Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 28

Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 28
28 auka þroska nemendanna. Þeir, sem eyddu tímanum í óþarfa og vitleysu, v'æru hinum ósíðri og stæðu ekki eins vel að vígi í lífs- baráttunni, og myndu þá hæfari menn velj- ast í vandameiri stöður í þjóðfélaginu, ef að líkúm léti. hað, sem koma ætti í stað þessa, er fyrir- lestrafyrirkomulagið. Steindór Steindórsson sai>ði nokkuð frá o tilhögun kennslunnar vestra, svo sent hann kynntist henni í ferð sinni. Ég ætla að leyfa mér að drepa á nokkur atriði úr ræðu lians. Vona ég, að það sé ekki rangfært mikið eða skaðlega. Hann sagði m. a., að fyrirlestratilhögunin ríkti og yfirlieyrslur þekktust varla. Tím- arnir hæfust á því, að kennarinn kæmi með útdrátt úr lexíunni, sem hann færi í, síðan rekti hann allýtarlega viðfangsefnið, og þá bæru nemendur fram spurningar og rætt væri um námið vítt og breitt. Þetta og ekk- ert annað ætti að taka upp. Strax gæti ein- hver sagt: „Nemendur í æðri skólum hér hafa ekkert vit eða engan þroska til að taka við slíku.“ Þetta fellur um það, sem Stein- dór sagði um kennsluhættina, sem jafnaldr- ar okkar í Bandafíkjunum eru beittir, og f jandakornið, ekki erum við óþroskaðri en þeir. Tilhögunin yrði í stórum dráttum þessi: Kennslutími yrði lengdur allmjög. Nem- endurn yrði venjulega ekki sett neitt sér- stakt fyrir heima, nema ritgerðir um ýmis efni, sjálfstæð heilabrot, sem byggðust á námselninu, svo sem ,,diskussionir“ í stærð- fræði og þess háttar. Afttir á móti væri unnið hörðum hönd- um í skólanum. Kennarinn kæmi með útdrátt úr lexí- unni, þ. e. a. s. ekki smækkaða mynd henn- ar, heldur aðalatriðin, og yrðu nemendur að skrifa slíkt niður. Því næst færi kennar- inn sjálfur í efnið og skýrði út það, sem skýringar þyrfti við. Því næst væru spurn- MUNINN ingar bórnar upp til kennarans og umræð- ur um viðfangsefnið færu lfam. Auk þess væru tímarnir gerðir sem skennntilegastir nteð því að leyfa nemendum að beita þekk- ingu sinni á hagnýtan liátt. Auðvitað yrðu kennslubækur notaðar eftir sem áður. Aðhald á nemandinn að fá frá sér sjálf- um, sómatilfinningu sinni. Skriflegar æf- ingar yrðu endrum og eins til að gefa nem- andanum tii kynna, hvar ltann stæði. Þar sent svona væri gert, yrðu fjarvistir nemenda mun fágætari og það veit ég, að skróp hyrfu úr sögunni, því að nemandinn yrði að leggja á sig óþarfa vinnu. Nemend- ur myndu einnig fara að sofa heima, en ekki í tímum, þar sem deyfðin og drunginn knýr nentandann til svefns. Stagiið, stamið, þagn- irnar hyrfu, og elja og áhugi ríkti. Santband nemenda og kennara yrði ánægjulegra, og kennarar myndu fremur geta skilið nem- endur sína. Ekkert þyrfti þetta að auka á erfiði kennara, þar sem handbækur yrðu fyrir hendi nteð úrdráttum, og nám kenn- araefnanna yrði rniðað við þetta. Ánægjan myndi aukast hvarvetna, og gætum við beizlað tímann, þroskast. Ég finn gjörla, að margt skortir á útskýr- ingu mína, en ég hef ætlað að segja þetta í sem fæstum orðum, og liefur nákvæmnin kannske beðið tjón af því. Tryggvi Gislaso n. Sakir síðueklu varð að sleppa nokkrum hluta þessarar greinar. Biðjum við höfund og lesendur forláts. Ritstjórn. í dönsku hjá 7. S'. — Huldar er í „þvers og kruss“ á töflunni. Vernh.: „Nei, er nú ekki skáldið farið áð skrifa ljóð upp á töflu."

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.