Muninn

Volume

Muninn - 01.11.1961, Page 5

Muninn - 01.11.1961, Page 5
— Hvernig finnst þér nýting matarins, er ekki niiklu leift? — Jú, það vill brenna við heldur mikið og gerir fæðið eflaust dýrara. En það er svona með þessa löngu biðröð, það er svo mikil fyrirhöfn að fá sér aftur, að fólk hefur vaðið fyrir neðan sig, vill þá heldur leifa. Ég er ekki viss um, að það væri drýgra að skammta á borðin. — Og hvað verður um leifarnar? — Þær kaupir bóndinn að Kotá til svína- eldis. — Hvað segir þú um kvöldmjólkina? — Ja — það er nú ekki beint til fyrirmynd- ar með hana. Um tíma var ástandið þannig, að komið var með sex flöskugrindur hing- að, en aðeins fimm grindur af tómum fóru til baka. En ég held, að hún verði afnumin, þegar setustofan kemur. — Hve mikla mjólk notum við að jafnaði daglega? — Um 300 lítra daglega og svo súrmjólk- ina, sem er nýkomin á markaðinn og kem- ur að nokkru í stað liafragrautsins, sem ég held, að sé ekki vinsæll af öllum. — Hvernig finnst þér matarlystin hjá okk- ur? — Hún er mest fyrst á haustin, en fer svo minnkandi, er líður á veturinn, og í próf- unum þarf mun minna að elda, enda mat- arlystin sjálfsagt lítil þá. En öll útivist eyk- ur lystina, til dæmis Utgarðsferðirnar og vinnan í flasfinu. Mér linnst, að gera mætti meira af því að láta ykkur vinna, svo sent við lagfæringu og snyrtingu kringum vist- ina, enda er þar ýmsu ábótavant. Nú býður Elinbjörg okkur súkkulaði aft- ur, og bætir svo við eftir litla þögn: — Eitt vildi ég gagnrýna, en það er hirðu- leysisleg meðferð á borðbúnaðinum, sem mjög dýrt er að endurnýja, og vildi ég, að betur færi. — Jæja, viltu segja nokkuð sérstakt að lokum? — Nei, ég hef nú fátt sérstakt að segja ykkur. Mér fellur vel að umgangast ungl- ÞEIR VITRU SÖGÐU Gunnar Rafn: „Ég er sem sagt eindregið fylgjandi minni eigin tillögu um þetta mál.. . “ Sigurður L. Pálsson um orðið Oxonian í Ensk orð og orðtök: ,,Ég hef nú aldrei séð þetta, en þetta er víst til.“ Loftur Ólafsson: „Mjöður, það er eins konar áfengt vín.“ Sveinn Þórarinsson: „Þetta er náttúrlega hárrétt lyjá þér, en ég er samt ekki viss um það.“ Friðrika í 5. S b í fyrra: „Cinq, quinze, cinquante, þið hljótið að geta lært tölur, fyrst þið eruð í stærðfræðideild.“ Þorbjörn Friðriksson: „Hvar, sem fleiri en átta eru saman komnir, er það rnúgur." Egill Egilsson: „Mér finnst, að tíminn líði í norð-vestur.“ Jón Hafsteinn: „Þetta er nú svo einfalt, að við þurfum ekki einu sinni að spandera á það þríliðu.“ Ingvi Jón lítur inn í stofu 3. bekkjar F., í fyrra 5. Sa.: „Nú er hún Snorrabúð stekk- ur.“ Steindór Steindórsson: „Þessir íslenzku stílar eru einn lélegasti litteratúr, sem til er, og langverstir hjá þeim, sem eru kallaðir stílistar." Aðalsteinn í 6. S.: „Ég ætla að biðja bar- barana í öftustu röð að vera til friðs. Við erum að læra menningarsögu.“ inga og hef kynnzt ýmsu ágætu fólki. Yfir- leitt er fólkið kurteist, en aðeins misjafnlega vel upp alið. Og nú erum við sjálfsagt farnir að tefja ráðskonuna, þökkum ágæt og greinargóð svör, kveðjum og óskum henni alls góðs í starfi hennar. G. B. J. — E. E. M U N I N N 5

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.