Good-Templar - 01.08.1901, Blaðsíða 3
91
komast á æðra stig hjá kristnum mönnum, eins og allarmeð-
skapaðar, ósjálfráðar hvatir, er stefna í áttina til hins góða.
Þær eiga að komast undir áhrif endurfæddrar og siðferði-
lega aukinnar skynsemi og uppalast, temjast og styrkjast
af endurfæddum guðinnblásnum vilja. Kristnir menn eiga
að elska ættjörð sina og þjóð á enn fullkomnari hátt en nokkur
heiðin þjóð hefir gjört. Þeir eiga að elska þjóð og iand, eigi
að eins vegna þess, að þar er þeim ijúfast að vera, þar njóta
þeir gæða lífsins i fylsta mæli, heldur og vegna þess, að þeir
vita, að þar eru þeir af Guði settir, þar hefir sjálfur Drottinn
gefið þeim átthagana, þar eiga þeir að vinna verk sitt fyrir
hans altsjáanda augliti. — Og svo er annað, sem gjörir oss
þetta enn ljósara. Vér vitum að vór öll erum börn hins himn-
eska föður og að hann elskar oss öll. Fyrir opinberun Guðs
vitum vér það, að mannssálin er ódauðleg og eilíf, runnin frá
kærleikans föður, honum sem olskar alla menn. í Guðs aug-
um er hver einasta mannssál dýrmæt og hann vill ekki að
nokkurt mannslíf glatist eða fari forgörðum. Þar sem kærleiki
föðursins á himnum kemst inn í mannshjörtun og nær að
bræða klakaskorpu sjálfselskunnar utan af þeim, þar valmar ó-
sjálfrátt eiska til mannanna, elska til náungans, og þá fyrst
og fremst til sinnar eigin þjóðar manna. Menn fara þá að
finna til þess, að þeir vei'ða að gæta annars í baráttu lifsins en
eigin hagsmuna og unaðssemda; bróðurkærleikinn færist út;
menn fara að hugsa um hagsmuni annara, einkum þeirra, er
:ið einhverju leyti ætla að dragast aftur úr eða troðast undir
í hinum. mikla kappleik lífsins.
Kæru tilheyrendur! Þér kannist allir við spámenn Drott-
ins, þá er störfuðu meðal hinnar útvöldu þjóðar á dögum hins
gamla sáttmála. Ef nokkrir menn á jörðinni hafa verið inn-
blásnir af Guði, þá voru það þessir einkenniiegu og djarfmæltu
vottar sannleikans. Af hinum upplesnu orðum fáið þér sóð,
hve ljósa meðvitund einn þeirra, Jeremías spámaður, liefir um
það rúmum 600 árum fyrir Krists fæðingu, að oss beri að
olska þjóð vora. Ungur var hann kallaður til spáinanns af
Drotni og honum falið að bora vitni hinum guðlega sannleika
°g birta þjóð sinni fyirætlanir Drottins á einhverjum hinum
mestu hörmungatímum, er yfli; þá þjóð hafa gengið. Hann
íann að það var erfitt starf, og hjarta hans kveinkaði sér við