Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 14

Muninn - 01.11.1961, Blaðsíða 14
HEYRT 0G SÉÐ Þetta er frásögn af því helzta, sem fram fór í skólanum í októbermánuði síðastliðn- um, og eru garnan og alvara látin skiptast á, en þó fyrst og fremst skýrt frá staðreyndum. Skólasetning fór fram 3. okt. kl. 13.30. I setningarræðu sinni skýrði skólameistari frá breytingum á kennaraliðinu. Nýr fasta- kennari er Hólmfríður Jónsdóttir, Friðrik Þorvaldsson er korninn úr ársleyfi, og nýir stundakennarar eru: Helgi Hallgrímsson, Bjarni Sigbjörnsson og Ármann Dalmanns- son. Frá skólanum eru horfnir kennararnir Hákon Loftsson, Jón Margeirsson, Björn O. Björnsson, Maja Sigurðardóttir og Hall- dór Blöndal. Nemendur eru í vetur um 450 eða 45 fleiri en í fyrra, og munar þar mest um III. bekk, sem inniheldur 125 rnanns og varð þó að vísa um 20 frá. Skólameistari gat Rúnu í Barði, þvottakonu, sem nú er liætt hér störfum. Hefur enginn starfað ná- lægt því jafn lengi við skólann og hún eða í 50 ár. Fór skólameistari hlýjum orðum um liana. Einniggat hann Lárusar Rist, sem var viðstaddur setningarathöfnina, 82 ára gam- all. Heimavistarfundur var haldinn 5. okt. Tilkynnti þá skólameistari, að hér eftir yrði vistunum lokað kl. 10.45 á kvöldin í stað kl. 10, eins og værið hefur til þessa, en sérstakt bíóleyfi eitt kvöld í viku er úr sög- unni. Við þetta bætist, að allir skulu vera komnir í ból sitt á mínútunni hálftólf. Vart var skólaganga hafin, er það kvisað- ist, að nemendur skyldu verða skítpligtugir þrælar Hermanns Stefánssonar einn dag eða tvo iiver bekkur. Strax 6. okt. byrjaði VI. bekkur S í téðri Síberíuvinnu og hafa síðan allir bekkir menntadeildar stuðzt fram á skóflur sínaf í moldarflagi því, er íþróttavöllur mun heitinri vérða, í misjöfn- um veðrum. Tolleringar voru íramkvænidar af tals- verðum krafti, og munu mjög. láir busar 14 M V N 1 X M liafa sloppið undan þeini eldskírn. Surnir þeirra veittu þó harða mótspyrnu, og er þar helzt að nefna Guðrúnu Árnadóttur, III. C, en að tolleringu hennar unnu nál. 30 manns og fengu þó ekki lokið starfanum, fyrr en stúlkunni hafði verið vendilega snúið á grúfu. Fyrsti dansleikur skólaársins var heima vistardansleikur á Sal sunnud. 8. okt. Að- gangseyrir var enginn og því in ágætasta skemmtun. Skólanum var boðið að skoða málverka- sýningu Sólveigar Eggerz Pétursdóttur í Amarohúsinu 11. okt. Fóru margir þangað og höfðu ánægju af. Að kennslu lokinni 12. okt. hugsuðu sjöttubekkingar sér til hreyfings. Hafði Búddi rútubílstjóri frá Sleitustöðum verið til kvaddur við þriðja rnann og annan bíl. Kennurum þótti nóg að tilnefna einn farar- stjóra og var það Steindór Steindórsson, er fræða skyldi ófróða sjöttubekkinga um nátt- úru landsins, en um aðra náttúrulega hluti voru þeir taldir nægilega ófróðir. Farið var um Þingeyjarsýslu og gist að Reynihlíð við Mývatn, hvar menn sváfu um nóttina við allgóðan orðstír. Allir voru rilnir upp eld- snemma og lialdið til óbyggða, nánar til- tekið í Námaskarð, að Dettifossi og í Ás- byrgi, hvar háð var einiberjakappát. Um kvöldið skyldu Tjörneslögin skoðuð, og þótt einhver heyrðist spyrja, hvort þau til- heyrðu fremur faðmlögum eða dægurlög- um, var því enginn gaumur gefinn. Að skólanum var komið kl. 11 um kvöldið og marsérað umhverfis Heimavistina með söng og húrrahrópum, en síðan voru bílstjórarn- ir tolleraðir. Frásögn af ferðinni er að öðru leyti að finna í 2. tölublaði Munins í fyrra, þar sem sagt er frá ferð þáverandi sjöttu- bekkinga, því að þessi var í flestum atriðum eins og hún. Aðalfundur Hugins var á Sal jr. 15. okt.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.