Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 7
sér trausta höfunda, ber ekki allskostar
saman. Önnur heimildin segir, að Guð-
brandur hafi fæðst á Staðarbakka í Mið-
firði árið 1542, en hin, að hann sé
fæddur á Stað í Hrútafirði árið 1541.5
Ekki er getið fræðslu Guðbrands í
föðurgarði, að öðru leyti en því, að hann
nam fræðin snemma og sóttist honum
það greiðlega. En árið 1553 settist hann
í latínuskólann að Hólum og lauk þaðan
burtfararprófi 1559. Er það til marks um
þekkingu Guðbrands, að hann var þá
þegar, er hann útskrifaðist (eða einu ári
siðar), tekinn til kennara á Hólum. En
hann hefur ekki viljað nema staðar í
kennarastöðu, því ári síðar hélt hann
utan og hóf nám við Kaupmannahafnar-
háskóla og lauk því á íjórum árum, að
talið er. Auk guðfræðinnar, sem sat í
fyrirrúmi, lagði Guðbrandur stund á
stærðfræði og skyld vísindi. Er sagt, að
hann hafi átt bækur helstu stærðfræð-
inga, stjarnfræðinga, landfræðinga og
kprtagerðarmanna aldar sinnar og við
sumar þeirra gert athugasemdir með
eigin hendi. Mun hann á yngri árum hafa
gert uppdrátt af íslandi, hinn fyrsta, sem
fer nokkuð nærri lagi, og svo aðra upp-
drætti af öðrum stöðum síðar á ævi
sinni.
Eftir heimkomuna gerðist Guðbrand-
ur rektor Skálholtsskóla um þriggja ára
skeið. Er fátt til frásagna um hann þar,
en þó mun hann hafa tekið þar prest-
vígslu (1566) hvort sem er af því, að
hann hefur þá átt í vændum prestakall
það, sem hann fékk skömmu síðar, eða
þá að hann hefur í bili tekið að sér
kirkjuprestsþjónustu að beiðni Gísla
biskups Jónssonar. En að þessum þrem
árum liðnum (1567) gerðist hann prest-
ur á Breiðabólstað, að séra Jóni Matthí-
assyni gengnum, eins og áður er getið.
Ekki átti Guðbrandur þar langa setu, en
ávöxtur veru hans hefur verið meiri en
búast mætti við í fljótu bragði, því að
þar komst hann fyrst í kynni við hið
gamla prentverk, sem Jón biskup Arason
hafði haft til landsins. Eftir eins árs dvöl
þar fór Guðbrandur enn utan (1568) en
varð því næst um eitt ár rektor að Hól-
um, haustið 1569. En að því loknu
(1570) var hann kvaddur til biskups á
Hólum, þá aðeins 28 ára að aldri. Fór
Guðbrandur utan, og hlaut vígslu 8.
apríl 1571.
Heimkoman
Mikið verk og vandasamt beið Guð-
brands biskups er hann settist að stóli.
Siðbreytingin var nýlega í garð gengin
og menn því almennt kaþólskir í huga,
svo að nú reið á að ryðja hinni evangel-
ísku kenningu braut að huga þjóðarinn-
ar. Guðbrandur lét vandann ekki á sig fá,
heldur tók þegar til starfa af miklum
móð, sem gerði það í upphafi lýðum
ljóst, að biskupaskiptin voru hér meira
en mannaskipti. Honum var það ljóst í
upphafi, að til þess að takast mætti að
festa hina nýju trúarskoðun í meðvitund
manna, þyrfti að veita bæði kennimönn-
um og alþýðu næga fræðslu um hin
helgu sannindi trúarinnar, eftir evangel-
ískri kenningu. Fáfræðin var, með
öðrum orðum, erfiðasti þröskuldurinn.
Og til þess að sigra mætti þann hjalla
þurfti að koma til nægur og hollur bóka-
kostur.
Þegar Guðbrandur kom til brauðs að
Breiðabólstað árið 1567, virðist sonur
séra Jóns, nefndur Jón prentari, orðinn
eigandi prentsmiðjunnar. Ekki er vitað
hvað þeim Jóni og Guðbrandi fór á milli,
þegar hinn síðamefndi var orðinn
biskup, en ekki leið á löngu uns prent-
smiðjan og Jón voru komin til Hóla og
undirbúningur hafinn að bókaútgáfu.
