Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 3

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 3
A K U R E Y R I B L m u n i ENNTASKÓL n n A N S Á MENNTASKÓLALEIKURINN 1962 „Lífsgleði njóttu svo lengi kostur er.“ Okkur leikdómendum blaðsins detta þessar ljóðlínur ósjálfrátt í hug, þegar við klöngrumst, ásamt nokkrum öðrurn hug- rökkurn mönnum, niður stíginn, sem nú má kallast Glötunarstígur, livort heldur reynt er að komast upp hann eða ofan, því að eitt víxlspor á sleipum spariskónum get- ur sent mann á fleygiferð á rassinum niður svellbólgið gilið. En við tökum samt áhættuna, því að í kvöld, sunnudaginn 28. janúar, á að frurn- sýna Menntaskólaleikinn 1962, ósvikinn gamanleik í 3 þáttum, sem nefnist „Lífs- gleði njóttu" og er saminn af Englendingn- um Alan Melville upp úr eldri leik frönsk- um. Leikstjóri er hinn þekkti útvarpsmað- ur Jónas Jónasson. Þegar við höfum keypt okkur eintak af leikskránni og lítum á hlutverkaskipan, kemur okktir í hug, að við hljótum að hafa fremur óglöggt auga fyrir leikhæfileikum skólasystkinanna, því að alltaf á maður bágt með að sætta sig við snöggar breyting- ar á gamalkunnum persónum. Það liggur stundum við, að maður skelli upp úr við að sjá skikkanlega og skynsama krakka kyssast fyrir allra augurn uppi á sviðinu. Einnig er erfitt að varast að bera leik „Elsku börnin min.“ skólasystkinanna saman við kvikmyndaleik, þar sem ein helzta dægrastyttingin er nú einu sinni bíóferðirnar, en sjaldan kostur á leiksýningum. A frumsýninguna eru að venju mættir muninn 51

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.