-
ar samkomur í Malawi, Afríku. Eftir tvær
vikur höfðu 6.000 manns tekið afstöðu
með Kristi. í mörgum þorpum tóku allir
þorpsbúar á móti Kristi og árangur sam-
komanna fór fram úr björtustu vonum
þeirra er að þeim stóðu.
KSI283
ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTlP