Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 26
26
MUNINN
Það er augljóst, að forráðamönnum þess-
ara mála.og á ég þar hvað sízt við skólastjóra
og kennara, er alls ekki ljóst gildi alls þessa,
sem bæði er til gagns og gamans lyrir alla,
sem hlut eiga að máli.
A margan hátt mætti gera námsbækurnar
þannig úr garði, að þær yrðu nemandanum
annað og meira en prentsverta og pappír.
Því langar mig hér að drepa lítillega á
kennslubækumar okkar. Margt gott má
segja um margar þeirra, sérstaklega þær út-
lendu — ég meina þær, sem gefnar eru út
erlendis og eru í flestu vandaðri að allri
vinnu. Nefni ég tvær til dæmis. Önnur er
„Modern German Siiort Stories“, gefin út
í Oxford, og veit ég, að hún hefur verið út
gefin fimm sinnum. Er hún hin vandaðasta
að mínu viti. Henni fylgja orðaskýringar
og setningaskýringar ágætar, ágrip af ævi
höfunda sagnanna og ýmislegt fleira.
Hin bókin er „Kennslubók í frönsku“,
gefin út hjá ísafoldarprentsmiðju, og hefur
ekki verið prentuð nema einu sinni, og ég
vona, að íslenzkt skólafólk verði svo gæfu-
samt, að hún verði ekki gefin oftar út. Seoi
ég ekki annað um þá bók, enda hefur hún
fengið mörg fúkyrði þegar.
Eg held, að það væri lreillaráð að gefa út
kennslubækur í málum, sem sniðnar væru
eftir áðurnefndri þýzkubók og væfu með
íslenzkum skýringum. Islenzku skýringarn-
ar mundu létta nemendum það erfiði, sem
fylgir því að basla við margar orðabækur.
Það er mesti misskilningur, held ég, að nem-
endur læri á því að fletta upp í orðabókum.
Ef einhver vildi segja, að nemendur hefðu
gott af því að fá skýringar á ensku við þýzku,
þá skal ég segja honum, að slíkt hefur á ís-
lenzku verið kallað ,,að fara yfir lækinn til
að sækja vatnið“, því að oftlega þarfnast
ensku skýringarnar við þýzku skýringunum
íslenzkra skýringa, og er þá þetta skýringa-
fargan orðið hálfgerður skollaleikur, sem
við nemendur í dag megum ekki vera að
að taka þátt í, en auðvitað væri öllum hæg-
fara og afturhaldsseggjum leyfilegur sá
skollaleikur.
Öðru máli finnst mér gegna um kennslu-
bækur í stærðfræðifögunum, þar sem nauð-
synlegt er að læra alþjóðleg orð yfir ýmsa
hluti og hugtök, enda væri líka erfitt að ís-
lenzka mörg þeirra og ósmekklegt að hafa
þau óþýdd innan um íslenzkuna.
Svo eru það kennslubækur í kjaftafögun-
uin svonefndu. Hreint og beint dauður bók-
stafur flestum nemendum, enda ekkert gert
til að lífga efnið. Sagan -— endalaus þvæla
ártala, og þótt nemandinn kunni öll ártöl
kennslubókarinnar, hvað veit hann þá um
fólkið, lilnaðarhætti og lífsviðhorf þess?
Lítið meira en ekki neitt. Hvernig væri að
segja frá daglegu líl'i og gjörðum fólksins?
Það mætti segja það á lipran hátt, — mér
liggur við að segja eins og góða skáldsögu,
og láta þá einhverja af okkar mörgu rithöf-
undum semja bækurnar að nokkru leyti og
með eftirliti fræðiþulanna. Að vísu geta
þetta verið of fjarstæðukenndar hugmyndir,
en margt mætti bæta.
Fyrirlestra og yfirheyrslufyrirkom ulagið.
Hér kemur nokkuð, sem fellur í góðan
jarðveg hjá flestöllum nemendum. Heima-
lestur í æðri skólum ætti ekki að þekkjast
að nokkru marki.
Þetta er fullyrðing, sem ég ætla að reyna
að rökstyðja. Eg geri það ekki í þágu þeirra
nemenda, sem vilja bara hafa það þægilegt,
heldur hinna, sem vilja nota allar stundir
sem bezt. En hér eru rökin:
Með yfirheyrslufyrirkomulaginu, sem nú
ríkir, ættu kennarar alls ekki að heita því
nafni, heldur dómstjórar yfir þeim mörgu
og mislitu sakborningum, sem sakaðir eru
um að lesa ekki heima. Það eru nemend-
unir, sem yfirheyrðir eru í hinum mörgu
dómsölum nefndum kennslustofum, og eru
til luisa í skólanum. Refsilögin eru svo