Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 20
ára skeið og svo í Fíladelfíu um 22
ára skeið, þá hélt hann áfram um
stjórnvöl þessa blaðs allt til 12.
nóvember árið 1975, að hann var
kvaddur á Herrans fund. Að vinna
með Ásmundi, þegar hann dró sig til
baka árið 1970 og næstu 5 ár, að
vinna með honum sem ritstjóra, var
mjög lærdómsríkt. Það var segin
saga, ef erfiðleikar komu, þá var
alltaf farin ein leið, „vegur bænar-
innar“. Þá fengum við svo oft að sjá
að sú leið var haldgóð og brást ekki.
Ásmundur var mjög umtalsfróm-
ur maður og vildi ekki leggja öðrum
illt til. Hann var mjög háttvís í allri
umgengni og kurteis. Væri hann
beðinn ráða, þá var afstaða hans
skýr og ákveðin. Hik var aldrei á
honum í að leiða menn að Krossi
Jesú Krists. Hann var „sálnaveiðari"
af Guðs náð.Frábær Biblíulesari og
prédikanir hans lifa á vörum fólks,
mörgum árum eftir andlát hans.
Þrekvirki og elja sjást fyrir mannleg-
um augum í byggingu Fíladelfíu-
kirkjunnar, einni veglegustu kirkju
landsins. Allt það besta og vegleg-
asta hæfði kirkjunni og ekkert ann-
að. Sama hvort það voru harmon-
ikuhurðir, sæti kirkjunnar, orgelið
og svo litur á húsinu. Það hefir ver-
ið málað þriðja hvert ár tilveru sinn-
ar. Eitt sinn kom tillaga um að mála
það dökk-rautt. Það var húsateikn-
ari er lagði slíkt fram. Mér fannst
sem Ásmundur hafi fengið högg,
svo agndofa varð hann. Hann vildi
sólina í litum hússins og það varð
ofan á í það skiptið.
Ekki er hægt að skrifa svo um Ás-
mund ritstjóra að ekki sé getið Þór-
hildar konu hans, sem var prófarka-
lesari ár eftir ár. Svo vandvirk var
hún, að Garðar forstjóri í Borgar-
prenti Reykjavík, sagði við undir-
ritaðan að varla væri sú prentvilla
til, að Þórhildur fyndi hana ekki.
Með þakklæti og virðingu við
báða fyrrgreinda menn.
Einar J. Gíslason
INNLENDAR FRÉTTIR
Ný Samhjálparplata
Komin er út á vegum Samhjálpar
hljómplatan „Heyr þú minn söng.“
Hefur hún að geyma II lög og er
hljóðrituð í Studio Stemmu. Sigurð-
ur Rúnar Jónsson stjómaði upptöku
og sá um útsetningar. Auk þess leik-
ur hann á fjölda hljóðfæra. Allir text-
ar eru eftir Óla Ágústsson. Þeim sem
vildu eignast hljómplötuna er bent á
að snúa sér til Þríbúða, Félagsmið-
stöðvar Samhjálpar, Hverfisgötu 42.
Einnig er hjómplatan póstsend það-
an um allt land. Pöntunarsíminn er:
91-10477 og 91-11000.
Framgangur fyrir norðan
Frá Akureyri berast þær fréttir að
kirkjubygging norðanmanna gangi
vel. Lokið er við að steypa upp alla
veggi leikskólans og búið að reisa
hluta sjálfs safnaðarhússins. I sumar
er ráðgert að setja þak yfir þessa
áfanga, selja gamla safnaðarhúsið að
Lundargötu 12 og flytja inn í hluta
nýja safnaðarhússins (75—80 m2
húsnæði).
Vörður Traustason, forstöðumað-
ur Hvítasunnusafnaðarins á Akur-
eyri, segir starfið ganga vel. — Það er
framgangur og fólk frelsast. í vetur
komu þrír samfélagshópar saman í
heimahúsum og gaf það mjög góða
raun. Það sem af er árinu hafa tvær
stúlkur tekið niðurdýfingarskím.
Póllandssöfnun
Systrafélag Fíladelfíu hefur um
skeið unnið að því, í samvinnu við
Hjálparstofnun kirkjunnar, að út-
vega hjálpargögn til Póllands. í
endaðan nóvember voru send þang-
að á annað tonn af fatnaði, hreinlæt-
isvömm, mat- og skólavörum (stíla-
og reiknisbókum, blýöntum og
pennum). Nú stendur yfir pökkun á
annarri sendingu sem áætlað er að
fari utan í lok mars. Samhliða þessu
INNLENDAR FRÉTTIR
INNLENDAR FRÉTTIR
Hjálpargögn til Póllands.
hefur Systrafélagið haft með hönd-
um hjálparsendingar til Afríku.
Samkvæmt bréfum sem borist hafa
þaðan er mikill skortur á fatnaði.
Tekið er á móti heilum og hreinum
fatnaði í Fíladelfíu. Það sem aðallega
stendur starfinu fyrir þrifum er íjár-
skortur, því að sendingarkostnaður á
vörum milli íslands og Afríku er
mjög mikill. Þeim sem vildu leggja
eitthvað að mörkum við að vega á
móti þessum kostnaði er bent á
ávísanareikning 340 í Sparisjóðnum
Pundinu.
Góð sala Biblíunnar
Það hefur varla farið framhjá
neinum að í ágúst 1981 kom út á veg-
um Hins íslenska Biblíufélags, ný og
endurbætt útgáfa Biblíunnar. Sala
hennar hefur gengið vonum framar
og aðspurður sagði Ástráður Sigur-
steindórsson, starfsmaður H.Í.B. að
búið væri að prenta 40.000 eintök
Biblíunnar og Nýja testamentisins,
þ.m.t. Gídeon Nýja testamenti. Því
má bæta hér við að Biblían var gerð
að bók janúarmánuðar hjá Bóka-
klúbbi Almenna bókafélagsins og
seldust þá strax upp 5.000 eintök og
2.000 voru pöntuð til viðbótar.
INNLENDAR FRÉTTIR