Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 12
12
MUNINN
Heimir varð fár við:
Litli Pétur, leikurinn
leylir lijarta göfugt,
en sumir halda að heili þinn
hafi snúið öfugt.
Birgir vildi bæta unt og enginn eltirbátur
vera:
Ritstjórans er fleipur flátt
og Flúðum sízt til haga,
Eiðamenn sér hreykja hátt
í höllu aldna Braga.
„Ber ei hver að baki, nerna sér bróður
eigi,“ Bersi fyrir sig og Pétur:
Norðanrekkar reyna enn
að rægja mig og Pétur,
en Jrið eruð engir afreksmenn,
aular, reynið betur.
Birgi ]D(')tti auiiit að bera annan fyrir sig:
Auminginn ekkert nú getur,
eigrar um þagnardjúp.
Hvort vakirðu á verðinum, Pétur,
hvort vefur Jrig svefnsins hjúp?
Heimir fór hamförum:
Hættu að spýja hortittum,
hræin enginn metur,
hundar gelta að höfðingjum,
hættu að yrkja, Pétur.
Kolleginn í kveifarbý
kæstan leirinn étur.
Kanntu við þig kútnum í,
komdu með svarið, Pétur.
Pétur lét ekki öðru sinni á sér standa:
Um í kútnum kempan brauzt
og kveinaði af sárri raust,
])ví ílátið var illa búið,
ofnotkun })að hafði lúið.
Ef Heimir telzt með höfðingjum,
held ég öllum smælingjum
aftur hafi farið fljótt,
og farðu að sofa, góða nótt.
Heimir skírskotaði til sögunnar um Guð-
m'und góða og Heiðnaberg:
Vígði ég bragarbjörgin ])ín,
barst þá að eyrum mér:
„Hættu að lýsa löndin mín,
leirskáldin búa hér.“
En Kvasis dreyri sauð í Pétri:
Ösla látum öðins haf,
orðsnilld þá, sem drottinn gaf,
leikur í skýjurn Ijóðatraf,
leirinn lmoða moðhausar.
Heimir oaf honum ekkert eftir; skömrn-
óttir Austfirðingar:
Andvaka styn ég og stari
stórlæti þjóðar minnar,
rotnar í fúnandi fari
fíflsku þinnar.
Og með þessari vísu Heimis og Birgis lauk
vopnaskiptum Austfirðinga:
Sendum við þér sáttaboð,
svefninn reynist þungur.
Þylji ei lengur þarflaust hnoð
þurrar austantungur.
Vísa kom að sunnan til Halldórs:
Tlla blönduð Ása-veig
að þér mikið sverfur.
Það, sem Óðinn eitt sinn meig,
aðeins mun þinn skerfur.