Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 29
0
„Afi minn,“ segir rithöfundur af
gyðingaættum, „var maður með
sérlega tilfinningaríkt og heitt
hjarta, en hann var mjög bráður.
Hann átti bróður, sem hann elskaði
mikið. Dag nokkurn urðu þeir
ósáttir og skildu reiðir. Þetta var á
föstudegi. Um kvöldið fór amma að
undirbúa allt undir hvíldardaginn.
„Jósef komdu,“ sagði hún, „það
er tími kominn til þess að kveikja á
sabbatslampanum."
En afi minn sagði ekki eitt ein-
asta orð. Með angur og sorg málað
í andlit sér, gekk hann þungum
skrefum fram og aftur um gólfið.
„Kæri Jósef,“ sagði kona hans
aftur, „Drottinn er búinn að
kveikja stjörnurnar, en sabbats-
lampinn okkar logar ekki.“
Án þess að svara nokkru orði,
tók afi minn staf sinn og flýtti sér
út um dyrnar. Að fáeinum augna-
blikum liðnum, vatt hann sér inn
um dyrnar aftur og gleðigeislar
stöfuðu frá augum hans.
„Nú er ég búinn, kæra Re-
bekka.“ Því næst bað hann bæn
sína og kveikti svo á sabbatslamp-
anum. Að þessu loknu sagði hann
okkur frá þeirri misklíð, sem orðið
hafði á milli þeirra bræðranna um
morguninn, og bætti svo við: „Mér
var ómögulegt að biðja né kveikja á
lampanum mínum, fyrr en ég hafði
sæzt við ísak bróður minn.“ „En
hvernig gastu verið svona fljótur
að ná til hans?“ spurði amma. „Jú“
svaraði hann. „ísak var jafn óróleg-
ur og ég. Hann gat ekki byrjað
helgina án þes fyrst að sættast við
mig. Við mættumst þannig á göt-
unni. Hann var á leiðinni til mín og
ég var á leiðinni til hans. Og þannig
féllum við hvor öðrum í arma, — og
grétum."
Vinur Aftureldingar sneri úr
norsku.
Afturelding 4. tbl. 1936, bls. 46
Les Biblíuna.
Meðan Benjamín Franklín var í
París, sem sendiherra Ameríku, var
hann stöðugt hæddur af því að
hann varði málstað Biblíunnar.
Hann langaði þá til að komast að
raun um, hvort þessir spottarar
hefðu lesið Biblíuna. Þess vegna
sagði hann einu menntafélagi frá
því, að hann hefði fundið ævisögu-
brot frá fornum tíma, sem honum
fyndist svo merkilegt og vildi gjarn-
an heyra álit félagins um það.
Á ákveðnum tíma las svo Frank-
lin fyrir þetta lærða fólk Rutarbók.
Hinir menntuðu herrar gátu
ekki til fulls lirósað fegurð liins
upplesna, og einn eftir annan bað
Franklin að láta prenta handritið.
„Það er prentað," svaraði
Franklín stuttlega, „það er þáttur
úr Biblíunni."
Afturelding3. tbl. 1937,bls.33
í jólablaði guðsafneitunarfélags-
ins að nafni II Telefono, sem var
gefið út á jóladag, árið 1908, í Mess-
ína á Sisilíu, var ritað um hina heil-
ögu fæðingu Jesú Krists á þessa
leið:
„Ó, þú litla bam, sem ert bæði
máttugur Guð og maður. Vegna
kærleika þíns, sem opinberaðist
okkur á krossinum, heyr þú bæn
okkar, og sendu okkur jarðskjálfta
í jólagjöf."
Þremur dögum eftir jól svaraði
Drottinn þeim og borgin Messína
varð gjöreyðilögð af jarðskjálfta og
200.000 manns biðu bana.
Afturelding 2. tbl. 1938, bls. 24
Ef þú einn dag lætur vera að
biðja, þá tekur Guð eftir því. — Og
næsta dag finnur þú það sjálfur. Og
þriðja daginn munu þeir, sem um-
gangast þig, taka eftir því.
Afturelding 3. tbl. 1939, bls. 36
Við eigum að mæla með Kristi
við mennina, eins og Kristur mælir
með okkur við Guð.
Afturelding3. tbl. 1942, bls. 42