Good-Templar - 01.01.1900, Síða 7

Good-Templar - 01.01.1900, Síða 7
s 1872 var fyrst lagður tollur á áfenga drykki hér á landi 26. Febr.). Þá trúlofuðust þau Bakkus og Fjárhirzla landsins; 1899 á alþingi giftust þau og urðu hjón. Vínsölulögin nýju voru heimanmundurinn, sem Bakkus gaf brúðurinni. í’au eru fasteign, sem hún fær árlegar tekjur af meðan sambúðin varir. Það sjá allir, að hjónaskilnaður er munum örðugri fyrir bragðið. — Það var hraparlegt, að nokkrir templarar skyldu vera svara- menn brúðhjónanna! Hvernig skyldi Allsherjar-templar br. Malins lítast á slika starfsemi reglubræðra? Þeir sem vita, hvað hann hefir starf'- að og ritað gegn Gautaborgar-fyrirkomulaginu tvö síða,stiiðin ár, geta farið nærri um svarið. Og nú heflr umdæmis-stúkan tekið rögg á sig og heitir verðlaunum — heilurn tíu kr! — fyrir að koma upp brotum gegn vínverzlunarlögunum. Ég sat nýlega inni hjá kunningja minum, kaupmanni hér í bænum, sem liefir leyst vínsöluleyfi. „Skrambi eiuð þið smátækir með verðlaunin, templararnir,“ sagði hanri við mig; „óg er að hugsa um að fara fram á það við aðra þá kaup- menn hér, sem eins og ég hafa leyst vínsöluleyfl, að þeir bjóði tvöföld verðlaun fyrir þetta sama — í viðbót við ykkar boð." Væri það ekki skrýtið, ef vínsölu-kaupmennirnir og teiupl- ararnir slœgju sér saman um að veita verðlaun fyrir sama verk af tilefni því sem nýju lögin gefa? ■— Það er eins og það bendi á, að nýju lögin sóu sérstaklega gefin til hagsmuna fyrir vínsalana! Áður en nýju lögin um háa gjaidið fyrir vínsöluleyfi komu út, var engum kaupmanni sérlega ant um, að selja mikið af áfengi fremur en öðrum vörum. Ágóðinn var ekki meiri af þeim, en af öðrurn vörum alment, jafnvel einatt heldur minni. Nýju lögin valda því, að hverjum kaupmanni, sem leyfi hefir ioyst, hh'jtur að verða það hagnaðar-miú, og því áliuga-mál, að selja nú sem allra-mest áfengi. Gjaldið er svo tilfinnanlega hátt, að það borgar sig' þvi að eins að leysa leyíið, að salan verði mikil. Pví meiri sem hún verður, því hetur borgar það sig! Því er það, að ein stærsta verzlunin hér i bæ selur

x

Good-Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.