Good-Templar - 01.01.1897, Page 13

Good-Templar - 01.01.1897, Page 13
9 mat. Hún fór að gráta og sagði að engin matarögn væri til á heimilinu. Eg skipaði henni með harðri hendi að snáfa út og útvega eitthvað að borða. Hún leit til mín mjög raunalega og tárin runnu niður eptir hinum fölu kinnum hennar. í sömu svipan vaknaði drengurinn í vöggunni og fór að hljóða af hungri; spratt þá móðirin upp í örvæntingu eins og hún væri stungin af nöðru«. »Það er enginn matarbiti til, Jakob, og hefir ekki verið til í nokkra daga. Eg á ekkert til handa litla drengnum okkar. Þú, sem einu sinni varst svo vænn og góður, ætlarðu að láta barnið okkar svelta ? »Hinn raunalegi, biðjandi svipur, tárvotu augun og hinir veiku kveinstafir barnsins gjörðu mig hamslausan, svo að eg — já, eg sjálfur — rak henni rokna högg í andlitið, svo að hún fjeil áfram yfir eldstæðið. Allar nornir helvítis hömuðust í brjósti mér, og það því grimm- legar, sem eg fann það vel, að eg hafði gjört rangt. Aldrei hafði eg lagt hendur á Maríu áður, en nú var eg hrifinn af einhverjum illum vættum og knúður áfram. Eg laut niður, svo langt sem eg gat, eins drukkinn og eg var, og tók með báðum höndum í hárið á henni«. »Vægðu mér, Jakob«! sagði konan min, og leit fram- an í mig, ekki frýnilegri en eg var. »Eg vona að þú farir ekki að misþyrma okkur; að minnsta kosti ekki honum Villa litla«, og liún skautst að vöggunni og tók drenginn í fang sér. Eg tók nú aptur í hárið á henni og dró hana fram að dyrunum; þegar eg opnaði dyrnar, kom á móti mér ískaldur vindgustur og snjógusa. Eg öskraði eins og vitstola maður, dró konuna framáþrösk- uldinn og hratt henni út í myrkrið og storminn. Að því búnu rak eg upp skellihlátur, skellti aptur hurðinni og skaut fyrir lokunni. Biðjandi kveinstafir konunnar blönd- uðust nú saman við þytinn í storminum og grát ungbarns- ins. — Þó var ekki allt búið enn«. »Eg sneri mér nú að litla rúminu, þar sem eldri sonur minn lá sofandi og reif hann upp úr fasta svefni. Hann reyndi að spyrna á móti í svefnrofunum, en það kom fyrir ekki. Eg opnaði dyrnar og snaraði honumút. Drengurinn varð dauðhræddur, nefndi mig því nafni, sem

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.