Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 11
Grallarinn Fimm árum síðar (1594) gaf biskup út fyrstu íslensku messusöngsbókina, Graduale eða Grallarann, eins og hún var oftast nefnd af almenningi. Var út- gáfa Grallarans hin mesta nauðsyn vegna guðsþjónustuhaldsins, því að hann hafði ekki aðeins að geyma alla lagboða sálmabókarinnar, heldur einnig allan tíðasöng, bæði tón prests, og víxl- söng prests og safnaðar. Ekki vildi bisk- up að latínusöngurinn félli niður með öllu, heldur hélt honum á stórhátíðun- um og hélst latínan í Grallaranum fram til loka 17. aldar. Birtist Grallarinn lítt breyttur í 19 útgáfum, síðast 1779. Með útgáfu hans og sálmabókarinnar var helgisiðasmíð íslensku kirkjunnar full- sköpuð og hélst sú skipan að mestu leyti óbreytt fram á öndverða 19. öld, þegar aldamótasálmabókin (Leirgerður) kem- ur til sögunnar. Vísnabókin Eins og áður er vikið að, var tilgangur Guðbrands biskups með útgáfu sálma- bókarinnar að nokkruleytiisá,að vinna á móti þeirri grein veraldlegs kveðskapar, sem hann áleit siðspillandi og lítt til sálubóta. En þegar reynslan sýndi, að þetta vildi ekki takast, ákvað biskup að gefa út aðra bók, sem betur mætti vera til þess fallin. Þessi bók kom út árið 1612 og nefndist Vísnabókin. Var þar safnað saman gömlum kvæðum úr kaþólsku, oft löguðum að lútherskum trúarhug- myndum (þ.ám. birtist Lilja Eysteins þama í (ýrsta skipti prentuð), og einnig nýjum kveðskap frá tíma Guðbrands sjálfs. Sneri hann sér til skáldmæltra manna þess tíma og fékk þá til þess að yrkja vikivaka og rímur eftir ýmsum af bókum Biblíunnar. Vonaði biskup, að nú tækist að hnekkja valdi hins verald- lega kveðskapar. Var bókin alls um 400 stórar og þéttprentaðar blaðsiður, en allt kom fyrir ekki. Hún skipaði hvergi þann sess, sem biskup hafði gert sér vonir um. Var hún ekki endurprentuð fyrr en 136 árum síðar (1748) og þá nokkuð aukin nýrri kvæðum. Auk þeirra bóka sem hér á undan hafa verið nefndar, er talið að biskup hafi lát- ið prenta um hálfan níunda tug rita, stórra og smárra. En hér er þess ekki kostur að gera þeim ritum skil eða geta þeirra frekar. Eftirmáli Mönnum ber saman um, að Guð- brandur biskup Þorláksson hefði á kveldi ævi sinnar að mörgu leyti getað litið ánægður yfir farinn veg, svo góðan ávöxt, sem starfið hafði borið í mörgum greinum. Einkum hafði ástandið í trúar- og siðferðismálum mjög breyst til batn- aðar frá því sem áður var. Og þessa gætti ekki aðeins fyrir norðan, heldur einnig fyrir sunnan. En hitt er svo annað mál, hvort biskup hafi notið slíkrar ánægjustundar á kveldi ævi sinnar. Mörgum hafði hann verið erfiður ljár í þúfu, að ekki sé meira sagt, og átt oft í deilum og málaþrasi af ýmsum toga. Það, meðal annars, hefur eflaust byrgt honum sýn, þá er hann leit yfir liðna tíð. Sér einatt votta fyrir því í skrifum hans, að honum finnst árangurinn af starfinu ekki samsvara fyrirhöfninni, og framfar- anna ekki gæta sem skyldi. Bókaútgáfa Guðbrands biskups mun vafalaust halda nafni hans hæst á loft, því af henni hlaut hann mestan frama lífs og liðinn. Með henni var þó aðeins stefnt að einu marki, eflingu kristin- dómsins. Að þessu marki keppti hann