Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 13

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 13
MUNINN 13 SKÁKÞÁTTUR *ÐALFUNDUR Skákfélags M. A. var haldinn 15. okt síðastliðinn. Á fund- inn mættu 20 nemendur, og er það mikil framför frá fyrra ári, því að þá var vart fund- arfært, er aðalfundur skyldi haldinn, og spáir þetta góðu um vetrarstarfið. í stjórn voru kosnir: Helgi Valdimarsson V. S., for- maður, Jónas Elíasson V. S., gjaldkeri, Helgi Jónsson VI. S., ritari, Hörður Einarss. IV. M., varamaður, og Skarphéðinn Pálma- son, kennari, meðstjórnandi. — Hin ný- kjörna stjórn hefur ákveðið, að ársgjald 1954—’55 sé kr. 5,00, og hafa þeir einir rétt til þátttöku í velflestum keppnum félagsins á vetrinum, senr það hafa greitt. Það hefur að vísu verið venja undanfarin ár, að allir nemendur, sem þess æsktu, væru félagar í skákfélaginu endurgjaldslaust, — en í lögum félagsins segir, að stjórnin skuli ákveða árs- gjald hverju sinni. Og ljóst er, að félaginu er nauðsynlegt að eiga einhverja fjárögn til viðhalds og aukningar á töflunum, og þá væri ómetanlegt til eflingar skáklistinni í skólanum, ef félaginu tækist smám saman að eignast nokkrar bækur um skák, sem félagsmönnum yrðu svo lánaðar. Starfsemin hófst í þetta sinn með fjöltefli, sem kennararnir Ottó Jónsson og Skarphéð- inn Pálnrason þreyttu. Tefldi Skarphéðinn við 11 og hlaut 81/2 v. en Ottó við 10 og lilaut 81/4- Af nenrenda hálfu stóðu sig bezt Jóhann P. Árnason III. A. og Jónas Elíasson V. S., senr báðir unnu, en jafntefli gerðu Jóhann Lárusson III. A., Angantýr Einars- son III. A., Kjartan Gíslason IV. M. og Helgi Valdimarsson V. S. Er það nrjög at- hyglisvert, hvað III. bekkingar virðast öfl- ugir og álrugasamir, því að þeir tóku 8 þátt í fjölteflinu og stóðu sig senr að ofan greinir. Eundir verða lraldnir á lrverju þriðjudags- kvöldi, nreðan áhugi endist, sem vonandi verður lengi, en undanfarin ár hefur Jrað verið svo, að fundir hafa lagzt niður eftir nýjár. Þá hefur stjórnin ýmislegt fleira á prjónunum, en hvort það kemst í fram- kvænrd, er mest undir áhuga félaganna kom- ið, og heitir hún Jrví á Jrá að duga nú vel og minnast þess, að í einhverjunr þeirra kann að búa nýr Friðrik Ólafsson, Botvinnik, Capablanca eða Lasker, sem Jrroska getur náð, ef rétt er á lraldið. Iðkið nreiri skák í tómstundum ykkar, á kostnað bíó- og kaffi- húsaferða. Að lokunr etu hér tvær skákþrautir, lær- dómsrík og falleg endatöfl, sem sýna vel nrikilvægi leppunar og leikþröngar í skák- tækninni: I. Hvítur: Khl, Hel, Bb2, peð: g2. Svartur: Kf6, Hd5, Be5, peð: e6, f5 og g5. Hvítur leikur og vinnur. II. Hvítur: Kc8, Bd8, peð: b7. Svartur: Kc6, Bh2. Hvítur leikur og vinnur. Svart peð. Einn 5 anra brandari. VI. bekkur á málverkasýningu Kjarvals. Siggi Jó„ við hóp af bekkjarsystrum: „Hafið Jrið séð nr. 43?“ Allar einunr rónri: „Nei, hvar er það, hvað er það?“ Siggi Jó.: „Skórnir nrínir, ha, ha.“

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.