Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 6

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 6
6 MUNINN „ÞÉR KONUR \/fIKIL er sú ábyrgð, sem ykkur stúlkum er iT'1' lögð á lierðar, ykkur, fagra kyninu. Sumar ykkar eruð svo fallegar, að hreinasta augnayndi er á að horfa, en því miður eiga aðrar ykkar ekkert skylt við lýsingarorðið falleg, og óhjákvæmilegt er að nota um all- margar ykk'ar all-sterk andstæð lýsingarorð. Þið kunnið þá að segja, að við þessu sé ekk- ert að gera: Þið séuð með þessum ósköpum fæddar. En það er mikill misskilningur og hreint ekki réttlátt að skrifa fegurðarvöntun ykkar eingöngu á reikning skaparans. Mikið af henni er hægt að skrifa á sjálfra ykkar reikning. Þið ykkar, sem hafið við ein- hverja sérstaka vaxtargalla að stríða, eruð of langar, of breiðar eða of stuttar, getið oft breytt rniklu til batnaðar um útlit ykkar, með réttu litavali, hárgreiðslu, o. fl., í stað þess að falla í sorg yfir því, að þið séuð ekki nógu fallegar. Sú raun er á, að allar konur eru, að meira eða minna leyti, fallegar. List- in er aðeins að leggja áherzlu á hina réttu eiginleika og gera sem mest úr beztu kostum ykkar. Að sjálfsögðu þarf til þess mikla smekkvísi, og meðalvegur smekkvísinnar er mjór og hliðið þröngt, enda vill fara svo, að ykkur verði sorglega liált á honum. T. a. m. er ekkert ánægjulegt að sjá stúlku í gulum, hælalausum skóm, í blárri kápu, á gangi í for og aur eða að sjá ykkur ganga á hælahá- um skónr með svip eins og þið gengjuð ber- fættar í gaddavírsflækju. Eitt þeirra víta, sem ykkur ber mest að varast, er að reyna að vera eldri en þið eruð. Atliugið, að þegar þið takið að eldast, óskið þið þess, að þið hefðuð ekki rembzt eins mikið við að verða fullorðnar, heldur notið æskunnar, á meðan þið áttuð hana. Það eru ekki nema fáar ykkar, sem eruð nægilega þroskaðar, andlega og líkamlega, til þess að valda þessum eftirsótta heimskonusvip, en hinar verða flestar álíka hlægilegar, ef þær reyna að setja lrann upp eins og lítill maður, sem stígur upp á stól, til að verða stór. Það er líka broslegt, þegar þið klæðið ykkur þröngum peysum og aðskornum pilsum, liorfið upp í loftið, lygnið aftur augunum, opnið munninn lítillega og vaggið ykkur í mjöðmunum með eilífan þreytusvip kvik- myndageddunnar á andlitinu og teljið ykk- ur síðan trú um, að þið séuð einhverjar rokna kynorkubombur. Það er heldur ekk- ert gaman að sjá, þegar þið hafið skreytt ykkur, sem bezt þið getið, og hafið málað ykkur svo óhóflega, að þið lítið út eins og indíánar, fullbúnir til orrustu. Ellegar þeg- ar þið liafið tjaldað því, sem til er af skart- gripum, og liengt þá liér og þar á belginn, svo að mest líkist blökkumannahöfðingja. Næst ber ykkur að gefa því gaum, að óþarft er að bera mikið af skartgripum í einu, og getur oft verið hreinn og beinn bjálfaskap- ur. Skólasystur kærar! Munið, að mikill vandi fylgir þeirri vegsemd, að vera kona. Þið eigið allar að reyna að vera eða verða þeim vanda vaxnar. Miklu varðar alltaf að halda sér og fötum sínum hreinum, því að varla getur ljótari sjón en óhreina konu.Það er oftast skárra að klæðast gömlurn fötum, sem eru hrein, en nýjum, sem eru óhrein. Hér hefur aðeins verið drepið á hina líkamlegu fegurð, en hún getur aldrei orðið annað en þunn og brothætt skel, sem dugar skammt, ef hina innri fegurð skortir. Ef hin innri fegurð er liins vegar fyrir hendi, er ekkert að óttast, þó að hlykkur sé á nefinu eða gallar á vextinum og sitthvað annað, sem lýtir yfirborð konunnar. Flosi.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.