Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 8

Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 8
8 MUNINN LEIKARINN 1. í sorgarinnar hofi ég samdi mitt ljóð um svarta nótt. Slóttur míns hjarta strengina bærði stillt og rótt. Og nóttin kyssti Ijóðið og Ijóðið varð til, ég fas það í dögun. Á hvörmum hússins guða glitruðu perlur. Og perlurnar á pappír penninn minn festi, og milljón máríuerlur í morgunkuli sungu og báru iit um svefndrukkna borgina: „Krjúpið þið honum, krjúpið þið honum, krjúpið þið honum, sem kvað um sorgina.“ 2. Svo klæddi ég hofið kolsvörtum tjöldum og kynnti rauðan eld. Á langborðin bar ég beizkan sorgarmjöð þetta myrka kveld. Og vinir mínir komu, cg vinir mínir drukku, og vinir mínir heyrðu vísurnar um sorgina. Og kurr fór um skála, kurr fór um stræti, og kurr fór um endilanga borgina. 3. Leifturskuggar dönsuðu á dinunum hofsins veggjiun. Einn sat ég eftir og bikarnum í borðröndina barði. Svo greip ég ljóðið, á Iangeldiim brá, en öskuna gróf ég útí garði. Þá lagði ég saman lygi »g glamur, Iék mér að hjali. Og Ijóðið um gleðina leiftraði hlæjandi um litverpa sali. Og guðirnir þöglir geispuðu og augun aftur Iögðu, máríuerlur í morgunsins kuli kúrðu sig, — og þögðu. 4. En vinir mínir komu, og vinir mínir heyrðu vísurnar um gleðina, og vinir mínir drukku mér til. Vaknandi borgin brosti fagnandi, klappaði lófum, og lýðurinn hrópaði, skcllandi skoltum: „Ég skil.“ Og þeir, sem áður þungbúnir kímdu,

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.