Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 2
Á þessu ári minnumst við
fimmtíu ára afmælis tímaritsins
AFTURELDINGAR. Þegar
blaðið hóf göngu sína í desember
1934, var fremur drungalegt um-
horfs á mörgum sviðum og ís-
lendingar að undirbúa kreppu-
jól. Efnahagskreppan mikla var í
algleymingi, alþýða manna bjó
við atvinnuleysi og þröng kjör,
án áþreifanlegra fyrirheita um
bjartari tíma.
Þrátt fyrir efnalega mcgurð
lóru sterkir straumar um íslenskt
þjóðlíf. Stjórnmálalegar svipt-
ingargerðustsjaldan harðari en á
þessu skeiði, enda vöknuð ný
sjálfstæðisvitund með fólkinu og
draumaland öreigana ennþá
sveipað hulinshjúp ævintýra.
Menn tókust á um framtíðar-
skipan þjóðfélagsins.
Þegar því veraldlega sleppti
áttust menn við um hin trúar-
legu sannindi. Áhrif vísinda-
hyggju og trúar á manninn sjálf-
an skiptu löndum í trúmálaum-
ræðunni. Þau viðhorf voru á lofti
að Biblíuleg kristin trú væri í
.stórhættu vegna aukinnar þekk-
ingar. Margir fundu hjá sér þörf
til að bjarga því, sem bjargað
varð og aðlaga kirkjunnar kenn-
ing að nýjum viðhorfum. Syndin
varaflögð og manninum næstum
tyllt á hásæti Guðs. Svolítið á ská
við þessa voru þeir leikir og
lærðir, sem stunduðu kukl til að
„sanna“ að eitthvað væri nú
hinumegin, þrátt fyrir allt. í móti
skipuðu sér málsvarar Biblíu-
legrar hreintrúar, þeir fylktu sér
um sannindi Heilagrar ritningar
og höfnuðu öllum undirlægju-
hætti við drottnun mannsins.
Leikmannahreyfingar og frí-
kirkjur höfðu unnið sér fastan
sess í þjóðlífinu. Má þar nefna
KFUM og K, sem vann og vinn-
ur ótrúlega umfangsmikið starf
meðal bama og unglinga og var
bakhjarl heiðingjatrúboðs í fjar-
lægum álfum. í dag sér víða
ávöxt þessa starfs innan kirkju og
kristni íslands.
Aðventistar og Bræðrasöfnuð-
ur höfðu starfað hér um áratuga
skeið og staðið að miklu útgáfu-
starfi. Hjálpræðisherinn var
löngu orðinn ómissandi þáttur í
mannlífinu og vinsælt umljöll-
unarefni skrásetjara ýmiskonar.
Hvítasunnusöfnuðurinn var
yngstur í hettunni og nam land í
Vestmannaeyjum.
Þessir trúflokkar alþýðunnar,
voru veraldlega smáir en vöktu
því meiri athygli og umtal.