Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 18
18
MUNINN
Til vinar míns
Þér hefur verið svo gjarnt að gráta
á gengnum vetri og horfa í myrkviði dimm,
en hættu að gráta, þótt tvítug táta
tæti úr þér hjartað og sé þér grimm.
Nú hoppar vor yfir heiðarbrún
og hleypur glaðvært um brekkur og tún.
Og sól gyllir voga og sól gyllir fjörð,
og sól gyllir örlítil lambaspörð.
Þú ferðast síðar til fjarlægra landa,
faðmar konur og drekkur vín
og gengur kannski um sólgullna sanda
og syngur þín ástarljóð við Rín,
þú ferðast víða á skáldaskóm
og skciðar jafnvel í París og Róm.
Og sól gyllir voga og sól gyllir ást,
já, svei mér er nokkuð um það að fást?
VÁLI.
í svefni og vöku
Létt á fæti lékum okkur þá,
loftkastala varir rauðar hlóðu,
í æskugáska geystumst til og frá
af gullnu stirni lýsisprotar stóðu.
Oft sýnast perlur sandauðn eyðigrá,
er sveinar fagna brúðurinni góðu,
þá Ijúflingsbörnum ramma rúnaskrá
ristir þú, sem býrð í huliðsmóðu,
og djúpur harmur skyggir geislaskjá,
skcrmur bleikur minningarnar hljóðu.
Ég laut í glerið, lausri hendi brá
í leiftri nokkrar halastjörnur glóðu.
Mér finnst ég vera orðinn ýlustrá
á alfarabraut, sein þúsundirnar tróðu.
Ylajalí
Þú, sem býrð í brjósti sérhvers manns,
í blárri umgjörð týndra vona hans.
Þú birtist mér í ljóði, liðnar nætur,
er lítill drengur kraup við þína fætur
og fléttaði þér fagran blómakrans.
Og þetta ljóð er aðeins ort til þín,
Ylajali, draumagyðjan mín.
Til þín, sem býrð í brjósti sérhvers manns,
í blárri umgjörð týndra vona hans.
VÁLI.
Ljóð
f dul og töfra vafið
við draumaljóð frá sænum
lífið honum brosti
ljósan dag í blænum.
Þá fann hann köllun sína,
svo fór það eins og gengur.
Borg hans er í rústum,
og brostinn margur strengur.
Djúpið löngum seiddi
djarfan hug að kanna
vinjar sumarlanda,
veldi blárra hranna.
Skyldan fyrr en varði
skerti vonir fleygar
færði bikar tóman
fyrir gullnar veigar.
Leggur skin um geima.
Leiðir nýjar boða
cldar sólarlagsins
austur í morgunroða.
Kynjaraddir stíga.
Kyrrlátt hafið blundar.
Hann sagður er á förum
og siglir imian stundar.
HALLDÓR.
GUÐM. ARNFINNSSON.