Good-Templar - 01.01.1897, Qupperneq 7

Good-Templar - 01.01.1897, Qupperneq 7
3 potturinn kostaði ekki nema 1 mark og hálfpelinn ekki nema túskilding, svo að allir, sem vildu, höfðu efni á að drekka sig fulla, að minnsta kosti einu sinni á dag, og þeir voru margir sem vildu; þegar menn reiddu brenni- vínið í kútum og ankerum heim til sín úr kaupstaðnum eins og hverja aðra nauðsynjavöru; þegar það var al- mennt, að efnaðir bændur, að minnsta kosti við sjó, kom- ust eigi af með minna en nokkrar tunnur af brennivíni til ársins; þegar áflog og ryskingar, barsmíð og blóðsút- helling var dagleg »skemmtun fyrir fólkið« í kaup- stöðunum, o. s. frv.; þessir tímar eru að visu horfnir, en engu að síður fer því þó mjög fjarri, að allur drykkju- skapur sé horíinn hér á landi; hann er meira að segja svo vel lifandi og vakandi enn; að ef bindindishreifingin dofnaði eða dæi út, og lög þau, sem veita honum nokk- urt aðhald, væru úr gildi felld, þá mundi hann verða fljótur að lifna við aptur, og þrífast eins vel og hann hefir nokkurn tíma áður gjört. Drykkjuskapurinn er meira að segja enn svo magnaður, að Good-Templarastúkurnar og bindindisfélögin geta jafnvel eigi varið sína eigin með- limi fyrir honum. Drykkjuskapurinn er ekki horfinn, því fer fjarri, og hann er jafnvel engu minni nú en fyrir 10 árum; hann er til, en það ber minna á honum; það er drukkið jafn- mikið en á annan hátt. Áður drukku menn opinberlega hvar sem þeir voru staddir, bæði i sölubúðunum og fyr- ir utan þær, en nú drekka menn í pukri, í einhverju skúmaskoti, á húsabaki eða undir einhverju aídrepi; áð- ur sáust menn almennt drukknir á almannafæri, og þótti ekkert tiltölumál; nú eru þeir fáir, sem láta sjá sig op- inberlega drukkna, enda þykir það nú hin mesta ósvinna; áður gengu menn með pitluna allsbera í hendinni, og sá þeim enginn bregða, nú er hún vanalega höfð í einhverju hylki, poka eða tösku og látið sem minnst bera á henni; áður hældust menn um og þóttust því ineiri menn, þess meira sem þeir drukku, nú þykjast allir vera hinir mestu reglumenn, jafnvel þó þeir séu fullir í hverri viku. Allir hættir! Það er öðru nær. Ef vér gætum að skýrslunum um aðfluttar vörur, sem út koma öðru hvoru

x

Good-Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.