óhvikull. Starfsemi hans olli ekki aðeins viðnámi á viðsjárverðum tímum, heldur má segja að allsendis sé óvíst, að við töl- uðum íslensku í dag, ef Biblían hefði ekki verið þýdd á íslensku, jafnsnemma og jafnvel og raun ber vitni. Því senni- lega hefur íslenskri tungu aldrei stafað meiri hætta af neinu erlendu valdsboði en þá. Ef íslendingum hefði verið þröngvað til að nota danska Biblíu, eða önnur dönsk guðræknirit, við upphaf prentaldar og siðbreytingar, eins og gerðist í Noregi, má nærri geta, hvílíkt mark danskan hefði sett á málfar kirkj- unnar, og þá um leið almennings. Svo mikil er þakkarskuldin, sem við eigum að gjalda fyrstu biblíuþýðendum okkar, jafnt hvað varðar tunguna sem trúna.22 Sagt hefur verið um Guðbrand bisk- up, að hann hafi í engu verið meðalmað- ur. Og víst er, að hann stakk víða niður fæti, oft svo um munaði. Er raunar vafa- samt, hvort ísland hafi nokkru sinni átt mann, sem í afkastasemi taki honum fram. Guðbrandur Þorláksson sat biskups- stólinn til dánardægurs, 20. júlí 1627, full 56 ár, og hefur enginn verið jafn lengi biskup á íslandi. 22) SjáS.J.Þ. bls. 15. Sigurður Ægisson Heimildir C.W.N.: Chr. Westergaard-Nielsen: Um þýðingu Guðbrandsbiblíu, Kirkjuritið 12 (nóv.-dcs.), Reykjavik 1946,(bls. 318-329). H.S.: Haraldur Sigurösson: Fjögurra alda af- mæli bókagerðar Guðbrands Þorlákssonar biskups 1575 — 1975, Árbók Landsbókasafns- ins, Nýr flokkur I. ár (1975), Reykjavik 1976, (bls. 40-53). J.G.: Jónas Gisiason: Dýrasta Biblía á Norð- urlöndum, Morgunblaðið 15. dcs. 1977. J.G.F.: Jón G. Friöjónsson: Hugleiðingar um Visnabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, Mímir (blað stúdenta í islenskum fræðunt), 7, árg. - 2. tbl. - sept. 1968, (bls.32—34). J.H.: Jón Helgason:Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup, in memoriam 1627—1927, Presta- fclagsritið 9 (1927), (bls. 1-19). J.Þ.: Jón Þórðarson: Arflcifð kynslóðanna. Nokkrir þættir íslenskrar bókmenntasögu fram til 1750, Reykjavík 1980. M.G.: Magnús Jónsson: Yfirgripsmesti kirkjuhöfðingi íslands í Lútherskum sið var Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup, Lcsbók Morgunblaðsins 16 (1941), (bls.427—433). M.M.L.: Magnús Már Lárusson: a) Ágrip af sögu íslensku Bibliunnar, (Úr Ferðasögu Ebenezcr Hendcrsons), Rcykjavík 1957, (bls. 391-437). M.M.L.: Magnús Már Lárusson: b) Formáli Guðbrandsbiblíu, Ijósprentaðrar í Rcykjavík 1956-57. M.M.L.: Magnús Már Lárusson: c) Fróð- lciksþættirogsögubrot, Reykjavík 1967. Ó.H.: Óskar Halldórsson: Bókmenntirá lær- dómsöld, Sögufclagið 1977. P.E.Ó.: Páll Eggert Ólason: a) Saga íslend- inga, Ijórða bindi. Sextánda öldin. Reykjavik 1944. P.E.Ó.: Páll Eggerl Ólason: b) U pptök sálma ogsálmalaga i lúthcrskum siðá íslandi. Reykja- vik 1924. S.E.: Stefán Einarsson: íslcnsk bókmennta- saga 974—1961, Reykjavík 1961. S.J.Þ.: SteingrimurJ. Þorsteinsson: Islenskar biblíuþýðingar, (Sérprentun úr IV. árg. Við- lorla), Rcykjavik 1950. S.t.s.L: Safn tilsögu Islands: Biskupa-annál- ar Jóns Egilssonar, 1. bindi, Kaupntannahöfn 1856. Þ.B.: Þorleifur Bjarnason: íslandssaga, 1. hefti. Reykjavik 1968.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.