Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 25

Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 25
MUNÍNN 25 Kennsluhættir í æðri skólum á íslandi Forspjallsorð. Grein sú, sem hér i:er á eftir, \ar samin sent framsöguræða á málfundi. Hún þjónar því hlutverki liins talaða orðs. Greinin hefur verið stytt og vart breytzt til batnaðar við það. Bið ég þann, sem greinina ies, að \ irða viðhorf mín á betri veg. Ef til vill er margt þetta reist á röngurn forsendum. Verða þá niðurstöðurnar eftir því. Framfarir i skólamdlum. Tuttugasta öldin er öld vísinda, tækni og framfara. Margs staðar eru framfarir svo örar, að furðu gætir, og alls staðar er talað um framfarir. En hafa framfarir í skólamálum fylgt eftir framförum annars staðar? Ég held ekki. En sérhverjum hlýtur að vera ljóst, að framfarir í skólamálum, og á ég þar aðallega við alla kennsluskipan, verða að þróast í samanburði við annað. Einmitt nú, þegar læra á sífellt meira á hlutfallslega skemmri tíma, er nauðsynlegt að skipuleggja kennsl- una sem bezt og notfæra sér allt, sem að gagni mætti koma í auknum afkös.tum og hagnýtri menntun. Þar sem hraðinn er æ að aukast umhverf- is, er ráðið ekki að halda í það gamla og reyna að láta það vernda okkur frá þróun- inni, lieldur er ráðið að auka hraða okkar sjálfra, þannig að vel fari og afstöðuhraðinn verði enginn. Sé hitt ráðið notað, mun koma að því, að tæknin bolar mönnum burtu og verður ríkjandi. Til gamans ætla ég að segja ykkur sögu af uppfinningamanninum fræga, Edison. Sagan er stutt; hún er svona: F.dison sagði, að eitt gleddi sig í sambandi við hinar mörgu heimsóknir, senr hann fengi. Það væri, að í hvert skipti, sem maður gengi um Idiðið að húsinu Edisons, dældi hann vatni í vatnsgeymi hússins. Edison var ljós hin mikla nauðsyn þess að létta sér allt, sem ónauðsynlegt væri að strita við og framkvæma mætti á annan hátt. Þannig gat hann afkastað meiru á öðrum sviðum. Þetta verður okkur, sem nemendum, líka að vera Ijóst, og jrá ekki síður þeirn, sem búa upp í hendurnar á okkur og skapa okk- ur starfsskilyrði. Sé nú svo, að framfarir í skólamálunum standi framförum í öð'ru ekkert að baki, sjá augu mín ekki rétt, og bið ég velvirðingar. Tœknin i þágu kennslunnar. í upphafi var jörðin auð og tóm. Svo skóp guð manninn og aðrar skepnur, jrar til hann hvíldi sig. Þá tók mannskepnan til við að skapa og hefur breytt mörgu og brotið. Við nútímabörnin gerum okkur naumast grein fyrir. við hvað allt önnur kjör við eig- um að býa en feður okkar og mæður eða afar og ömrnur áttu. En þau tala um sin kjör sem Jaað gamla og góða og vildu eflaust mörg liverfa aftur í tímann. En það geta þau að nokkru leyti gert með því að koma í skólana hér. Eyrirkomulagið er þar allt mjög ámóta og var um aldamótin. Ég hef kynnzt nokkrum skólum og livergi séð þar tæki, svo sem segulbandstæki, kvik- myndavélar, skuggamyndavélar o. {d. h. not- uð við kennsluna. Sæmandi tæki við eðlis- og efnafræði fyrirfinnast hvergi. Sögukort og ýmsar skýringarmyndir, ekkert af þessu sést.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.