Good-Templar - 01.08.1901, Qupperneq 12
100
Kæru félagsbræður og syatur! Iíöldum þá áfram vongóð
í Drottins nafni. Þreytumst ekki, þótt árangurinn sýnist lítill
og uppskevan rýr; setjum það eigi fyrir oss, þótt vér bökum
oss óvild manna með starfl voru í þarfir bindindismálsins.
Látum meðvitundina um það, að vér vinnum í þjónustu hins
góða, vera oss nóg laun. Friður hjartans og góð samvizka
— það verða jafnan laun þess, sem vinnur í þarfir réttlætis-
ins og sannleikans. Öll starfsomi i anda kærleikans hefir bless-
andi og betrandi áhrif á vort eigið líf.
Almáttugi guð, vert þú í verki með oss og leiðbein oss
með þínum anda, svo að allar gjörðir vorar stjórnist af hugar-
fari kærleikans ; þá verður starf vort ættjörð vorri til blessunar.
„Án máttar þíns vér munum verða í neyð;
af miskunn þinni sálir vorar leið.“
Amen.
Hófdrykkja og bindindi,
Lífsábyrgðarstofnunin „ The Uinted Kingdom Temperance
and Provident Institutionu í Lundúnum hefir í B5 ár (frá 1866
til 1900) haldið hófdrykkjumönnum og bindindismönnum ná-
kvæmlega aðskildum. Eftir þessa 35 ára reynslu gefur það
nú eftirfylgjandi upplýsingar.
Moðal hófdrykkjumanna voru á þessu tímabili áætluð
11,293 dauðsföli, en þau urðu 10,850, þ. e. 443 færri en áætlað var.
Meðal bindindismanna voru áætluð 8,442 dauðsföll á tíma-
bilinu; en þau urðu að eins 6,028, þ. e. 2,414 færri en áætlað var.
Meðal hófdrykkjumanna urðu því dauðsföliin hér um bil
39/10 % færri heldur en stofnunin hafði áætlað; en meðal bind-
indismanna urðu þau c. 285/8 °/0 færri.
Hvað segja hófdrykkjumennirnir um þessar tölur? Vilja
þeir enn lialda því fram, að það sé hoit að neyta áfengis í
hófi, sem kallað er?
lúfsábyrgðar-upphæðir þær, sem stofnunin hafði áætlað að
hún þyrfti aÖ borga við dauða hófdrykkjumannanna, námu
samtals 2,573,632 sterlingspundum, en þær urðu 2,463,362
pund. Græddi því stofnunin á hófdrykkjumönnunum 110,270
pund. En við dauða bindindismanna hafði stofnunin búist
Yið að þurfa að borga 1,996,889 pund, en útborganirnar námu