Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 4

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 4
4 MUNINN „Ég vil gera karlmennina GENTLAÐRI,“ segir Guðný Margrét Sveinsdóttir, dimittenda Við komum að máli við yngstu verðandi stúdínuna, fröken Guðnýju Margréti Sveinsdóttur, unga blómarós, engilsaklausa, að eigin sögn, og báðum hana að segja okk- ur eitthvað um sína fortíð og framtíð. Hvað ertu gömnl? Ég er 16 ára, segir hún með sólskrækju- rödd sinni. Þú nœrð þá i stúdentshúfuna áður en þú kemst á refilstigu giftingaraldursins, segjurn vér fullir lotningar yfir hinum ameríska liraða í námsháttum ungfrúarinnar. Ég mun aldrei koma inn á þá stigu, segir Guðný, því að ég ætla aldrei að giftast. Karlmennirnir eru ekki annað en smávegis krydd í lífi okkar kvennanna. Af hvaða landshorni kemur þú? Frá Miðhúsaseli í Fellum, afar rómantísk- um stað, rétt hjá Rauðalæk. Er það ekki eins konar Nýhöfn? Nei, nei, nei, nei, að minnsta kosti hef ég aldrei komizt út á lífið þar fyrir alvöru, spyrjið bara fólkið í sveitinni heima. Eftir útlitinu að dœma muntu vera kynstór? Já, já, mikil ósköp, komin í beinan karl- legg af Agli Skallagrímssyni. Hvernig lizt þér á skólabrœðurna? Mér finnst þeir viðbjóðslega leiðinlegir, nema Fribbi, sem er nokkuð góður svona af strák að vera (og það má hann þakka ömmu sinni). Hvaða umbœtur vildir þú gera á þeim? Ég vil gera þá „gentlaðri", einkanlega finnst mér hvimleið þessi vífni þeirra og búkklípur. Svona, svona, þér er ekki svo leitt, sem þú lcetur. Þá er það framtiðin, hver eru helztu áhugamál þin? Maðurinn. Likamlega eða andlega? Ætli það verði ekki að fylgjast að, annars er kjörorð mitt: Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi. Þú ferð þá i sálfrœðina? Já, í dag ætla ég Jrað nú, en guð, ég er svo breytileg að ég get alveg eins ákveðið eitt- hvað annað á morgun. „En, ó, guð, ég er að verða of sein,“ hrópar Guðný, og svífur tindilfætt á dyr. Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri. Lára og Edda.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.