Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 16

Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 16
16 MUNINN: Heimsókn á Blundsfund Ég rölti í hasgðum mínum inn eftir efsta gangi nýju heimavistarinnar, í áttina að fundarsal Blunds, félags dagsofenda á téð- um gangi. Hann er innst í ganginum. að austan; útlit hans er látlaust og ber í engu vitni um þau ódæmi, sem hann geymir inn- an veggja sinna. Að lokum er ég kominn að dyrunum og nem staðar. Innan úr salnum berst að eyrum mér dularfullur og hroll- vekjandi liávaði, stundum er eins og þar sé rekið skógarhögg í stórum stíl eða skóla- hljómsveitin sé á æfingu, en þess á milli heyrast hás Tarzanöskur og jarganlegar böl- bænir. Ég herði upp hugann og opna hurð- ina. Allt dettur samstundis í dúnalogn, og ég litast um í salnum. Á hrörlegu borði skammt frá dyrunum húkir í hátignarlegri yoga-ró mannvera nokkur með fundarham- ar milli hrammanna. Þetta er Bergur Felix- son, praetor — þ. e. æðsti embættismaður félagsins. Ég ltneigi mig kurteislega fyrir honum og kveðst korninn hér senr fulltrúi Munins til að fræðast um stefnumið og starfsaðferðir félagsins. Bergur glottir við 32 drithvítar tennur og kveður það heimilt, ef fundarmenn samþykki það. ,,Á móti,“ lreyrist úr horninu, senr fjarst er dyrunum. „Á móti,“ hrópar eitt gressilegt kjötflykki, — Everest í manúsmynd, sem stendur á nriðju gólfinu. „Milli manns og liests og hunds. . . .“ tautar einhver við hliðina á mér. Mér verður litið út í hornið, þaðan senr fyrstu andmælin kömu. Þar stendur virðu- legur maður, mórauður yfirlitum og ferlega dimnrraddaður. Þetta er lrr. Þórir Sigurðs- son, en hann er sá nraður, senr öðrunr frenr- ur setur svip sinn á fundi félagsins, sakir af- burða hæfileika til að lenda í deilunr og ýnr- issa afreka á þeinr vettvangi; lrantr er jafnan á nróti meirihlutanum. Fyrrnefnt kjötlrlass lreitir Bragi Ingólfsson og er Herkúles tæknialdar. Ýnrsir andmæla Þóri og Braga, og gerist nú kurr nrikill á fundinum. Loks slær Bergur í borðið og lreimtar lrljóð, ber síðan umsókn sína undir atkr æði. Hún er sanrþykkt með 10 atkv. gegn 2. — Hvert er aðaltakmark félagsins? spyr PO' '-o* „Sofa á daginn," segir praetor, „það er heilsusanrlegt. Beztur er tínrinn frá kl. 1—3, en löggiltur svefntími hjá okkur er allt frá 1—10 e. h. Bannað er að áreita á nokkurn lrátt sofandi félagsmann, og allir skulu standa sanran senr einn nraður gesrn áreitni utanveltubesefa, sem gera okkur allt tií miska.“ — Starfsaðferðir? Sem svar við þessu lreyrast hljóðhimnu- skakandi hrotur skamnrt frá mér. Guð- mundur Gústafsson er nýfloginn inn í draumalandið. Sessunautur lrans ýtir harka- lega við honum og skipar honum að fylgj- ast nreð: Guðmundur nuddar ákaft svefn- drukknar glyrnurnar og lofar bót og betr- un. „Reka skal skefjalausan áróður út á við,“ segir Bergur, „og gangast fyrir stofnun úti- búa sem víðast. Eitt er risið upp á neðsta gangi og annað er í uppsiglingu á kvenna- vistunr. Til að skemmta félagsmimnunr, skal hafa veizlur eigi sjaldnar en hálfsmánaðar- lega, og er hr. Olafur Höskuldsson veizlu- st.jóri>Nú stendur upp nrannkerti nokkurt nreð hárburstakippu hringlandi um hálsinn, hneigir sig og beygir og kxæðst þjónustu-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.