Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 15
boðsskrifstofu,sem hefur á að skipa tæknimenntuðu fólki og kunnáttu- mönnum. Þegar skipt er við kapal- stöðvarnar og ríkisreknu sjónvarps- stöðvamar um dreifmgu cfnis þá vilja forráðamenn þeirra eiga við fag- menn, sem þekkja tækniatriði og hugtök sem notuð eru. „Alpha Omega“ verður eins kon- ar málsvari hinna landsbundnu aðila úr hverju þjóðlandi, sem vilja koma á framfæri sjónvarpsefni, hvort held- ur er um gervihnött eða kapalkerfi. Við mælum með því að innan hvers lands sé myndaðar samstarfsnefndir, fremur ,austengd samtök heldur en fastmótuð félög. Þjóðverjamir kusu að stofna formlegt félag, en í Eng- landi er samstarfsnefnd, og slík nefnd getur komið mörgu góðu til leiðar. Kirkjudeildirnar mega samt gæta þess að fórna ekki sérkennum sín- um. Sá sem er hvítasunnumaður á að vera það og halda sinni ímynd, og það ættu einnig aðrir söfnuðir að gera. Við hvetjum sem sagt menn til samstarfs innan þjóðlandanna, þó að þeir sameinist um tækjabúnaðinn og dreifingarkerfið til að koma fagnað- arerindinu á framfæri. Við leggjum áhersiu á að i sjónvarpinu sé fagnað- arerindið boðað, en sérkenningar hverrrar kirkjudeildar lagðar til hlið- ar. Evrópumönnum finnst svolítið erfitt að skilja þetta, þeir eru svo vanir skiptingum og landamærum, en þetta hel'ur þó gerst í Þýskalandi og Englandi. Við hvetjum hverja þjóð til að leysa þetta mál innan sinna landamæra, því aðstæður eru svo mismunandi. Á Ítalíu og í Frakklandi standa Hvítasunnumenn einir að sjónvarps- starfinu. Við vitum ekki hvernig verður með samstarf við aðrar kirkj- ur í þessum löndum. Það er athyglisvert að Hvíta- sunnumenn hafa verið í fararbroddi við nýtingu þessa fjölmiðils, sjón- varpsins. Sé litið vestur um haf sést að stærstu sjónvarpsfélögin, svo sem CBN, PTL, rás 40 í Los Angeles, rás 22 í Florida, rás 38 í Chicago, hafa öll verið stofnuð fyrir forgöngu Hvítasunnumanna. Þetta hefur og átt við um þróunina í Evrópu. Hinar kirkjurnar koma í kjölfarið og við þörfnumst hjálpar þeirra og sam- starfs við þær. í Kanada starfa með okkur prestar úr kaþólsku kirkjunni, anglíkanakirkjunni, ennonítar og úr fleiri kirkjum. I þessu er leyndar- dómur fólginn, fólk úr þessum kirkjudeildum horfir einnig á send- ingar okkar og óski það eftir ráðgjöf, eðasamtali,þá vill það helst tala við þjónandi mann úr þess eigin kirkju- deild. Hvítasunnuhreyfingar Norður- landanna hafa sameinast í sjón- varpsfélaginu TV INTER, sem nú þegar hefur fest kaup á fullkomnum upptökubíl. Hver þróunin verður í Evrópu vitum við ekki i smáatrið- um. Það hafa allir eitthvað gott til málanna að leggja og við skulum nota það góða. En við stígum bara eitt skref í einu. Myndirog tcxti: Guöni Kinarsson

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.