Hugsanlega hafa þeir átt prentsmiðjuna
í félagi fyrstu árin, og væri þá ekki Ijarri
lagi að ætla, að Jón hafi átt gögn hins
gamla prentverks, en biskup lagt til fé til
kaupa á nýjum búnaði, pressu og
letrum, sem vitað er að hann útvegaði.6
Ekki vita menn fyrir víst hvaða bók
það var, sem biskup gaf fyrst út, en al-
mennt er talið, að það hafi verið Lífsins
vegur, eftir Niels Hemmingsen, sem ver-
ið hafði einn af lærifeðrum Guðbrands í
Kaupmannahöfn. Bókina þýddi biskup
sjálfur og kom hún út 1575—76.
Árið 1578 kom út Lögbók Islendinga
(venjulega nefnd Jónsbók), en ekki átti
biskup þó beinan þátt í útgáfu hennar.
Næstu árin voru prentaðar nokkrar
guðsorðabækur, þeirra á rneðal tvær af
bókum Gamla testamentisins, Orðskvið-
imir og Síraksbók, i þýðingu Gissurar
biskups Einarssonar í Skálholti (1580).
Eftir það verður þriggja ára hlé.
Nýjatestamentisþýðing Odds
Gottskálkssonar
Eins og áður er getið, hafði Oddur
Gottskálksson þýtt Nýja testaméntið og
fengið það prentað í Hróarskeldu á Sjá-
landi um veturinn 1539—40, nokkru
fyrir fæðingu Guðbrands. Sagan segir,
að Oddur hafi unnið að þýðingunni7 úti
í fjósi í Skálholti (til að verða ekki á vegi
biskups, og til að halda á sér hita). Á
hann að hafa komist svo að orði eitt
sinn, að undarleg væri ráðstöfun Guðs.
Guðssonur hefði ekki fengið annað rúm
að leggjast í, þegar hann fæddist í þenn-
an heim, en jötu, og nú yrði hann sjálfur
að hýrast í fjósi, er hann tæki sér fyrir
hendur að segja frá fæðingu Guðssonar
og þýða guðspjöllin um hann.
Eru menn almennt sammála um. að
nýjatestamentisþýðing Odds skipi hon-
um á öndvegisbekk íslenskra bók-
mennta og gildi hennar fyrir biblíu-
mál komandi alda verði seint ofmetið.8
En þótt þýðing Odds sé almennt talin
ein af vörðum íslenskrar bókmennta-
sögu, þá greinir menn síst á um, að
gersemi íslenskrar bókagerðar og um
leið mesta bókmenntaafrek þjóðarinnar
hafi verið sú prentun heilagrar ritningar,
6) Sjá nánar H.S. bls. 45. Mcnn lelja ýmist, að Jón hafi átt prent-
verkið, eða Guðbrandur biskup. Misskilningurinn gæti legið í pví, að i
bréfi til vinar síns og fyrrum kennara, Páls Madsens Sjálandsbiskups,
1573, skrifar Guðbrandur, að hann habeo prentsmiðju. En nú getur
habeo þýtt hvorttveggja að eiga og að hafa, svo að ekki er gott úr að
skera. Þeim, sem fylgja síðari merkingunni, þykir líklegt, að Guð-
brandur myndi hafa kveðið fastar að orði, tcldi hann sig eiga prent-
smiðjuna.
7) Raunar mun Oddur aðeins hafa þýtt Matteusarguðspjall þar. Á
einum stað segir m.a.: „llann tók sér það fyrir hendur að leggja út
Matteus guðspjöll... og ivo endaði hann enmngelio Matthei. likki er
getið þar um, að hann legði þar útfleira á þeitn vetri.fyr en hann var i
burttt og kom i búskap ..(S.t.s.í. bls. 77; sjá einnig M.M.L. a) bls.
402).
8) Tryggvi Þórhallsson taldi, að í síðustu biblíuþýðingu okkar (1912)
stæði enn tiltölulega meira af þýðingu Odds, en af þýðingu Lúthers i
síðustu útgáfum þýskum. Mér vitanlega hefur ekki verið gerður sam-
anburður, i rituðu máli, á nýjustu útgáfu okkar (1981) og þýðingu
Odds. (Sjá nánar S.J.Þ. bls. 13, og S.E. bls. 213).