Muninn - 01.11.1961, Page 15
Var þar saman komið allmargt manna, en
fremur fátt kvenna. Fundurinn var sá stytzti
sinnar tegundar í mörg ár, þar eð allir voru
á sama máli og Gunnar formaður Rafn um
allt. Var miðskóladeildin þarna svipt at-
kvæðisrétti á aðalfundum Hugins, ogákveð-
ið að halda aðalfundina eftirleiðis á vorin,
en þriðjubekkingar skyldu kjósa sína menn
í stjórn Hugins og ritnefnd Munins að
hausti á aðalfundi Oðins. Kosningar voru
engar, þar eð aðeins einn listi yfir stjórnir
þær og nefndir, er kjósa skyldi, undirritað-
ur 18 nöfnum, barst.
Aðlfundur bridgefélagsins var haldinn
16. okt. og varð allsögulegur. Var í fyrstu
talsvert rifizt út af skýrslu fráfarandi for-
manns, enda fundurinn tiltölulega fjöl-
mennur, þar eð mættir voru 5 menn. Helgi
F. Magnússon bar fram þá tillögu, að fé-
lagið skyldi lagt niður vegna áhugaleysis,
en það var fellt. Var síðan Helgi F. Magn-
ússon kjörinn formaður félagsins. Onnur
félög, svo sem Fálma, taflfélagið og Óðinn,
hafa einnig haldið aðalfundi sína, hins veg-
ar virðist raunvísindafélagið, sem fór af
stað í fyrra með allmiklu brambolti, hafa
lengið liægt andlát.
Aðalfundur Nemendasjóðs var á Sal
fyrsta vetrardag, 21. okt., og stjórnaði skóla-
meistari honum. Kosnir voru fjórir nem-
endur í stjórn nemendasjóðs og skólagjöld
innheimt, en þau voru nokkuð breytt frá
fyrra ári, eða kr. 120.00 pr. vistarbúa og kr.
110.00 pr. bæjarbúa, en síðar á að innheimta
sérstaka húsaleigu af vistarbúum, kr. 60.00
á mánuði, og er það nýlunda.
Fyrsti opinberi dansleikurinn á skólaár-
inu var um kvöldið þ. 21., og sáu fjórðu-
bekkingar um hann. Spiluð var svonefnd
kynningarvist, og bar þar helzt til tíðinda,
að skólameistari, sem spilaði sem dama,
fékk miklu fleiri stig en hæsta stúlkan, en
afsalaði sér þó verðlaununum. Á eftir var
dansað af fjöri og innileik.
Mánudaginn 23. var sungið „mánaðar-
frí“ af geysimiklum krafti í fyrstu, öðrum
og þriðju frímínútum og tóku allir bekkir
þátt í söngnum, en kennararnir urðu að láta
sér nægja að róa undir. Sá skólameistari,
að úr því að svona almennur áliugi var, yrði
að gefa mánaðarfrí, og var samþykkt á Sal
með dynjandi fagnaðarlátum að hafa það
daginn eftir.
Kristmann Guðmundsson kom á Sal þ.
26. og las upp, þó ekki það sama og liann
las þar í fyrra og hitteðfyrra, eins og ýmsir
höfðu búizt við, heldur las hann nú hina
frábæru smásögu Sigurðar Nordal, „Ferðin,
sem aldrei var farin.“
Þegar fregnin um Öskjugosið barst um
skólann að kvöldi þess 26., var uppi fótur
og fit. Vildu ýmsir rjúka strax af stað og
skoða fyrirbærið. Höfðu sumir við orð að
festa kaup á flugvél, en aðrir vildu leggja
upp gangandi. Gætnari menn bentu þó á,
að Askja gæti vel sprungið í loft upp þá
og þegar og væri því bezt að halda sig i
hæfilegri fjarlægð. Daginn eltir fréttist, að
Rússar væru farnir að mótmæla tilraunum
íslendinga með kjarnorkuvopn í Ódáða-
hrauni, en sú fregn var skiimmu síðar borin
til baka. Laugardaginn 28. fór IV. S og
kennararnir Steindór og Hennann í Öskju
og komu aftur eftir sólarhring og létu vel
af ferðinni.
Málfundur var á Sal 28. okt. kl. 5 e. h.
Umræðuefni var: „Mennino; mennt]inera“,
og framsögumenn Georg Tryggvason og
Egill Egilsson, en fundarstjóri Halldór
Gunnarsson. Umræður voru allfjörugar, og
þótt nokkuð væri farið út fyrir efnið, var
þetta hinn sæmilegasti fundur. Tveir
þriðjubekkingar tóku til máls, en enginn
fjórðubekkingur og sýnir það andlega deyfð
þess bekkjar. Georg Tryggvason vakti mesta
athygli af ræðumönnunum, enda áður ó-
þekktur sem slíkur, en hann skensaði menn
þarna óspart og var hinn mælskasti. Þykir
framámönnum í leikfélaginu frábært, að
Georg skuli hafa komið svona upp um sig.
Þættinum er lokið.
BjÖrn.
M U N I N N 15