Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 9

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 9
MUNINN 9 þeirra, sem áður voru glaðleg. Þetta er eitt ólán- legasta fyrirbrigðið í kaffihúsalífinu, uppá- þrengjandi náungi, sem skortir sjálfsgagnrýni og tillitssemi. Bráðlega skynjar hann áhugaleysið fyrir sinni — frá eigin sjónarmiði — merkilegu persónu og flytur sig að næsta borði, þar sem sama sagan endurtekur sig. Gott tóm til að athuga klæðaburð. VÍÐA SITJA að sama borði piltar og stúlkur, sem tala, hlæja — og þýðingarmikið augnaráð. Eftirtektarvert er, að stúlkurnar eru yfirleitt mun betur klæddar en félagar þeirra, sem bera margir keim af vesturheimskum áhrifum og óþroskuðum fegurðarsmekk í klæðaburði sínum. Þó er vandalaust að koma auga á snyrtilega karl- menn, sem ýmist eru klæddir samkvæmt enskri eða „skandinavískri“ tízku. — Á einum stað sitja nokkrir piltar að ,,kóla“-drykkju. Þeir gretta sig við hvern sopa. Vökvinn í glösum þeirra er mik- ið glærari en í flöskunum. Þeir eru í fjörugum samræðum, líður augsýnilega vel. Nú kemur stúlkan og tilkynnir þeim, að þeir geti ekki vænzt frekari afgreiðslu. Þeir standa upp og ganga út, reikulir í spori. Margt skrýtið ber fyrir augu. HÉR GEFUR að líta margar athyglisverðar manngerðir, sem setja svip sinn á umhverfið. Þar má nefna aldna, virðulega broddborgara, kaup- sýslumenn með slétt andlit og vindla, listmálara og rithöfunda, sem lesa handrit hvers annars. — Fjórar stúlkur, sem nýlega hafa setzt í grennd við mig, vekja nú óskipta athygli mína, ekki vegna kvenlegs yndisþokka, er 'þær hafa í ríkum mæli, heldur vegna umræðuefnis þeirra, sem hvorki er föt, dansleikir, karlmenn né slúður- sögur, heldur forn-íslenzkar bókmenntir. Þetta vekur mig til umhugsunar um það, hve djúpstæð ítök þessi forni menningararfur hefur enn í hug- um fólksins, þrátt fyrir ákafa áleitni erlendrar ómenningar, sem stefnir að því, að uppræta úr hugum vorum virðing fyrir þjóðlegum verð- mætum. Hvers vegna M. A. sækir Hótel KEA. SEM ÉG er í þessum ánægjulegu hugleiðing- um, skýtur þeirri spurningu upp í huga mér, hverjar séu orsakirnar til hinnar miklu sóknar fólks á þennan stað. Margir koma hingað nánast hvern dag. Vafalaust er, að meginorsökin er ekki þörf fyrir kaffi og svaladrykki, heldur einkum og sér í lagi sterk félagshneigð. Ein mesta nautn, sem ég þekki, er að ræða við kunningjana í skemmtilegu umhverfi, að finna mig meðal vina á góðum stað. Meðal margra skólanemenda er orsökin til kaffihúsasóknar að finna í flótta frá verkefnum, sem ber að leysa og því óaðlaðandi, sálardrepandi andrúmslofti, sem stundum skap- ast við of miklar heimasetur í skólanum. Þó eru margir, sem stunda nám sitt af alúð, þrátt fyrir miklar kaffihúsasetur. Kaffihús er ævaforn, hefðbundin menning. MARGIR munu telja, að kaffihús séu tiltölu- lega nýtt fyrirbrigði menningarsögunnar, en ef betur er að gáð, kemur í Ijós, að því fer fjarri. í hinum ævafornu borgum hinnar fornegipsku og babílonsku menningar munu hafa verið veit- ingahús, svo lík veitingahúsum nútímans, að furðu sætir. Neyttu menn þar bæði matar og víns og fullnægðu félagsþörf sinni á mjög svip- aðan hátt og nú tíðkast. í kínverskum borgum munu veitingahús einnig hafa verið vel þekkt fyrirbrigði frá ómunatíð eins og reyndar í öllum löndum borgamenningar fornaldarinnar. Á lýð- veldisöld Rómverja voru drykkjukrái' vel þekkt- ar sem samkomustaðir skylmingaþræla og vændiskvenna. Á miðöldum munu veitingahús tæplega hafa þekkzt í Norðurálfu sökum smæð- ar borganna, og það er ekki fyrr en á endur- reisnartímanum, þegar samgöngur við Austur- lönd hefjast á ný, að veitingahús fara að rísa upp í borgum Vestur-Evrópu. Einkum fer þó veit- ingahúsum að fjölga eftir að kaffið fer að ryðja sér til rúms á Vesturlör.dum, um miðja seytjándu öld. Þutu þá upp kaffihús í mestu verzlunar- borgum Evrópu, s. s. Lundúnum og Amsterdam, sem höfðu tekið verzlunina úr höndum hinna ítölsku, frönsku og spönsku borga við Miðjarð- arhaf eftir landafundina miklu og fund hinna nýju siglingaleiða til Austurlanda. Fæddust og fæðast á kaffihúsum. ENGINN VAFI leikur á því, að sú almenna andspyrna gegn konungsvaldinu í Englandi, sem einkennir 17. öldina, á kaffihúsunum mjög mikið að þakka, enda fór svo, að Karl II. Stúart lét loka 3000 kaffihúsum árið 1675, á þeim forsendum, að þau væru gróðrarstíur fyrir alls kyns samblást- ur gegn stjórn hans. Mun enn vera svo, að hreyf- ingar meðal almennings gegn hvers kyns órétti innan þjóðfélagsins þróast og dafna innan veggja kaffihúsanna. Má því með nokkrum rétti segja, að veitingahúsamenningin sé einn af hornstein- um lýðfrelsisins.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.