Muninn - 01.04.1957, Blaðsíða 27
MUNINN
27
neínd einkunnir, og kannast allir ofboð
vel við þetta.
Nú skal ég' taka dæmi um tvo sakborn-
inga (nemendur). Fyrst er það sá, sem á
hverjum degi kemur hillkomlega lesinn í
skólann. Hann situr í dómssal með öðrum
sakborningum, sem allir eru sakaðir um
það sama. Hann hlustar á yfirheyrslurnar
með eftirtekt. Þetta er áhugasamur nem-
andi; stam og þagnir sakborninganna skipt-
ast á við bókastagl dómstjóranna. Lítið sem
ekkert nýtt kemur fram við þessar yfir-
lteyrslur. Þessi nemandi sér áreiðanlega
eftir þeim tíma, sem hann eyðir þarna til
einskis. En Itvað á hann að gera? Ef hann
tekur upp háttu liins nemandans, sem var
að grúska í áhugamálum sínum í þann
tíma, sem hann átti að vera að lesa, þá verð-
ur sagan svona: Hann sezt í dómsalinn með
taugatruflun og móral, veit varla, hvernig
hann á að hafa fæturna undir borðinu. —
Dómstjórinn, sem er svo einkar laginn að
sjá þá taugaspenntu, gjóar yfir salinn, og
kemur auðvitað auga á þann móralska og'
kallar hann upp. Flest ykkar þekkja fram-
haldið. Það er langt frá því að vera skemmti-
legt og þar að auki nemandanum oftast að
engu gagni. En refsilögin sitja fyrir.
\rið þessa meðferð fær margur kennara-
hræðslu, sem lýsir sér á margan hátt.
Satt er það, að kennarahræðslan knýr
margan til lesturs. Þá er lesið með jtað fvrir
augum að geta sýknað sig af ákærum dóm-
stjórans, en ekki til þess að ciðlast innsýn í
efnið til að geta svo dregið skynsamlegar
ályktanir. Þ. e. a. s., þá er farið að hafa fyrir
mottó: „Non vitae discimus sed scholae", og
er það algjör andstæða við það, sem stendur
í latínunni og hefur þótt sæmilega góð speki
hingað til.
Með þessu er tilætluðu marki ekki náð;
sé svo, þá er það undantekning, sem sannar
regluna.
Með þeim heimalestri, sem nauðsynlegur
er venjulegum nemanda í þessu fyrirkomu-
lagi, eru tómstundir þær, sem hann getur
helgað hugðarefnum sínurn, mjög af skorn-
um skammti. Margur nemandi \ iil mennta
sig í skólanum en hefur jafnframt áhuga á
einhverju utan námsins, sem þarfnast tíma.
Þetta tvennt rekst á, og útkoman verður oft
bágborin. Þeir, sem hvorugt vilja vanrækja,
lesa fram eftir nóttu, koma illa sofnir í skól-
ann eða skrópa í skólanum. Þar af leiðir, að
þeir verða illa séðir. Skólarnir launa á eng-
an hátt þennan áhuga, síður en svo. En nú
kann einhver að segja: „Þetta eru mennta-
skcjlar en ekki listaskólar, bókmennta,
stjórnmála eða þess háttar." Þá vil ég segja:
Það er heilög skylda allra æðri skcfla á ís-
landi að sporna \ ið allri sérhæfingu á þessu
sligi, en leggja ríka áherzlu á hvað eina, er
til mennta gæti talizt.
Enn þá eitt, sem styður dauðadcmi yfir-
heyrslu-fyrirkomulagsins, er, að í dag er svo
margt fleira, sem grípur nemandann en
áður fyrr. Það má vel vera, að Jiessi þáttur
kennslunnar lia.fi verið boðlegur fyrir mörg-
um árum, þegar t. d. dansleikir heyrðu til
stórviðburðum, en Jtetta er ekki boðlegt í
dag. Einni athugasemd gæti hér verið varp-
að fram. Yæri ekki óráðlegt að láta nem-
endur hafa meiri tíma til umráða fyrir sig.
Eyddu Jreir ekki meiri peningum, skemmtu
sér meira en góðu hófi gegndi o. s. Ir\.
Nemendur, sem eru á menntabraut, ciga
og verða að vera það þroskaðir, að geta
stjórnað sér sjálfir. Það er Jjví nauðsynlegt
að veita þeim tækifæri til að sýna þann aga,.
sent þeir geta beitt sig. Nemendur, sem allt-
af láta stjórnast af öðruin, verða undan
tekningarlaust ósjálfstæðir, og ekki er hægt
að vita neitt um Jiað, hvort Jieir, ef á þarf
að halda, geta tekið sjálfstæða afstöðu gegn
vandamálunum, stjórnað sér og öðrum. Það
er hverjum manni nauðsynlegt, að Jrekkja
sjálfan sig. — Það gera jreir ekki, sem láta
stjórnast af öðrum. Aukinn frítími ætti að