Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 14

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 14
14 MUNINN ÖRLÖG eftir Nescius Myrkrið grúfði yfir bænum. Ljósin titra í vanmætti sínu. Náköld mjöll dauðans skef- ur gaddfreðið þakið og sáldrast inn um litla gluggann minn. Ég fyllist örvæntingarfull- vanmætti gagnvart hinu órannsakanlega. Mjöll dauðans heldur áfram að pískra inn um vanmætti gagnvarthinuórannsakanlega. Ég reyni að stökkva á fætur, en ligg þó sem lamaður, rneðan mjöll dauðans hleðst upp kringum mig. Ég mynda munn minn til að hrópa, en ekkert ltljóð kemur fram á skræl- þurrar varir mínar. Það slær út á mér köld- um svita, því að Iiræðilegur sannleikurinn hirtist mér í nekt sinni. Nú seilist hvít- kristölluð hönd dauðans upp fyrir hálm- dýnuna og inn á milli rimlanna í rúminu. Ég reyni enn að hrópa, en án árangurs. Ég handa frá mér með hendinni, en aðeins í 'huganum. Það er eins og vöðvarnir neiti að lilýða taugaboðunum, og nú er heili minn einnig lamaður. Örvæntingin þrífur mig í helgreipar sínar. Ég legg alla mína sálar- og líkamsorku í að koma hljóði fram á varir mínar og loks tekst það. Mér finnst herberg- ið fyllast af þessu örvæntingarfulla neyðar- ópi, en það er um seinan. Hin hrollkalda hönd dauðans hrífur öndina úr hálsi mér. Daginn eftir her ég hæversklega á Iier- hergisdyr mínar, lýk upp og spyr helstirðan líkama minn, hvort ég hafi ekki gleymt hláa blýantinum mínum á þvottaborðinu. Heyrzt hefur að Arngrínmr ísberg hafi sett met í tóbaksnefítöku, 100 — hundrað — grömm í lotu. Danska í IV. S. Den grimme ælling (Ljóti andarunginn). J. þýðir: Hinn grimmi kjúklingur. Danska í IV. S. .... sagde ællingemoderen, og slikkede sig om snabelen. H. G. þýðir: .... sagði andamamma og sleikti út urn ranann. J. Á.: Já, er það nú út um ranann? H. G.: Nei, nei, út um hálsinn. Sagt er að nú vilji engin stúlka í skólan- um verða fegurðardrottning af ótta við að lenda á heininu. Enska í II. B. — I see us all lying in a crumbled heap at the foot of the building alreadv. — P. þýðir: Ég sé haug af fótunr Iiggja við bygginguna. íslenzkukennara V. M. liefur dottið í hug að virkja relluna hina miklu, er uppi hang- ir á miðsal. Okkur finnst hugmyndin snjöll og leggj- um til, að hún verði rædd á næsta málfundi. --------------------o--- í íslenzku hjá V. S. Gísli heldur fyrirlestur og Helgi Hjálmars reiknar. „Uss, uss. Ekki reikna. Þetta er ljótt.“ Hvað veldur, að VI. bekkingar M. eru orðnir svona valtir á stólunum? Eru skruðn- ingar svo miklir, er þeir velta, að vart er kennslufriður í næstu stofum.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.