Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 19

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 19
jólum, varð vart dýra þeirra, er fletlýs nefn- ast, innan veggja Heimavistarinnar. Var komið á fót andspyrnuhreyfingu gegn þeim, en í fyrstu orrustunum má segja, að mann- fólkið hafi orðið að lúta í lægra haldi, því að el'tir jól kom í ljós, að smáfénaðurinn hafði aukið kyn sitt framar öllum vonum. Var nú hernaður hafinn á ný, og lauk hon- um með því, að flet og annað drasl var bor- ið á bál sunnan við Heimavistina 22. jan. Flutti Sigurður Guðmundsson, 6. A., þar stórsnjalla útfararræðu, og verða nú til- greindir kaflar úr henni: „Okkur er sorg í hug, er við kveðjum allan þennan her- skara af blessuðum litlum vinum, sem ýmist Iiafa látið líf sitt fyrir áhrif hins lyktarfúla skordýraeiturs, eða af tómri lofthræðslu, er fletunum var fleygt út af svölunum á efstu Iiæð Heimavistarinnar. . . . Hið göfuga lífs- starf sitt helgaði hinn yndislegi smáfénaður okkur mönnunum. Þegar við lágum ein- mana á næturnar, kornu þessar dásamlegu litlu verur, og hvílíka ánægju hljóta þær ekki að hafa veitt okkur, er þær gáfu okk- ur góða draunra með því að kitla okkur svolítið, stundum hér, stundum þar (á- nægjustuna líður frá brjósti ræðumanns) .... Og nú eru allar þessar litlu elskur kornnar til himnaríkis (viðstaddir bresta í grát). . . . “ Fram fór í setustofunni nýju bókmennta- kynning að kveldi 24 .jan. Kynntur var þátt- ur hestsins í íslenzkum bókmenntum. Gísli Jónsson, kennari, og nokkrir nemendur lásu upp. Kynning þessi tókst vel. Sigurður L. Pálsson hefur verið veikur síðan um áramót. Tók Maja dóttir hans við enskukennslu í 6. A. og B. og 5. S. 25. jan. Óskar þátturinn Sigurði skjóts og góðs bata með fullri virðingu fyrir dótturinni. Kl. 10.31 að morgni 27. janúar var gerð stjórnarbylting í 6. A. í bekk þessum eiga, sem kunnugt er, sæti 14 telpur og 6 karl- menn, og hefur svo verið síðan í 4. bekk, með örlitlum breytingum þó. Forsaga þessa máls er sú, að í 4. bekk átti Friðrika Gests- dóttir tíma þann, er inspectorskjör skyldi fara fram í. Skipti engum togum, að téð ungfrú heimtaði uppástungur úr hópi telpnanna. Einhver nefndi Svanfríði Lar- sen, og flýtti stelpulýðurinn (c/o Jóna E- ditlr Burgess) sér að klappa, áður en karl- menn bekkjarins fengju rönd við reist, hafði þannig verið sett yfir þá inspectrixið, sem síðan hefur setið að völdum. Fyrr- greindan 27. jan. ber svo við, að einungis 5 kvensur eru mættar, en karhnenn 100% sem endranær. Kl. 10.33 höfðu karlmenn lokið löglegu inspectorskjöri. Var Jóhann Ólafsson kjörinn með 4 atkvæðum, aðrir frambjóðendur fengu færri. Kl. 10.43 hafði endanlega verið gengið frá stofnun bylting- arráðs. Kl. 23.23 að kvöldi sama dags var gerð gagnbylting og Svanfríður hafin til valda á nýjan leik. — Talið er sennilegt, að byltingarmenn bíði aðeins eftir hentugu tækifæri til nýrrar uppreisnar. Carminudansleikur nr. 2 var haldinn 27. janúar. Nokkuð var urn skemmtiatriði. Punktum. Þ. 29. jan. eftir hádegið kom sá franski (franskur sendikennari við Háskólann) í skólann. Menn skildu almennt ekki bofs, en þetta er sjálfsagt bezti maður. Þættinum er lokið. BjÖrn. Þýzka í 3. B. Friðrik: „Jæja, Bjarni, segðu nú „litli bróðir hans“ á þýzku.“ Bjarni: (eftir nokkra umhugsun). „Der kleinen Brtider von him.“ Enska í 4. S. „Mr. Mell drank out of a blue tea-cup, and I out of a tin pot.“ Þengill Joýðir: „Hr. Mell drekkur úr blá- um tebolla og ég úr blekbyttu.“ MUNINN 67

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.