Good-Templar - 01.01.1897, Page 15

Good-Templar - 01.01.1897, Page 15
11 í annað sinn hneigði öldungurinn niður höfuðið og grét; faðir minn hafði ekka eins og barn. Með lágri og titrandi rödd hélt gamli maðurinn áfram sögunni. »Eg var tekinn fastur og varð vitskertur í nokkra mánuði. Loksins fékk eg þó vitið aptur; eg var dæmd- ur i 10 ára fangelsi; en engar ytri pintingar gátu kom- izt í nokkurn samjöfnuð við þær kvalir, sem eg bar í brjósti. Guð veit það, að eg er enginn nýungasmiður. enginn sérvitringur. Eg vil engum manni mein gjöra. En á meðan eg fæ að lifa, vil eg lifa til þess, að vara aðra við þeim vegi, sem hefir verið svo dimmur og ægi- legur f'yrir mig. Mig langar svo innilega til þess að fá að sjá aptur konuna mina og börnin mín hinu megin við þennan táradal. Gamli maðurinn settist niður og það var eins og eitt- livert töfra-afi hefði gripið allan söfnuðinn. Það varð svo kyrt og hljótt í kirkjunui, að það mátti heyra hjörtun slá og tárin falla niður. Gamli maðurinn skoraði nú á söfn- uðinn að skrifa undir bindindisheitið. Faðir minn spratt upp og kippti að sér skuldbindingarskjalinu. Eg elti hann fram að borðinu og meðan hann beið við litla stund með pennann f blekbyttunni, sá eg að tár féll af auga gamla mannsins á blaðið. »Skrifið þér undir, ungi maður!« sagði hann, »skrifið þér undir! Englarnir mundu vera fúsir til að skrifa und- ir. Tíu þúsund sinnum skyldi eg skrifa þarna nafnið mitt með blóði, ef það gæti orðið til þess að gefa mér aptur ástvini mína, sem eg hefi missU. Faðir minn skrifaði nafnið sitt: »Mortimer Hudson«. Gamli maðurinn leit á nafnið; þerrði tárin af augum sér og leit aptur á það. Hann skipti litum hvað eptir ann- að, og var ýmist blóc'rjóður eða náfölur. »Þetta er einmitt«, — sagði hann 1 hálfum hljóðum við sjálfan sig, — »nei, það getur þó varla verið, en það hittist þó undarlega á. Fyrirgefið, herra minn, en þetta er einmitt nafnið á drengnurn mínum«. Faðir minn lypti skjálfandi upp vinstri handieggnum; hann vantaði hendina. Þeir iitu hvor á annan tárvotum augum.

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.