Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 1

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 1
^ÍtiiiiÚWíí wBBsRsBBsBsBB . . „.. _ „ _ __™_—_—......—„...................... 281 árg. M. A., nóvember MCMLIV 1. tbl. BRYNLEIFUR TOBIASSON, yfirkennari, kvaddur. Stundum ber svo við, að guð villist á mönnum og velur þeim rangan stað í tíina og rúmi. E£ þeir eru „lítilla sanda, lítilla sæva" merjast þeir undir hjóli framvind- unnar, án þess tíst heyrist, en aðrir spyrna svo fast í, að brak- ar í vagni tímans, og Verð- andi spyr, hver standi svo fast <^KV: fyrir. Einn slíkra manna kveðjum vér nú. Oss, sem þekktum Brynleif Tobiasson, yfirkennara, mun jafnan verða hann minnis- stæður. Sérstæð viðhorf hans til dagsins og lífsins, og ekki síður óvenjulega sterkur per- sónuleiki, vekja ávallt athygli á honum. Þótt guð kunni að hafa ver- ið of seinn að senda hann í heiminn, þá hef- ur hann bætt það að nokkru leyti upp með öðru. Hann hefur ekki hrært handa honum hinn andle^a hræriarraut meðal- mennskunnar, þar sem sín slettan er af flestu, en af engu nóg til að verða annað en léleg stæling á hugsunum og athöfnum annarra. Nei, Brynleifur Tobiasson hefur getað smíðaðsín lífsviðhorf sjálfur, þegar hráefnið var fyrir hendi, og ekki þurft að fara í smiðju til annarra. Einhver kann að segja, að Brynleifur To- biasson hafi lítt þekkt á sumar hliðar tilver- unnar, en ef hann væri hér staddur, mundi hann áreiðanlega hafa svar á reiðum liönd- um. Það svar mundi hljóða j eitthvað á þessa leið: Ungi maður, þér ei^ið ekki 1 að gera yður sjálfan að rusla- kompu fyrir alls kyns kunn- áttu og fróðleik. Ekki vegna þess, að það sé illt að kunna sem flest, heldur vegna þess, að það tálmar yður í því, að ná bezta árangri í því, sem stendur yður næst. Brynleifur Tobiasson er ekki maður 20. aldarinnar. Það er ekki tilviljun, að störf hans hafa einkum legið á sviði sögunnar og hins klassiska máls. Hann stendur föstum fótum í liðinni menningu. í þjóðlegum fróðleik og ætt- fræði, í hinni glæsilegu og siðfáguðu evrópsku hámenningu 19. aldarinnar og viktoríönskum rétttrúnaði. Oss hættir oft til að vanmeta þá, sem varð- veita liðna menning, en hvernig værum vér staddir, ef enginn skeytti um að viðhalda tengslunum við liðna menning, og hvað eiga framfaramennirnir (!) að gera, ef eng- inn reynir að varðveita liðna menning? Vér þökkum Brynleifi Tobiassyni mikið

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.